Ástin á götunni

Fréttamynd

Chelsea 2-0 yfir gegn Arsenal

Chelsea er 2-0 yfir gegn Arsenal í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn á Englandi en leikurinn hófst kl. 14:00. Didier Drogba hefur skorað bæði mörk Chelsea, það fyrra á 8. mínútu en seinna markið á 58. mínútu eftir sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt úr af fyrir Tiago strax eftir seinna markið.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Fjölni

Haukar sigruðu Fjölni með tveimur mörkum gegn einu í 1. deild karla í fótboltanum í gærkvöldi. Í 2. deild sigraði Afturelding, Njarðvík 2-1 og Selfoss sigraði Leikni 1-0. Þrátt fyrir ósigurinn hefur Leiknir enn tveggja stiga forystu á Stjörnuna sem á leik til góða gegn Tindastóli í dag.

Sport
Fréttamynd

Ajax meistari meistaranna

Ajax sigraði PSV Eindhoven 2-1 í meistaraleiknum í hollenska fótboltanum. Wilfred Bouma kom PSV yfir í byrjun síðari hálfleiks en Nourdin Boukhari og Ryan Babel skoruðu fyrir Ajax.

Sport
Fréttamynd

Bayern byrjar titilvörnina vel

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst í gærkvöldi þegar Þýskalandsmeistarar Bayern München burstuðu Borussia Mönchengladbach 3-0. Leikurinn var háður á hinum nýja og glæislega Allianz-velli sem tekur 66 þúsund áhorfendur.

Sport
Fréttamynd

Pearce vill fá Malbranque

Forráðamenn Fulham hafa hafnað fimm milljón punda tilboði Man.City í franska miðjumanninn Steed Malbranque. Þetta er í annað sinn á tæpri viku sem Fulham hafnar tilboði frá Stuart Pearce og félögum.

Sport
Fréttamynd

Figo orðinn leikmaður Inter

Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo hefur skrifað undir tveggja ára samning við ítalska félagið Inter Milan en hann kemur frá spænska risaliðinu Real Madrid. Figo segist eiga nóg eftir í boltanum og hlakkar til að takast á við komandi verkefni hjá Inter.

Sport
Fréttamynd

U17 tapaði fyrir Noregi í dag

U17 landslið Íslands í knattspyrnu karla lenti í neðsta sæti síns riðils á Norðurlandamótinu. Það tapaði 1-0 fyrir Noregi á Kaplakrikavelli í dag. Íslensku strákarnir töpuðu þar með öllum þremur leikjum sínum í riðlinum, skoruðu ekkert mark en fengu sjö á sig.

Sport
Fréttamynd

Pandiani til Birmingham

Birmingham hefur loksins gengið formlega frá kaupum á sóknarmanni Uruguay, Walter Pandiani, sem eyddi stórum hluta síðasta tímabils á láni hjá félaginu og stóð sig mjög vel. Hinn 29 ára gamli Pandiani skrifaði undir þriggja ára samning við Birmingham og er kaupverðið talið vera um þrjár milljónir punda, en Pandiani kemur frá Deportivo á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Essien neitar að spila fyrir Lyon

Farsinn í kringum Mickael Essien og deilu hans við lið sitt Lyon heldur áfram og nú hefur hann tilkynnt forráðamönnum félagsins að hann muni ekki spila fyrir liðið á meðan þeir neiti honum um sölu til Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Leikið við Norðmenn á NM

Riðlakeppni opna Norðurlandamótsins í knattspyrnu hjá leikmönnum 17 ára og yngri lýkur í dag. Íslendingar mæta Norðmönnum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði klukkan 14.30. Bæði lið eru án stiga en Írar og Danir leika til úrslita um sigur í riðlinum. Leikurinn verður á Kópavogsvelli. Í hinum riðlinum keppa Englendingar og Svíar á Akranesi og Finnar og Færeyingar í Borgarnesi.

Sport
Fréttamynd

Stoke fær Luke Chadwick

Enska knattspyrnuliðið Stoke City hefur fengið lánaðan kantmanninn Luke Chadwick frá úrvalsedildarliði West Ham. Chadwick sem er fyrrverandi leikmaður Man Utd hefur gert 6 mánaða lánssamning við Íslendingafélagið til að byrja með en hann er samningsbundinn West Ham til ársins 2007.

Sport
Fréttamynd

Solskjær með ManUtd í fyrsta leik?

Stuðningsmönnum Manchester United hlýnar nú um hjartarætur því einn vinsælasti leikmaður félagsins, Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, er við það að snúa aftur eftir meðsli sem hafa haldið honum utan vallar í tæp tvö ár. Ekki var búist við því Solskjær myndi byrja að leika aftur með aðalliðinu fyrr en í október.

Sport
Fréttamynd

Rangers á eftir Bostjan Cesar

Forsvarsmenn Glasgow Rangers reyna nú að næla í Bostjan Cesar, varnarmann Dinamo Zagreb og slóvenska landsliðsins. Cesar segir forráðamenn skosku meistarana hafa rætt við sig eftir landsleikleik fyrir skömmu.

Sport
Fréttamynd

Tryggði Víkingum sigur á 90. mín.

