Stj.mál

Fréttamynd

Ekki marklaust plagg

Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg.

Erlent
Fréttamynd

ESB: Óvíst hvað Bretar gera

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Breytingar á ríkisstjórninni

Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn.

Innlent
Fréttamynd

Hollendingar hafni stjórnarskránni

Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni.

Erlent
Fréttamynd

Ekki áhrif á stækkun ESB

Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar.

Erlent
Fréttamynd

S-hópurinn fékk milljarða að láni

Landsbankinn lánaði félögum innan S-hópsins milljarða króna áður en bankinn var seldur Samson. Lánið var á góðum kjörum og var notað til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins í Búnaðarbankanum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sala bankanna verði rannsökuð

Stjórnarandstaðan segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta vafasöm vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru úti á landi og náðist ekki í þá.

Innlent
Fréttamynd

Forsetar ræðast við

A. P. J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Indlands kominn

Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskukrafan ekki til að stjórna

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Auglýstur að nefnd forspurðri

Ríkisstjórnin ákvað að auglýsa Búnaðarbankann til sölu um leið og Landsbankann að einkavæðingarnefnd forspurðri. Þetta segir í úttekt Fréttablaðsins á sölu ríkisins á bönkunum. Formaður Vinstri grænna krefst opinberar rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar frestun ráðherra

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar sögðu nei við Chirac

Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu.

Erlent
Fréttamynd

Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði

Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg.

Innlent
Fréttamynd

R-lista viðræðum verður framhaldið

Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. 

Innlent
Fréttamynd

Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS

Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson fundaði með S-hópnum um afdrif VÍS áður en hann keypti Landsbankann.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtabótakerfið verði ekki afnumið

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna varar við hugmyndum um afnám vaxtabótakerfisins í ályktun sem félagið sendir frá sér í dag. Þar segir einnig að vaxtabæturnar séu eitt besta tæki sem hið opinbera hafi komið á til að hjálpa einstaklingum til að koma sér þaki yfir höfuðið og dragi þar með úr útgjöldum til húsaleigubóta til lengri tíma litið.

Innlent
Fréttamynd

Vissi ekki af Búnaðarbankasölu

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði samið auglýsingu um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka eftir að hafa borist bréf frá Samson í júní 2002. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, breytti auglýsingunni eftir fund sinn og auglýsti bankana til sölu að framkvæmdanefndinni forspurðri.

Innlent
Fréttamynd

Vill henda kosningakerfunum

Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore.

Erlent
Fréttamynd

Gæti orðið mjótt á munum

Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já.

Erlent
Fréttamynd

Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug

Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík vísar alfarið á bug gagnrýni borgarstjóra á hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag í borginni. Þær byggist hvorki á hugmyndum annarra né leiði til hærra lóðaverðs.

Innlent
Fréttamynd

Styttingu náms frestað um eitt ár

Styttingu framhaldsskólanáms verður frestað um eitt ár. Endurskoðuð námsskrá tekur gildi árið 2009. Grunnskólar fá þannig lengri tíma til að undirbúa sig fyrir breytingarnar á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra tilkynnti þetta í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja innanflokksprófkjör

Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um arfleifð Hariri

Líbanar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar hurfu frá landinu með hermenn sína og leyniþjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja halda í vaxtabótakerfið

Ungir framsóknarmenn leggjast gegn því að vaxtabótakerfið verði afnumið. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna segir í ályktun að vaxtabætur séu eitt besta tækifæri sem stjórnvöld hafa til að hjálpa fólki við að koma sér þaki yfir höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdist að ræða verðið

Ekki var rætt um verðhugmyndir bjóðenda um Landsbankann fyrr en bjóðendurnir sjálfir bentu á það undir lok söluferlisins. Gripið var til þess að setja inn í ferlið "millistig" þar sem skila ætti inn verðhugmyndum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir hér frá því hvernig framkvæmdanefndin var notuð til að framkvæma vilja ráðherranna.

Innlent
Fréttamynd

Þarf tvo milljarða í bætt öryggi

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fallvölt ímynd í stjórnmálum

Hveitibrauðsdögum nýrrar forystu Samfylkingarinnar lauk á fyrsta degi eftir tímamótalandsfund um síðustu helgi. Trúverðugleikinn er á vogarskálum þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson verst ásökunum um að hafa beitt sviksamlegum vinnubrögðum í kjöri um embætti varaformanns.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Varar við byggð í eyjunum

Hugmyndir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um íbúðabyggð á eyjunum í kringum Reykjavík eru fáránlegar, segir Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndunarfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Tveir nýir sendiherrar

Utanríkisráðherra skipaði í dag þá Helga Gíslason prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson sendifulltrúa sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní næstkomandi. Helgi Gíslason réðst til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París. Sveinn Á. Björnsson réðst til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum.

Innlent