Líftækni Aðaleigandi Novo Nordisk að kaupa Benchmark fyrir um 45 milljarða Félag í eigu Novo Holdings, sem fer með ráðandi eignarhlut í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, hefur náð bindandi samkomulagi um að kaupa Benchmark Holdings fyrir samtals allt að 260 milljónir punda. Fyrirtækið er meðal annars eigandi Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er með umfangsmikla starfsemi hér á landi í kynbótum á laxi og framleiðslu hrogna. Innherji 25.11.2024 11:09 Tekjurnar umfram væntingar og gætu nálgast efri mörkin í afkomuspá Alvotech Stjórnendur Alvotech sjá ekki ástæðu til að uppfæra afkomuáætlun sína fyrir þetta ár en eftir niðurstöðu þriðja fjórðungs, sem var nokkuð umfram væntingar greinenda, er útlit fyrir að tekjur félagsins verði í eftir mörkum þess sem áður hefur verið gefið út. Miklar sveiflur voru á hlutabréfaverði Alvotech í dag en félagið greindi meðal annars frá því að FDA hefði í reglubundinni úttekt fyrr í haust gert tvær athugasemdir við framleiðsluaðstöðuna í Reykjavík. Innherji 14.11.2024 22:37 Tiltrú fjárfesta mun aukast þegar það fæst betri innsýn í sölutekjur Alvotech Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum. Innherji 17.10.2024 14:55 Augljós tækifæri Oculis Takmörkuð þekking er meðal markaðsaðila hér á landi á sérhæfðum líftæknifyrirtækjum eins og Oculis. Það hefur því verið krefjandi verkefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins að miðla skýrri fjárfestasögu hér á landi. Það eru líklega fáir sem átta sig á því að markaðsvirði Oculis er um þrisvar sinnum hærra en Símans, ríflega þriðjungi meira en Eimskips og sambærilegt virði Kviku banka. Umræðan 8.10.2024 07:02 Kvartar til FDA og telur að Samsung eigi ekki að fá útskiptileika við Stelara Alvotech hefur sent inn kvörtun til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna vegna hliðstæðu keppinautarins Samsung Bioepis við Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sem íslenska líftæknilyfjafélagið telur að uppfylli ekki kröfur til að fá heimild fyrir útskiptileika. Samsung er eitt af fjórum fyrirtækjum sem hefur sett stefnuna á hliðstæðumarkað með Stelara í upphafi næsta árs en fái félagið ekki útskiptileika er sennilegt að það muni koma verulega niður á möguleikum þess að keppa um hlutdeild við sölu á lyfinu. Innherji 1.10.2024 11:14 Sparkar út frumlyfinu og mælir með hliðstæðu Alvotech við Humira Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins. Innherji 27.8.2024 19:43 Erlendur sjóður fjárfesti í Alvotech fyrir meira en tvo milljarða Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum. Innherji 21.8.2024 15:44 Gengi bréfa Alvotech rýkur upp með innkomu erlendra sjóðastýringarrisa Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag. Innherji 15.8.2024 17:39 Náð um tuttugu prósenta hlutdeild örfáum vikum eftir að salan hófst Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum. Innherji 14.8.2024 06:31 Hluthafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á söluvirði Kerecis Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári. Innherji 1.7.2024 14:41 „Nokkuð snúið“ að fá inn erlenda sjóði meðan hlutabréfaveltan er jafn lítil Góður gangur í sölu á hliðstæðu Alvotech við lyfið Humira í Bandaríkjamarkað þýðir að pantanabókin er orðin nokkuð meiri en þeir milljón skammtar sem upplýst var um fyrir fáeinum vikum, að sögn forstjóra félagsins, sem segir árið búið að „teiknast býsna vel upp.“ Í viðtali við Innherja ræðir Róbert Wessman um litla veltu með bréf félagsins í Bandaríkjunum, sem hefur skapað tæknilegar hindranir fyrir innkomu erlendra sjóða, en telur að sú staða geti snúist hratt við. Hann útilokar að Alvotech sé að fara sækja sér meira fé í reksturinn og undirstrikar að fjármögnun félagsins sé „lokið.