Tækni

Fréttamynd

Kara Connect tryggir sér 828 milljónir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Advania kaupir Azzure IT

Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ragnar frá Póstinum til Tix

Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun hjá Tix Ticketing. Hann kemur frá Póstinum þar sem hann var teym­is­stjóri hug­búnaðarþró­un­ar í upp­lýs­inga­tækni­deild. Ragnar er með tuttugu ára reynslu og þekkingu af hugbúnaðargerð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskt hugvit í velferðartækni gæti sparað samfélaginu milljarða

Hugbúnaðarfyrirtækið Alvican hefur undanfarin ár þróað nýjar lausnir í velferðartækni sem auka lífsgæði eldri borgara, snjallan öryggishnapp og hugbúnað sem vaktar daglegt hegðunarmunstur og skynjar frávik svo bregðast megi við. Eftirspurnin er mikil, yfir fjögur hundruð prósenta aukning varð í áskriftum að Alvican á liðnu ári.

Samstarf
Fréttamynd

Strætó miður sín vegna Klapp-vanda­­mála

Nýtt greiðslu­kerfi Strætó hefur farið brösug­lega af stað og mörgum verið meinaður að­gangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betr­um­bótum strax í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Vilja eyða hleðslu­kvíða á djamminu

Þau sem hafa lagt það í vana sinn að stunda næturlíf Reykjavíkurborgar kannast eflaust ófá við vandamálin sem geta fylgt því hversu mikið tak snjalltæki hafa á okkur flestum. Þegar á djammið er komið getur verið sérstaklega mikilvægt að hafa símann við hönd, og þá er eins gott að hann sé vel hlaðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýsköpun forsenda verðmætasköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hringiðu, hraðal um nýsköpun í hringrásarhagkerfinu sem er í umsjá KLAK – Icelandic Startups. Í hraðlinum felast skipulagðir fundir, fyrirlestrar og vinnustofur með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og innlendum og erlendum sérfræðingum.

Samstarf
Fréttamynd

Nýsköpunarfyrirtækið Curio metið á fjóra milljarða við kaup Marels í fyrra

Marel greiddi 408 milljónir króna þegar félagið bætti við sig um 10,7 prósenta hlut í íslenska hátæknifyrirtækinu Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, í byrjun síðasta árs en eftir þau kaup fór Marel með helmingshlut. Miðað kaupverðið á þeim hlut var Curio því verðmetið á samtals rúmlega 3,8 milljarða króna í viðskiptunum.

Innherji
Fréttamynd

Segir sjald­gæft að raf­ræn skil­ríki séu mis­notuð

Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik.

Innlent
Fréttamynd

Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall

Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka.

Erlent