Spænski boltinn

Fréttamynd

Real gefst upp á Alonso - De Rossi næstur á blaði

Samkvæmt breskum og spænskum fjölmiðlum hafa forráðamenn Real Madrid gefið upp vonina á að krækja í spænska miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool og hafa nú beint athyglinni að ítalska miðjumanninum Daniele De Rossi hjá Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Franck Ribery og Xabi Alonso eru of dýrir fyrir Real Madrid

Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real Madrid, hefur nú viðurkennt að spænska félagið hafi ekki efni á því að kaupa þá Franck Ribery og Xabi Alonso í viðbót við þær hundruðir milljóna evra sem Real hefur eytt í Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar segja Puyol ekki á förum

Evrópumeistarar Barcelona hafa blásið á þær sögusagnir að varnarmaðurinn Carles Puyol sé á leið til Manchester City. Enska liðið er í leit að varnarmanni og hefur gert tilboð í John Terry, fyrirliða Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo stefnir á sigur í Meistaradeildinni

Portúgalinn Cristiano Ronaldo ætlar sér og liðsfélögum sínum hjá Real Madrid stóra hluti á næstu leiktíð. Leikmaðurinn hyggur sér í lagi á landvinninga í Meistaradeildinni en úrslitaleikurinn á næsta keppnistímabili verður haldinn á Santiago Bernabeu, heimavelli Madridinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Hverrar krónu virði

Cristiano Ronaldo segir að þær 80 milljónir punda sem Real Madrid borgaði fyrir þjónustu sína sé sanngjarnt verði. Ronaldo verður formlega kynntur fyrir stuðningsmönnum á mánudag og segist ákveðinn í að sýna það að hann sé hverrar krónu virði.

Fótbolti
Fréttamynd

Maicon til Real Madrid?

Hægri bakvörðurinn Maicon gæti verið á leið frá Inter til Real Madrid. Umboðsmaður leikmannsins brasilíska segir að spænska stórliðið hafi áhuga á honum ásamt ensku liðunum Manchester City og Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Hleb ánægður hjá Barcelona

Umboðsmaður Aleksander Hleb hjá Barcelona segir að leikmaðurinn sé ánægður hjá félaginu og hann vilji jafnvel vera áfram þó svo að honum standi til boða að fara annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Ruben De la Red enn óleikfær

Allt útlit er fyrir að spænski miðjumaðurinn Ruben De la Red hjá Real Madrid muni missa af næsta keppnistímabili með félaginu þar sem læknar hafa enn ekki fundið ástæðu þess að hann hneig niður í leik gegn Real Unión í spænska konugsbikarnum í október á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o boðinn nýr samningur

Umboðsmaður Samuel Eto'o segir að Barcelona hafi boðið skjólstæðingi sínum nýjan samning sem gildir til næstu tveggja ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabiano gæti yfirgefið Sevilla

Umboðsmaður framherjans Luis Fabiano hjá Sevilla viðurkennir að skjólstæðingur sinn gæti mjög hugsanlega yfirgefið Sevilla í sumar. Mörg af stærstu félögum Evrópu eru sögð hafa áhuga á Brasilíumanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Ronaldo er óstjórnanlegur

Þó svo að Cristiano Ronaldo sé ekki enn formlega genginn í raðir Real Madrid hefur Xavi Hernandez, leikmaður erkifjendanna í Barcelona, látið Portúgalann sykursæta heyra það í fjölmiðlum.

Fótbolti
Fréttamynd

Engin tilboð í Benzema

Forráðamenn franska úrvalsdeildarfélagsins Lyon halda því fram að félagið hafi ekki móttekið nein tilboð frá Manchester United, Arsenal eða Real Madrid í sóknarmanninn Karim Benzema.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kaká: Enska landsliðið mun eiga gott HM

Brasilíumaðurinn Kaká telur að enska landsliðið gæti verið einn af helstu keppinautum landa sinna á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári. Brasilía mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik Álfukeppninnar annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi ánægður með eyðslu Real

Miðjumaðurinn magnaði Xavi, leikmaður Barcelona, er ánægður með eyðsluna í Real Madrid. Barcelona vann deildina, bikarinn og Meistaradeildina á síðasta tímabili en Real ekki neitt. Á breyting að verða þar á.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona að kaupa brasilískan markahrók

Palmeiras hefur staðfest að Barcelona hafi boðið í brasilíska framherjann Keirrison. „Í morgun sendi Barcelona frá Spáni tilboð vegna leikmannsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

Fótbolti