Spænski boltinn

Fréttamynd

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta: Allir hér vilja fá Fabregas

„Við viljum ólmir fá hann. Hann myndi gera mikið fyrir liðið," segir Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona. Hann er sá nýjasti til að taka þátt í samráðinu í að reyna að fá Cesc Fabregas til liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Marquez farinn til Bandaríkjanna

Rafael Marquez er genginn til liðs við New York Red Bulls frá Barcelona á Spáni. Hann fylgir þar með fótspor Thierry Henry en þeir voru liðsfélgar hjá Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid hefur enn áhuga á Maicon

Forráðamenn Real Madrid segjast enn hafa áhuga á að fá Brasilíumanninn Maicon í raðir félagsins frá Inter á Ítalíu. Maicon var þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var svo valinn í lið mótsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Felix Magath: Frábærar fréttir fyrir Schalke - Raul búinn að semja

Spænski knattspyrnumaðurinn Raul hefur gengið frá tveggja ára samningi við þýska liðið Schalke en þýskir og spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í nokkurn tíma að Raul væri á leiðinni yfir til Þýskalands. Eftir sextán tímabil hjá Real Madrid hefur Schalke nú endanlega staðfest að Raul verður í Gelsenkirchen næstu tvö árin.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert víst að Raul fari til Schalke - spenntur fyrir ensku deildinni

Raul kvaddi Real Madrid með tárum í dag en það var troðfullt á blaðamannafundinum á Bernabeu-leikvanginum þegar þessi vinsæli leikmaður tilkynnti það, sem lengi var vitað, að hann sé á förum frá Real Madrid. Hann er búinn að spila sextán tímabil með liðinu og vera hjá félaginu síðan 1992.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul og Guti eru báðir farnir frá Real Madrid

Spænsku blöðin AS og Marca sögðu frá því í gær að Raul og Guti muni tilkynna það í næstu viku að þeir hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Raul mun tilkynna það á morgun að hann hafi samið við Schalke en Guti er á leið til tyrkneska liðsins Besiktas.

Fótbolti
Fréttamynd

Carvalho dreymir um að komast til Real Madrid

Ricardo Carvalho hefur biðlað til Real Madrid um að kaupa hann frá Chelsea. Portúgalski miðvörðurinn vill endilega komast aftur til Jose Mourinho sem kom með Carvalho með sér frá Porto til Chelsea árið 2004.

Fótbolti