Tækni Nokia hvetur til orkusparnaðar Nokia hefur sett af stað hvatningarherferð sem fyrirtækið áætlar að muni spara jafnmikla orku á ári og 85 þúsund heimili nota árlega. Áætlunin er einföld. Nokia vill að fólk taki hleðsutækin sín úr sambandi um leið og búið er að hlaða símann. Viðskipti erlent 14.5.2007 13:45 Nýtt Hotmail Microsoft hefur tilkynnt um arftaka MSN Hotmail tölvupóstkerfisins sem verður Windows Live Hotmail. Nýja kerfið kemur út á 36 tungumálum um allan heim. Viðskipti erlent 8.5.2007 16:32 Hentar nýjum sjónvarpstækjum Stöð 2 og Sýn hafa hafið útsendingar á breiðtjaldsformi, sem hentar nýjum sjónvarpstækjum sem eru hönnuð fyrir hlutföllin 16:9. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að slík sjónvarpstæki séu á um helmingi íslenskra heimila. Viðskipti erlent 7.5.2007 21:56 Myndir á Flickr í stað Yahoo Photos Veffyrirtækið Yahoo hefur ákveðið að hætta með Yahoo Photos, sem var fyrsta myndageymsla Yahoo á netinu. Í stað þess mælast forráðamenn fyrirtækisins til þess að fólk noti heldur síðuna Flickr, sem er í eigu Yahoo. Viðskipti erlent 6.5.2007 21:05 Stærsti dreifingaraðili fylgihluta farsíma í Evrópu Strax Holdings rekur meðal annars Farsímalagerinn og nýlega festi fyrirtækið kaup á Hans Petersen. Færri vita hins vegar að fyrirtækið er einnig stærsti dreifingaraðili farsímafylgihluta í Evrópu. Viðskipti erlent 6.5.2007 20:59 Grænna epli lofað Apple bregst við gagnrýni frá umhverfissinnum. Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni bæta umhverfisstefnu sína á næstunni. Ætlunin sé að fjarlægja eitruð efni úr tækjum frá Apple, þar á meðal Mac-tölvunum, iPod og MP3-spilurum. Viðskipti erlent 6.5.2007 21:02 Netárásir enn algengar Þrátt fyrir að eðli netárása hafi breyst hefur þeim síst af öllu fækkað. Á vef breska ríkissjónvarpsins BBC eru netárásir gerðar að umtalsefni. Netárásir eru þegar tölvuþrjótar koma sér upp svokölluðum bot-tölvum, sem venjulega eru stolnar, og hóta gegnum þær að yfirfylla tölvukerfi fyrirtækja af draslpósti og gagnslausum upplýsingum þannig að þau hrynji. Viðskipti erlent 6.5.2007 21:10 Draga má úr útblæstri án óhóflegs kostnaðar Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. Viðskipti erlent 4.5.2007 12:12 21. aldar uppreisn Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja. Viðskipti erlent 2.5.2007 16:20 OpenHand með herferð í Bretlandi Hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma. Viðskipti innlent 1.5.2007 15:05 Gallaðar rafhlöður í MacBook Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband. Viðskipti erlent 30.4.2007 22:18 Hillary Clinton á MySpace Hillary Clinton er komin á MySpace. Þetta vinsæla netsamfélag stefnir á sýndarkosningar snemma á næsta ári og vonast til að niðurstöður gefi til kynna hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Aðeins meðlimir búsettir í Bandaríkjunum fá að taka þátt í sýndarkosningunum sem fara fram á netinu snemma á næsta ári. Viðskipti erlent 30.4.2007 14:53 Forrit sem drepur farsímann þinn Með „Killpill“ getur þú eytt myndum og SMS skilaboðum ef símanum þínum er stolið. Ef símanum þínum er stolið vilt þú ekki að þjófurinn skoði myndirnar sem þú og kærastan tókuð á „góðri stundu“, eða SMS-skilaboðin þar sem þú ert minntur á tímann á Húð og hitt. Viðskipti erlent 30.4.2007 14:41 Stærsta þráðlausa net Evrópu Fjármálahverfi London er orðið að stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 350.000 Lundúnabúar sækja vinnu í „The Square Mile“ fjármálahverfinu í Lundúnum dag hvern. Þeir geta nú verið í netsambandi hvar sem er innan hverfisins því í vikunni vígðu yfirvöld og Cloud information stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. Viðskipti erlent 30.4.2007 14:35 Google gert að