“ Innherji 25.6.2024 14:54 Sóttu rúman milljarð í fjármögnun Líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýtt hlutafé til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum. Viðskipti innlent 24.6.2024 11:17 Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. Innherji 16.6.2024 08:36 Félag Róberts fékk um þrjá milljarða með sölu á breytanlegum bréfum á Alvotech Fjárfestingafélag í aðaleigu Róberts Wessman, forstjóra og stjórnarformanns Alvotech, hefur klárað sölu á hluta af breytanlegum bréfum sínum á líftæknilyfjafyrirtækið fyrir samtals um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir uppfærða afkomuspá Alvotech ásamt jákvæðum viðbrögðum frá erlendum greinendum hefur það ekki skilað sér í hækkun á hlutabréfaverði félagsins. Innherji 29.5.2024 17:50 Árangur Alvotech bendi til að félagið geti orðið „alþjóðlegur líftæknilyfjarisi“ Alvotech hefur fengið skuldbindandi pantanir á meira en milljón skömmtum af Simlandi-hliðstæðu sinni við Humira í Bandaríkjunum fyrir þetta ár, sem tryggir félaginu umtalsverða hlutdeild á þeim markaði að sögn Barclays, en bankinn hefur hækkað verðmat sitt á Alvotech og telur fyrirtækið á góðri leið með að verða alþjóðlegur líftæknilyfjarisi. Stjórnendur Alvotech vinna nú í endurfjármögnun á skuldum félagsins, sem nema yfir hundrað milljörðum, með það fyrir augum að lækka verulega fjármagnskostnað. Innherji 25.5.2024 12:45 Alvotech sér fram á tvöfalt meiri rekstrarhagnað miðað við spár greinenda Eftir að Alvotech hækkaði verulega áætlun sína um tekjur og afkomu á þessu ári er útlit fyrir að EBITDA-hagnaður líftæknilyfjafélagsins verði um tvöfalt meiri en meðalspá greinenda hefur gert ráð fyrir. Fjárfestar tóku vel í uppfærða afkomuspá Alvotech, aðeins tveimur mánuðum eftir að hún var fyrst birt, en félagið ætti núna að vera ná því markmiði að skila umtalsverðu jákvæðu sjóðstreymi. Innherji 22.5.2024 15:59 Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. Innherji 15.4.2024 09:40 Vogunarsjóðum Akta reitt þungt högg eftir óvænt gengisfall Alvotech Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði. Innherji 9.4.2024 10:29 Fjárfestar tóku dræmt í skilaboð Alvotech um stóran sölusamning „á næstu vikum“ Skilaboð Alvotech um stöðuna í viðræðum vegna sölusamninga vestanhafs á stuttum kynningarfundi í hádeginu ollu nokkrum vonbrigðum meðal innlendra fjárfesta og féll hlutabréfaverð félagsins skarpt strax að afloknum fundi. Félagið segist vera á „lokastigi“ með að klára samning við einn stærsta söluaðilann í Bandaríkjunum vegna líftæknilyfjahliðstæðunnar Simlandi. Innherji 3.4.2024 14:19 Alvotech í mótvindi þegar eftirspurn innlendra fjárfesta mettaðist Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið. Innherji 3.4.2024 10:55 Eydís og Þorvaldur til Genís Eydís Einarsdóttir og Þorvaldur Ingvarsson hafa verið ráðin til starfa hjá líftæknifyrirtækinu Genís á Siglufirði. Viðskipti innlent 21.3.2024 12:11 Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Viðskipti innlent 9.3.2024 13:01 Búast við að Alvotech nái „verulegri“ markaðshlutdeild eftir samþykki FDA Erlendir og innlendir greinendur hafa hækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech eftir að félagið hlaut markaðsleyfi í Bandaríkjunum og vegna tímabundins einkaréttar er líftæknilyfjafyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Teva, sagt vera í stöðu til að ná „verulegri“ markaðshlutdeild þar í landi í nálægri framtíð með sölu á hliðstæðu við Humira, að mati fjárfestingabankans Barclays. Með blessun FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech er talið að félagið muni í framhaldinu eiga auðveldara um vik að fá samþykki fyrir fleiri lyf á mikilvægasta markaði heims. Innherji 4.3.2024 15:55 Forstjóri Alvotech væntir þess að stórir sölusamningar klárist „á næstu vikum“ Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki. Innherji 27.2.2024 14:29 Evrópskir fjárfestar og lífeyrissjóðir koma að kaupum á 23 milljarða hlut í Alvotech Tveimur dögum eftir að Alvotech fékk formlegt samþykki um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf hefur íslenska líftæknilyfjafyrirtækið gengið frá sölu á bréfum í félaginu fyrir tæplega 23 milljarða, meðal annars til evrópskra fjárfesta. Fjármunirnir verða nýttir að hluta til að styrkja framleiðslugetuna en hlutabréfaverð Alvotech hefur rokið upp í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Innherji 26.2.2024 11:07 Fjárfestarnir sem veðjuðu á Alvotech – og eygja von um að hagnast ævintýralega Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós. Innherji 21.2.2024 17:34 Breskur eignastýringarrisi byggir upp stöðu í Oculis Breska eignarstýringarfélagið Standard Life Aberdeen er komið í hóp stærri hluthafa augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum og skráð á markað vestanhafs, eftir að hafa byggt upp stöðu í félaginu undir lok síðasta árs. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um nærri fimmtán prósent frá áramótum. Innherji 1.2.2024 19:41 Mælir nú með kaupum í Alvotech og hækkar verðmatið um 70 prósent Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Barclays mælir með því að fjárfestar bæti við sig í Alvotech, áður ráðlagði hann þeim að halda stöðu sinni, og hækkar verulega verðmatsgengi sitt á íslenska líftæknilyfjafélagið eftir að ljóst varð að það á von á því að fá samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf. Fjárfestar eru nú með meiri vissu um að sá fjöldi lyfja sem eru í þróun hjá Alvotech fari að skila tekjum, að sögn Barclays, sem telur félagið verða með sterka samkeppnisstöðu á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira. Innherji 29.1.2024 12:30 IFS verðmetur Alvotech 47 prósentum hærra en markaðurinn IFS greining verðmetur gengi Alvotech 47 prósentum yfir markaðsverði. Fái fyrirtækið markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu af líftæknilyfinu Humira, sem er gigtarlyf, í febrúar hækkar verðmatið þannig að það verður næstum tvöfalt hærra en markaðsvirðið er um þessar mundir. „Líftæknilyfjamarkaðurinn hefur farið ört vaxandi, í raun allt frá upphafi, sem gerir markað fyrir hliðstæðulyf einnig mjög spennandi og eftirsóknarverðan.“ Innherji 26.1.2024 13:44 Félag Róberts seldi breytanleg bréf á Alvotech fyrir um milljarð Fjárfestingafélag í aðaleigu Róbers Wessman, stofnanda og forstjóra Alvotech, seldi í síðustu viku, daginn áður en Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna lauk úttekt sinni á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins, breytanleg skuldabréf á líftæknilyfjafélagið fyrir tæplega einn milljarð króna. Bréfin voru seld með tugprósenta hagnaði frá því að þau voru keypt í lok júlí í fyrra. Innherji 24.1.2024 20:17 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Aðaleigandi Novo Nordisk að kaupa Benchmark fyrir um 45 milljarða Félag í eigu Novo Holdings, sem fer með ráðandi eignarhlut í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, hefur náð bindandi samkomulagi um að kaupa Benchmark Holdings fyrir samtals allt að 260 milljónir punda. Fyrirtækið er meðal annars eigandi Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er með umfangsmikla starfsemi hér á landi í kynbótum á laxi og framleiðslu hrogna. Innherji 25.11.2024 11:09
Tekjurnar umfram væntingar og gætu nálgast efri mörkin í afkomuspá Alvotech Stjórnendur Alvotech sjá ekki ástæðu til að uppfæra afkomuáætlun sína fyrir þetta ár en eftir niðurstöðu þriðja fjórðungs, sem var nokkuð umfram væntingar greinenda, er útlit fyrir að tekjur félagsins verði í eftir mörkum þess sem áður hefur verið gefið út. Miklar sveiflur voru á hlutabréfaverði Alvotech í dag en félagið greindi meðal annars frá því að FDA hefði í reglubundinni úttekt fyrr í haust gert tvær athugasemdir við framleiðsluaðstöðuna í Reykjavík. Innherji 14.11.2024 22:37
Tiltrú fjárfesta mun aukast þegar það fæst betri innsýn í sölutekjur Alvotech Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum. Innherji 17.10.2024 14:55
Augljós tækifæri Oculis Takmörkuð þekking er meðal markaðsaðila hér á landi á sérhæfðum líftæknifyrirtækjum eins og Oculis. Það hefur því verið krefjandi verkefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins að miðla skýrri fjárfestasögu hér á landi. Það eru líklega fáir sem átta sig á því að markaðsvirði Oculis er um þrisvar sinnum hærra en Símans, ríflega þriðjungi meira en Eimskips og sambærilegt virði Kviku banka. Umræðan 8.10.2024 07:02
Kvartar til FDA og telur að Samsung eigi ekki að fá útskiptileika við Stelara Alvotech hefur sent inn kvörtun til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna vegna hliðstæðu keppinautarins Samsung Bioepis við Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sem íslenska líftæknilyfjafélagið telur að uppfylli ekki kröfur til að fá heimild fyrir útskiptileika. Samsung er eitt af fjórum fyrirtækjum sem hefur sett stefnuna á hliðstæðumarkað með Stelara í upphafi næsta árs en fái félagið ekki útskiptileika er sennilegt að það muni koma verulega niður á möguleikum þess að keppa um hlutdeild við sölu á lyfinu. Innherji 1.10.2024 11:14
