Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Margir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa leitað til Húseigendafélagsins að undanförnu vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Skoðun
Fréttamynd

Annar gjaldmiðill leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði

Ef Ísland tæki upp evruna sem lögeyri eru vissulega góðar líkur á því að vaxtastig myndi eitthvað lækka hér á landi til lengri tíma. Það þýðir þó ekki að það verði eitthvað ódýrara fyrir venjulegt fólk að koma sér þaki yfir höfuðið.

Umræðan
Fréttamynd

Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar

Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi fjár­festingar líf­eyris­sjóða í leigu­hús­næði

Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl. Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns

Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

ESA blessar 96 milljarða króna mats­hækkanir Fé­lags­bú­staða

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur sig ekki hafa forsendur til að aðhafast vegna matshækkana á fasteignum Félagsbústaða, dótturfélags Reykjavíkurborgar, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau brjóti á engan hátt í bága við lög evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsstofnunin sendi innviðaráðuneytinu í sumar og ráðuneytið afhenti Innherja. 

Innherji
Fréttamynd

Stökk­breytt greiðslu­byrði

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 0,1% í að raunvirði í júlí og hefur ekki hækkað minna síðan í febrúar 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Kaldalón boðar frekari vöxt og eigendur Byko bætast í hluthafahópinn

Fjárfestingareignir Kaldalóns jukust um 61 prósent á fyrri árshelmingi og hagnaður fasteignafélagsins, sá mesti frá upphafi, nam rúmlega 1.420 milljónum sem samsvarar 33 prósenta arðsemi á ársgrundvelli. Með samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Hafnargarðs ehf., sem á fasteign að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík sem er 12.300 fermetrar að stærð, mun fasteignafélag í eigu Norvik bætast í eigendahóp Kaldalóns og verða annar stærsti hluthafinn.

Innherji
Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hús Kristínar og Arnars komið á sölu

Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það.

Lífið
Fréttamynd

Að hafa hemil á fast­eigna­verði án þess að hækka vexti

Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu

Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­verðs­lækkanir í kortunum

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar.

Skoðun