færa smáþorp Chile Ríkisstjórn Chile hefur farið þess á leit við forsvarsmenn Google að þeir geri lagfæringar á landafræðileitarvél sinni, Google Earth, vegna þess að chileskur bær er í Argentínu í kerfinu. Viðskipti erlent 29.4.2007 20:16 Zunepartý skemmir fyrir Xbox 360 Microsoft hefur gefið út árshlutauppgjör fyrir þriðja hluta viðskiptaársins. Afþreyingar og tækjadeild fyrirtækisins hefur ekki gengið nógu vel þrátt fyrir að búið sé að afgreiða yfir 11 miljón eintök af Xbox 360. Viðskipti erlent 27.4.2007 22:55 Armbandsúr gert úr skipsskrokki Titanic Svissneski úrasmiðurinn Romain Jerome SA hefu kafað djúpt eftir innblæstri í nýjustu hönnun sína. Alla leiðina niður að braki Titanic. Hann hefur tryggt sér brot úr grotnandi skipsskrokknum til að búa til Titanic DNA armbandsúr. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:49 Ný ofurryksuga sem þjappar ryki í litla teninga LG mun setja nýja ofurryksugu á markað innan skamms. Ryksugan er pokalaus og notast þess í stað við háþrýstitækni sem pressar rykið saman í litla teninga. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:37 65 milljóna króna demantsfartölva Fartölvan frá Luvaglio mun kos ta 65 milljónir. Meira er vitað um útlit hennar en innviði. Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá milljón dala fartölvu frá breska snobbfyrirtækinu Luvaglio. Meira er vitað um tölvuna núna, þó svo að innviðir hennar séu enn leyndarmál. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:32 Hraðamet internetsins slegið Hópur rannsóknarmanna undir stjórn Háskólans í Tókýo hafa slegið hraðamet internetsins, tvisvar á tveimur dögum. Stjórnendur háhraða Internet2 netsins tilkynntu á þriðjudaginn að þeir hefðu hinn 30. desember sent gögn á hraðanum 7.67 gígabit á sekúndu, með venjulegum samskiptareglum. Viðskipti erlent 25.4.2007 18:44 Sinclair ZX Spectrum 25 ára Heimilistölva Sir Clive Sinclair, ZX Spectrum, er 25 ára. Fyrsta eintakið var selt í London þann 23. apríl árið 1982. Viðskipti erlent 24.4.2007 16:55 Nokia kynnir gullsíma Finnski símaframleiðandinn Nokia kynnti á dögunum nýjan síma í eðalsímalínunni 8800 Sirocco. Síminn ber nafnið Nokia 8800 Sirocco Gold og er húðaður með 18 karata gulli og skreyttur með hvítagulli. Honum fylgir Bluetooth headset í svipuðu útliti. Sirocco er nafnið á lúxus símalínunni frá Nokia. Viðskipti erlent 24.4.2007 13:38 Fyrsta indverska fraktgeimflaugin Indverjar sendu í morgun geimflaug á loft sem flutti 352 kílóa ítalskan gervihnött sem á að kanna upphaf alheimsins. Viðskipti erlent 23.4.2007 14:12 Stjórnaðu tölvunni með farsímanum Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt. Viðskipti innlent 23.4.2007 10:41 Fjórða öryggisuppfærsla Apple á árinu Apple sendi frá sér stóra öryggisuppfærslu á fimmtudaginn fyrir notendur Mac OS X. Uppfærslan á að laga 25 öryggisgalla í stýrikerfinu. Mikilvægustu gallarnir sem verið var að laga gætu gefið tölvuþrjótum full yfirráð yfir tölvunni. Viðskipti erlent 22.4.2007 18:12 Myspace með fréttaþjónustu Netsamfélagssíðan MySpace.com er komin með "Beta" eða tilraunaútgáfu af fréttaþjónustu sem leyfir notendum að ákvarða hvaða fréttir eru í forgangi. Viðskipti erlent 22.4.2007 17:04 Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. Viðskipti erlent 12.4.2007 09:24 Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær. Erlent 11.4.2007 08:57 Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. Erlent 2.4.2007 11:06 Windows Vista fyrir Makka. Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað. Viðskipti innlent 30.3.2007 10:17 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 84 ›
