Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

Öruggur sigur í Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan fimm marka sigur á Færeyjum í vináttulandsleik ytra í dag, lokatölur 28-23. Liðin mætast aftur á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland á sex stórmót í handbolta á næsta ári

Evrópska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland yrði meðal þátttakenda í lokakeppni EM U19 og U17 landsliða kvenna næsta sumar. Þar með spila sex landslið Íslands á stórmóti í handbolta á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Áttunda sæti niðurstaðan eftir tap í vítakeppni

Íslenska átján ára landslið kvenna í handbolta tapaði fyrir Egyptalandi í vítakastkeppni í leiknum um 7. sætið á HM í Norður-Makedóníu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 31-31, en Egyptar unnu vítakeppnina, 4-2.

Handbolti
Fréttamynd

Íslenska liðið spilar um sjöunda sætið

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í dag í fyrri leiknum í keppni um fimmta til áttunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu.

Handbolti
Fréttamynd

Verður frá í sex til átta mánuði

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Ringköbing og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, verður frá keppni vegna mjaðmarmeiðsla næstu sex til átta mánuði.

Handbolti
Fréttamynd

„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. 

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti

Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 

Handbolti
Fréttamynd

Arnar tekur 17 leik­menn með til Serbíu

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta mætir Serbíu ytra á laugardaginn kemur, þann 23. apríl. Er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins og er ljóst að þetta er hreinn úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Gefur það sæti á Evrópumótinu sem fram fer í nóvember á þessu ári.

Handbolti
Fréttamynd

Markadrottningin utan hóps í kvöld

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn mæta Svíum í kvöld í næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Handbolti