Þýski boltinn

Fréttamynd

Enn einn sigurinn hjá Bayern

Þó svo að Jupp Heynckes, stjóri Bayern, hafi hvílt sínar stærstu stjörnur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni vann liðið samt enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég þarf engin ráð frá Guardiola

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, er búinn að gera frábæra hluti með þýska liðið á þessu tímabili. Bayern er að bursta þýsku deildina og fór auðveldlega í gegnum Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hummels heitur fyrir Barcelona

Þýski landsliðsmaðurinn Mats Hummels, leikmaður Dortmund, hefur gefið Barcelona undir fótinn þó svo hann segist vera ánægður hjá þýska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern meistari í Þýskalandi

Bayern München tryggði sér í dag þýska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á Frankfurt. Liðið er með 20 stiga forystu á toppnum þegar sex umferðir eru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund með bestu aðsóknina í Evrópu

Die Welt í Þýskalandi hefur tekið saman lista yfir bestu aðsóknina á fótboltaleiki Evrópu og þar kemur í ljós að þýska liðið Borussia Dortmund er á toppnum. Þýsku liðin koma afar vel út og átta þeirra eru inn á topp tuttugu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gomez vill ekki fara frá Bayern

Þó svo þýski landsliðsmaðurinn Mario Gomez hafi misst sæti sitt í byrjunarliði Bayern München segist hann ekki vera að hugsa um að fara í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Höness: Van Gaal heldur að hann sé pabbi guðs

Uli Höness, forseti þýska félagsins Bayern München, hikaði ekki við að láta Louis van Gaal, fyrrum þjálfara liðsins, heyra það í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf. Það var svar Höness við því að Van Gaal montaði sig af því á dögunum að hann hefði lagt grunninn að góðu liði Bayern í dag með starfi sínu frá 2009 til 2011.

Fótbolti
Fréttamynd

Eigendur Man. Utd elska ekki félagið

Hinn málglaði forseti Bayern München, Uli Höness, sendir eigendum knattspyrnuliða sem tengjast félögum sínum engum böndum tóninn í dag. Honum er illa við eigendur sem hugsa bara um peninga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery: Við viljum vinna þrennuna

Gengi Bayern München hefur verið frábært í vetur. Liðið er að rúlla upp þýsku deildinni, er komið í undanúrslit bikarkeppninnar og er með annan fótinn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben tryggði Bayern sæti í undanúrslitunum

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í þýska bikarnum í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Borussia Dortmund í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku deildarinnar í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund færir Bayern titilinn á silfurfati

Dortmund missteig sig enn á ný í þýsku deildinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gladbach á útivelli. Mario Götze kom Dormund yfir úr víti á 31. mínútu en Amin Younes jafnaði leikinn fyrir Gladbach á 61. mínútu.

Fótbolti