Nokia hvetur til orkusparnaðar Nokia hefur sett af stað hvatningarherferð sem fyrirtækið áætlar að muni spara jafnmikla orku á ári og 85 þúsund heimili nota árlega. Áætlunin er einföld. Nokia vill að fólk taki hleðsutækin sín úr sambandi um leið og búið er að hlaða símann. Viðskipti erlent 14.5.2007 13:45
Nýtt Hotmail Microsoft hefur tilkynnt um arftaka MSN Hotmail tölvupóstkerfisins sem verður Windows Live Hotmail. Nýja kerfið kemur út á 36 tungumálum um allan heim. Viðskipti erlent 8.5.2007 16:32
Hentar nýjum sjónvarpstækjum Stöð 2 og Sýn hafa hafið útsendingar á breiðtjaldsformi, sem hentar nýjum sjónvarpstækjum sem eru hönnuð fyrir hlutföllin 16:9. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að slík sjónvarpstæki séu á um helmingi íslenskra heimila. Viðskipti erlent 7.5.2007 21:56
Myndir á Flickr í stað Yahoo Photos Veffyrirtækið Yahoo hefur ákveðið að hætta með Yahoo Photos, sem var fyrsta myndageymsla Yahoo á netinu. Í stað þess mælast forráðamenn fyrirtækisins til þess að fólk noti heldur síðuna Flickr, sem er í eigu Yahoo. Viðskipti erlent 6.5.2007 21:05
Stærsti dreifingaraðili fylgihluta farsíma í Evrópu Strax Holdings rekur meðal annars Farsímalagerinn og nýlega festi fyrirtækið kaup á Hans Petersen. Færri vita hins vegar að fyrirtækið er einnig stærsti dreifingaraðili farsímafylgihluta í Evrópu. Viðskipti erlent 6.5.2007 20:59
Grænna epli lofað Apple bregst við gagnrýni frá umhverfissinnum. Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni bæta umhverfisstefnu sína á næstunni. Ætlunin sé að fjarlægja eitruð efni úr tækjum frá Apple, þar á meðal Mac-tölvunum, iPod og MP3-spilurum. Viðskipti erlent 6.5.2007 21:02
Netárásir enn algengar Þrátt fyrir að eðli netárása hafi breyst hefur þeim síst af öllu fækkað. Á vef breska ríkissjónvarpsins BBC eru netárásir gerðar að umtalsefni. Netárásir eru þegar tölvuþrjótar koma sér upp svokölluðum bot-tölvum, sem venjulega eru stolnar, og hóta gegnum þær að yfirfylla tölvukerfi fyrirtækja af draslpósti og gagnslausum upplýsingum þannig að þau hrynji. Viðskipti erlent 6.5.2007 21:10
Draga má úr útblæstri án óhóflegs kostnaðar Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. Viðskipti erlent 4.5.2007 12:12
21. aldar uppreisn Tilraunir til þess að eyða upplýsingum um það hvernig höfundarréttakóði HD-DVD diska er brotinn á bak aftur hafa skilað sér í uppreisn netverja. Viðskipti erlent 2.5.2007 16:20
OpenHand með herferð í Bretlandi Hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hyggur á mikla markaðsherferð í Bretlandi þar sem byggt verður á samstarfi og stuðningi við endursölunet fyrirtækisins þar. Fyrirtækið hefur að bjóða sérsniðnar samskiptalausnir fyrir farsíma. Viðskipti innlent 1.5.2007 15:05
Gallaðar rafhlöður í MacBook Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband. Viðskipti erlent 30.4.2007 22:18
Hillary Clinton á MySpace Hillary Clinton er komin á MySpace. Þetta vinsæla netsamfélag stefnir á sýndarkosningar snemma á næsta ári og vonast til að niðurstöður gefi til kynna hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Aðeins meðlimir búsettir í Bandaríkjunum fá að taka þátt í sýndarkosningunum sem fara fram á netinu snemma á næsta ári. Viðskipti erlent 30.4.2007 14:53
Forrit sem drepur farsímann þinn Með „Killpill“ getur þú eytt myndum og SMS skilaboðum ef símanum þínum er stolið. Ef símanum þínum er stolið vilt þú ekki að þjófurinn skoði myndirnar sem þú og kærastan tókuð á „góðri stundu“, eða SMS-skilaboðin þar sem þú ert minntur á tímann á Húð og hitt. Viðskipti erlent 30.4.2007 14:41
Stærsta þráðlausa net Evrópu Fjármálahverfi London er orðið að stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 350.000 Lundúnabúar sækja vinnu í „The Square Mile“ fjármálahverfinu í Lundúnum dag hvern. Þeir geta nú verið í netsambandi hvar sem er innan hverfisins því í vikunni vígðu yfirvöld og Cloud information stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. Viðskipti erlent 30.4.2007 14:35
