Þýski boltinn

Fréttamynd

Bæjarar rasskelltu Schalke alveg eins og Real Madrid

Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 5-1 stórsigur á Schalke 04 en þessi lið eru bæði í Meistaradeildinni. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði þrennu í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern stefnir hraðbyri að titlinum

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Bayern Munchen verji titilinn sinn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár. Liðið átti ekki í vandræðum með Hannover á útivelli í dag í 4-0 sigri og náði með því nítján stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Özil baðst afsökunar á vítaklúðrinu

Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, bað stuðningsmenn félagsins afsökunar fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í upphafi fyrri leiksins á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mertesacker: Við getum ennþá komist áfram

Per Mertesacker, þýski miðvörðurinn hjá Arsenal, er ekki búinn að gefa upp alla von um að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap á heimavelli í gær í fyrri leiknum á móti Bayern München.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guardiola ber mikla virðingu fyrir Wenger

Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München, mætir með lærisveina sína á Emirates-leikvanginn í kvöld þar sem Arsenal og Bayern mætast í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Netzer: Draxler liggur ekkert á

Gamla goðsögnin Gunter Netzer hjá Borussia Mönchengladbach segir að Julian Draxler leikmaður Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta eigi að flýta sér hægt að læra leikinn hjá liði sínu áður en hann haldi á vit ævintýra erlendis.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern bætti met Arsenal í dag

Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í dag með 5-0 stórsigri á Eintracht Frankfurt á Allianz-Arena í München.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert hik á Bayern Munchen

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir það að Bayern Munchen vinni þýska titilinn annað árið í röð, eftir 19 leiki er liðið með þrettán stiga forskot á Leverkusen í öðru sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Thiago með frábært sigurmark fyrir Bayern

Spánverjinn Thiago tryggði Bayern München enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart á útivelli. Markið skoraði Thiago með stórglæsilegu viðstöðulausu skoti í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Geir nældi í Green

Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, mun spila undir stjórn Geirs Sveinssonar hjá Magdeburg í Þýskalandi á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Blaszczykowski með slitið krossband

KantmaðurinnJakub Blaszczykowski hjá þýska stórliðinu Borussia Dortmund tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann sé með slitið krossband en hann meiddist á hægra hné í 2-2 jafntefli gegn Ausburg í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Ég kæmi frítt til Borussia Dortmund

Zlatan Ibrahimovic og Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, göntuðust fyrir framan sjónvarpsvélarnar þegar þeir hittust á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið þar sem umræðuefnið var möguleg koma Zlatans til Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern niðurgreiðir "dýra" Arsenal-miða

Evrópumeistarar Bayern München og Arsenal mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði og Þjóðverjarnir ætla að bregðast við háu miðaverði á Emirates-leikvanginum með því að greiða niður miðaverð fyrir stuðningsmenn sína.

Fótbolti