Umhverfismál

Fréttamynd

Gefum um­hverfis­vænni jóla­gjafir

Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum.

Skoðun
Fréttamynd

Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi.

Innlent
Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna

„Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Auðvelda fólki að koma íslenskri hönnun undir jólatréð

„Nú er helsti tími verslunar fram undan og við viljum að fólk sé meðvitað um allt það fjölbreytta úrval íslenskrar hönnunar sem er á boðstólnum hér heima - fyrir heimilið, fataskápinn og undir tréð,“ segir Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs-

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hægri græn orka?

Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis­vænir jóla­sveinar

Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna.

Skoðun
Fréttamynd

Uggandi yfir nýju fyrir­komu­lagi og kalla eftir skýrum að­gerðum

Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“

Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína.

Innlent
Fréttamynd

Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs

Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbærni og hámörkun hagnaðar

Almennt er litið svo á að hagsmunir hluthafa eigi að vera í forgangi við rekstur félaga og samkvæmt íslenskum lögum ber stjórn félags að tryggja þessa hagsmuni sem best. Önnur sjónarmið kunna að koma við sögu, svo sem jafnréttis- og umhverfissjónarmið, en hafa oft á tíðum þurft að lúta í lægra haldi fyrir markmiðinu um hámörkun hagnaðar hluthafa.

Umræðan
Fréttamynd

Há­karlar og sæ­hestar í ánni Thames

Vísindamenn hafa nú uppgötvað fjölda sjávardýra í ánni Thames í Bretlandi. Dýrafræðistofnun Lúndúna sögðu ána „líffræðilega dauða“ árið 1957. Ný rannsókn sýnir að áin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“

Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Innlent
Fréttamynd

Að stunda Kintsugi

Kintsugi er heiti yfir sérstaka japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi).

Skoðun
Fréttamynd

Græn­lendingar banna úran­vinnslu

Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn.

Erlent
Fréttamynd

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Innlent