Google gert að færa smáþorp Chile Ríkisstjórn Chile hefur farið þess á leit við forsvarsmenn Google að þeir geri lagfæringar á landafræðileitarvél sinni, Google Earth, vegna þess að chileskur bær er í Argentínu í kerfinu. Viðskipti erlent 29.4.2007 20:16
Zunepartý skemmir fyrir Xbox 360 Microsoft hefur gefið út árshlutauppgjör fyrir þriðja hluta viðskiptaársins. Afþreyingar og tækjadeild fyrirtækisins hefur ekki gengið nógu vel þrátt fyrir að búið sé að afgreiða yfir 11 miljón eintök af Xbox 360. Viðskipti erlent 27.4.2007 22:55
Armbandsúr gert úr skipsskrokki Titanic Svissneski úrasmiðurinn Romain Jerome SA hefu kafað djúpt eftir innblæstri í nýjustu hönnun sína. Alla leiðina niður að braki Titanic. Hann hefur tryggt sér brot úr grotnandi skipsskrokknum til að búa til Titanic DNA armbandsúr. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:49
Ný ofurryksuga sem þjappar ryki í litla teninga LG mun setja nýja ofurryksugu á markað innan skamms. Ryksugan er pokalaus og notast þess í stað við háþrýstitækni sem pressar rykið saman í litla teninga. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:37
65 milljóna króna demantsfartölva Fartölvan frá Luvaglio mun kos ta 65 milljónir. Meira er vitað um útlit hennar en innviði. Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá milljón dala fartölvu frá breska snobbfyrirtækinu Luvaglio. Meira er vitað um tölvuna núna, þó svo að innviðir hennar séu enn leyndarmál. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:32
Hraðamet internetsins slegið Hópur rannsóknarmanna undir stjórn Háskólans í Tókýo hafa slegið hraðamet internetsins, tvisvar á tveimur dögum. Stjórnendur háhraða Internet2 netsins tilkynntu á þriðjudaginn að þeir hefðu hinn 30. desember sent gögn á hraðanum 7.67 gígabit á sekúndu, með venjulegum samskiptareglum. Viðskipti erlent 25.4.2007 18:44
Sinclair ZX Spectrum 25 ára Heimilistölva Sir Clive Sinclair, ZX Spectrum, er 25 ára. Fyrsta eintakið var selt í London þann 23. apríl árið 1982. Viðskipti erlent 24.4.2007 16:55
Nokia kynnir gullsíma Finnski símaframleiðandinn Nokia kynnti á dögunum nýjan síma í eðalsímalínunni 8800 Sirocco. Síminn ber nafnið Nokia 8800 Sirocco Gold og er húðaður með 18 karata gulli og skreyttur með hvítagulli. Honum fylgir Bluetooth headset í svipuðu útliti. Sirocco er nafnið á lúxus símalínunni frá Nokia. Viðskipti erlent 24.4.2007 13:38
Fyrsta indverska fraktgeimflaugin Indverjar sendu í morgun geimflaug á loft sem flutti 352 kílóa ítalskan gervihnött sem á að kanna upphaf alheimsins. Viðskipti erlent 23.4.2007 14:12
Stjórnaðu tölvunni með farsímanum Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt. Viðskipti innlent 23.4.2007 10:41
Fjórða öryggisuppfærsla Apple á árinu Apple sendi frá sér stóra öryggisuppfærslu á fimmtudaginn fyrir notendur Mac OS X. Uppfærslan á að laga 25 öryggisgalla í stýrikerfinu. Mikilvægustu gallarnir sem verið var að laga gætu gefið tölvuþrjótum full yfirráð yfir tölvunni. Viðskipti erlent 22.4.2007 18:12
Myspace með fréttaþjónustu Netsamfélagssíðan MySpace.com er komin með "Beta" eða tilraunaútgáfu af fréttaþjónustu sem leyfir notendum að ákvarða hvaða fréttir eru í forgangi. Viðskipti erlent 22.4.2007 17:04
Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. Viðskipti erlent 12.4.2007 09:24
Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær. Erlent 11.4.2007 08:57
Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. Erlent 2.4.2007 11:06
Windows Vista fyrir Makka. Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað. Viðskipti innlent 30.3.2007 10:17