Sparkar út frumlyfinu og mælir með hliðstæðu Alvotech við Humira Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins. Innherji 27.8.2024 19:43
Erlendur sjóður fjárfesti í Alvotech fyrir meira en tvo milljarða Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum. Innherji 21.8.2024 15:44
Gengi bréfa Alvotech rýkur upp með innkomu erlendra sjóðastýringarrisa Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag. Innherji 15.8.2024 17:39
Náð um tuttugu prósenta hlutdeild örfáum vikum eftir að salan hófst Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum. Innherji 14.8.2024 06:31
Hluthafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á söluvirði Kerecis Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári. Innherji 1.7.2024 14:41
„Nokkuð snúið“ að fá inn erlenda sjóði meðan hlutabréfaveltan er jafn lítil Góður gangur í sölu á hliðstæðu Alvotech við lyfið Humira í Bandaríkjamarkað þýðir að pantanabókin er orðin nokkuð meiri en þeir milljón skammtar sem upplýst var um fyrir fáeinum vikum, að sögn forstjóra félagsins, sem segir árið búið að „teiknast býsna vel upp.“ Í viðtali við Innherja ræðir Róbert Wessman um litla veltu með bréf félagsins í Bandaríkjunum, sem hefur skapað tæknilegar hindranir fyrir innkomu erlendra sjóða, en telur að sú staða geti snúist hratt við. Hann útilokar að Alvotech sé að fara sækja sér meira fé í reksturinn og undirstrikar að fjármögnun félagsins sé „lokið.“ Innherji 25.6.2024 14:54
Sóttu rúman milljarð í fjármögnun Líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýtt hlutafé til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum. Viðskipti innlent 24.6.2024 11:17
Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. Innherji 16.6.2024 08:36
Félag Róberts fékk um þrjá milljarða með sölu á breytanlegum bréfum á Alvotech Fjárfestingafélag í aðaleigu Róberts Wessman, forstjóra og stjórnarformanns Alvotech, hefur klárað sölu á hluta af breytanlegum bréfum sínum á líftæknilyfjafyrirtækið fyrir samtals um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir uppfærða afkomuspá Alvotech ásamt jákvæðum viðbrögðum frá erlendum greinendum hefur það ekki skilað sér í hækkun á hlutabréfaverði félagsins. Innherji 29.5.2024 17:50
Árangur Alvotech bendi til að félagið geti orðið „alþjóðlegur líftæknilyfjarisi“ Alvotech hefur fengið skuldbindandi pantanir á meira en milljón skömmtum af Simlandi-hliðstæðu sinni við Humira í Bandaríkjunum fyrir þetta ár, sem tryggir félaginu umtalsverða hlutdeild á þeim markaði að sögn Barclays, en bankinn hefur hækkað verðmat sitt á Alvotech og telur fyrirtækið á góðri leið með að verða alþjóðlegur líftæknilyfjarisi. Stjórnendur Alvotech vinna nú í endurfjármögnun á skuldum félagsins, sem nema yfir hundrað milljörðum, með það fyrir augum að lækka verulega fjármagnskostnað. Innherji 25.5.2024 12:45
Alvotech sér fram á tvöfalt meiri rekstrarhagnað miðað við spár greinenda Eftir að Alvotech hækkaði verulega áætlun sína um tekjur og afkomu á þessu ári er útlit fyrir að EBITDA-hagnaður líftæknilyfjafélagsins verði um tvöfalt meiri en meðalspá greinenda hefur gert ráð fyrir. Fjárfestar tóku vel í uppfærða afkomuspá Alvotech, aðeins tveimur mánuðum eftir að hún var fyrst birt, en félagið ætti núna að vera ná því markmiði að skila umtalsverðu jákvæðu sjóðstreymi. Innherji 22.5.2024 15:59
Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. Innherji 15.4.2024 09:40
Vogunarsjóðum Akta reitt þungt högg eftir óvænt gengisfall Alvotech Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði. Innherji 9.4.2024 10:29
Fjárfestar tóku dræmt í skilaboð Alvotech um stóran sölusamning „á næstu vikum“ Skilaboð Alvotech um stöðuna í viðræðum vegna sölusamninga vestanhafs á stuttum kynningarfundi í hádeginu ollu nokkrum vonbrigðum meðal innlendra fjárfesta og féll hlutabréfaverð félagsins skarpt strax að afloknum fundi. Félagið segist vera á „lokastigi“ með að klára samning við einn stærsta söluaðilann í Bandaríkjunum vegna líftæknilyfjahliðstæðunnar Simlandi. Innherji 3.4.2024 14:19