Einn leikur fór fram í 1 deild karla í kvöld en þá hófst 13. umferð. Víkingur úr Reykjavík vann nauman sigur á KS, 2-1. Einar Oddsson tryggði heimamönnum sigur þegar 90 mínútur sléttar voru komnar á klukkuna. Víkingar er þar með komnir í 28 stig í 2. sæti deildarinnar, sjö stigum á undan KA sem er í 3. sæti og á leik til góða.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn leiða í hálfleik

Valur leiðir 1-0 gegn Fylki þegar flautað hefur verið til hálfleiks í undanúrslitaleik liðanna í VISA bikar karla í knattspyrnu. Garðar Gunnlaugsson skoraði markið á 3. mínútu en leikurinn sem fer fram á Laugardalsvelli hófst kl. 19:40. Valsmenn hafa verið ögn sterkari í fyrri hálfleik og verið skynsamari.

Sport
Fréttamynd

Phil Neville til Everton

Phil Neville er genginn til lið við Everton frá Manchester United fyrir 3 milljónir punda. Phil Neville hefur leikið með United allan sinn ferilen. Phil, sem er 28 ára, hefur leikið 52 landsleiki fyrir Englands hönd og lék 392 leiki fyrir Manchester United

Sport
Fréttamynd

Garðar búinn að skora fyrir Val

Garðar Gunnlaugsson hefur komið Val 1-0 yfir gegn Fylki strax á 3. mínútu í undanúrslitaleik liðanna í VISA bikarnum. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hófst kl. 19:40. Mark Garðars kom eftir sendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni af vinstri kanti. Þetta er sjöunda mark Garðars fyrir Val í 4 leikjum í bikarkeppninni.

Sport
Fréttamynd

Garðar skorar aftur fyrir Val

Garðar Gunnlaugsson hefur skorað aftur fyrir Val sem er við það að tryggja sig í úrslitaleik VISA bikarkeppni karla og er nú 2-0 yfir gegn Fylkir á Laugardalsvelli. Markið kom á 82. mínútu og hefur Garðar gert bæði mörk Vals. Daninn Christian Christiansen sem kom inn sem varamaður gerði stutt stopp á vellinum og hefur fengið rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Wenger: Á ég að fara í spilavítið?

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að Chelsea sé að borga tvöfalt markaðsverð á þeim leikmönnum sem þeir kaupa. Wenger hefur verið undir pressu undanfarna daga frá stuðningsmönnum sem vilja að hann kaupi nýja leikmenn á meðan ríku félögin Real Madrid og Chelsea eru að hrifsa hvern leikmanninn á fætur öðrum sem Wenger ætlaði að kaupa.

Sport
Fréttamynd

Kólombíumenn voru líka sviknir

Það var ekki aðeins íslenska knattspyrnusambandsið sem var svikið í landsleikjamálum nýlega. Í ljós hefur komið að ástæðan fyrir því að Kólombíumenn geta komið og leikið á Íslandi með svo skömmum fyrirvara er sú að þeir urðu fyrir sömu reynslu með Ástrala.

Sport
Fréttamynd

"Borgvardt var munurinn"

Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram var í skýjunum með baráttu sinna manna í sigurleiknum gegn FH í gærkvöldi en þá tryggði Fram sér farseðilinn í úrslitaleik VISA bikarsins. Fram var síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik þó þeir væru tveimur mörkum undir í hálfleik. "<em>Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik var bara Allan Borgvardt</em>." sagði Ólafur.

Sport
Fréttamynd

Valur í úrslitaleikinn gegn Fram

Valsmenn unnu Fylki, 2-0 og tryggðu sig í úrslitaleikinn gegn Fram í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði bæði mörk Valsmanna í leiknum á Laugardalsvelli, það fyrra strax á 3. mínútu en seinna markið á 80. mínútu. Garðar hefur þar með skorað  8 mörk í fjórum leikjum fyrir Val í bikarkeppninni.

Sport
Fréttamynd

Meiðsli hjá Fylki en engin hjá Val

Valsmenn eiga ekki í neinum meiðslavandræðum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Fylki í VISA bikarkeppninni í kvöld. Willum Þór Þórsson þjálfari Vals segir tíma kominn til að hið fornfræga bikarfélag Valur láti á sér bera í keppninni. Þorlákur Árnason þjálfari Fylkis segir alla þá menn sem hafa verið að spila í undanförnum leikjum séu leikfærir.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Örn fékk rautt með Brann

Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann fékk rauða spjaldið á 77. mínútu þegar Tromsø og Brann gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Brann sem er í 6. sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliði Start sem marði 1-1 jafntefli með marki á 90. mínútu gegn Stefáni Gíslasyni og félögum í Lyn.

Sport
Fréttamynd

Evrópudraumur Newcastle úti

Evrópudraumur Newcastle United er úti eftir 2-1 tap fyrir Deportivo La Coruna á heimavelli í kvöld en þetta var seinni leikur liðanna í Intertoto keppninni. Spænska liðið vann því samanlagt 4-2 þar sem enska liðið tapaði einnig þeim fyrri á Spáni 2-1.

Sport
Fréttamynd

FH 2-0 yfir í hálfleik gegn Fram

Allan Borgvardt hefur skorað tvívegis fyrir FH sem leiðir 2-0 í hálfleik gegn Fram á Laugardalsvelli. Síðara mark Borgvardt var einkar glæsilegt og kom eftir sendingu Jóns Þorgríms Stefánssonar af hægri kanti á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Inter Milan loks að landa Figo

Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Luis Figo virðist vera búinn að ná samkomulagi við Inter Milan á Ítalíu um að ganga til liðs við félagið ef marka má spænska fjölmiðla í kvöld. Útvarpsstöðin Marca í Madrid segir að Figo muni fljúga til Mílanóborgar á morgun fimmtudag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir 2 ára samning.

Sport