Alvotech í mótvindi þegar eftirspurn innlendra fjárfesta mettaðist Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið. Innherji 3.4.2024 10:55
Eydís og Þorvaldur til Genís Eydís Einarsdóttir og Þorvaldur Ingvarsson hafa verið ráðin til starfa hjá líftæknifyrirtækinu Genís á Siglufirði. Viðskipti innlent 21.3.2024 12:11
Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Viðskipti innlent 9.3.2024 13:01
Búast við að Alvotech nái „verulegri“ markaðshlutdeild eftir samþykki FDA Erlendir og innlendir greinendur hafa hækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech eftir að félagið hlaut markaðsleyfi í Bandaríkjunum og vegna tímabundins einkaréttar er líftæknilyfjafyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Teva, sagt vera í stöðu til að ná „verulegri“ markaðshlutdeild þar í landi í nálægri framtíð með sölu á hliðstæðu við Humira, að mati fjárfestingabankans Barclays. Með blessun FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech er talið að félagið muni í framhaldinu eiga auðveldara um vik að fá samþykki fyrir fleiri lyf á mikilvægasta markaði heims. Innherji 4.3.2024 15:55
Forstjóri Alvotech væntir þess að stórir sölusamningar klárist „á næstu vikum“ Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki. Innherji 27.2.2024 14:29
Evrópskir fjárfestar og lífeyrissjóðir koma að kaupum á 23 milljarða hlut í Alvotech Tveimur dögum eftir að Alvotech fékk formlegt samþykki um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf hefur íslenska líftæknilyfjafyrirtækið gengið frá sölu á bréfum í félaginu fyrir tæplega 23 milljarða, meðal annars til evrópskra fjárfesta. Fjármunirnir verða nýttir að hluta til að styrkja framleiðslugetuna en hlutabréfaverð Alvotech hefur rokið upp í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Innherji 26.2.2024 11:07
Fjárfestarnir sem veðjuðu á Alvotech – og eygja von um að hagnast ævintýralega Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós. Innherji 21.2.2024 17:34
Breskur eignastýringarrisi byggir upp stöðu í Oculis Breska eignarstýringarfélagið Standard Life Aberdeen er komið í hóp stærri hluthafa augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum og skráð á markað vestanhafs, eftir að hafa byggt upp stöðu í félaginu undir lok síðasta árs. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um nærri fimmtán prósent frá áramótum. Innherji 1.2.2024 19:41
Mælir nú með kaupum í Alvotech og hækkar verðmatið um 70 prósent Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Barclays mælir með því að fjárfestar bæti við sig í Alvotech, áður ráðlagði hann þeim að halda stöðu sinni, og hækkar verulega verðmatsgengi sitt á íslenska líftæknilyfjafélagið eftir að ljóst varð að það á von á því að fá samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf. Fjárfestar eru nú með meiri vissu um að sá fjöldi lyfja sem eru í þróun hjá Alvotech fari að skila tekjum, að sögn Barclays, sem telur félagið verða með sterka samkeppnisstöðu á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira. Innherji 29.1.2024 12:30
IFS verðmetur Alvotech 47 prósentum hærra en markaðurinn IFS greining verðmetur gengi Alvotech 47 prósentum yfir markaðsverði. Fái fyrirtækið markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu af líftæknilyfinu Humira, sem er gigtarlyf, í febrúar hækkar verðmatið þannig að það verður næstum tvöfalt hærra en markaðsvirðið er um þessar mundir. „Líftæknilyfjamarkaðurinn hefur farið ört vaxandi, í raun allt frá upphafi, sem gerir markað fyrir hliðstæðulyf einnig mjög spennandi og eftirsóknarverðan.“ Innherji 26.1.2024 13:44
Félag Róberts seldi breytanleg bréf á Alvotech fyrir um milljarð Fjárfestingafélag í aðaleigu Róbers Wessman, stofnanda og forstjóra Alvotech, seldi í síðustu viku, daginn áður en Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna lauk úttekt sinni á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins, breytanleg skuldabréf á líftæknilyfjafélagið fyrir tæplega einn milljarð króna. Bréfin voru seld með tugprósenta hagnaði frá því að þau voru keypt í lok júlí í fyrra. Innherji 24.1.2024 20:17