Stj.mál

Fréttamynd

Segir samráð haft við íbúa

Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Vilja einn rétt og ekkert svindl

Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að nefnd vilji fá tilboð

Talsmenn félagsins Almennings, sem stefnir að kaupum á Landssímanum, fengu engin svör á stuttum fundi í dag með starfsmönnum einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar. Agnes Bragadóttir, talsmaður félagsins, stórefast um að einkavæðingarnefnd vilji fá tilboð frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín vinsælust

Minni ánægja ríkir meðal landsmanna með störf allra ráðherra Framsóknarflokksins nú en síðasta haust, samkvæmt nýrri könnun frá Þjóðarpúlsi Gallups.

Innlent
Fréttamynd

Undrast synjun Húnvetninga

Bæjarstjórinn á Akureyri lýsir undrun yfir synjun Austur-Húnvetninga á ósk Vegagerðar um styttingu hringvegarins fram hjá Blönduósi. Krafa samfélagsins sé að stytta leiðir sem mest, ekki síst til að lækka flutningskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi

Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið.

Innlent
Fréttamynd

Áform FL Group hafi mikla þýðingu

Það hefði gríðarlega þýðingu fyrir atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og framtíð alþjóðaflugvallarins í Keflavík ef FL Group lætur verða af áformum um eigin innflutning á flugvélaeldsneyti, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll.

Erlent
Fréttamynd

Þrír eiga hlutabréf

Þingmenn Vinstri-grænna hafa birt lista yfir eignir sínar á heimasíðu sinni. Þrír þeirra eiga hlutabréf.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið standi aðeins að Rás 1

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, kemst ansi nálægt því að taka undir með þeim félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja selja Ríkisútvarpið í pistli á heimasíðu sinni í dag. „Þróunin á fjölmiðlamarkaði og sérstaklega innan ríkisútvarpsins er smátt og smátt að sannfæra mig um, að ríkið eigi í mesta lagi að láta við það eitt sitja að standa fjárhagslega (með framlagi á fjárlögum) að baki rás 1.“

Innlent
Fréttamynd

Vatnið verði í eigu þjóðarinnar

Stjórn BSRB ætlar að leggja til við stjórnarskrárnefnd að það verði bundið í stjórnarskrá lýðveldisins að vatnið í landinu verði í eigu þjóðarinnar og að aðgangur að drykkjarvatni verði talinn mannréttindi. Stjórnin hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem kveðið er á um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Ný samkeppnislög fyrir þinghlé

Ný samkeppnislög verða keyrð í gegn og lögfest fyrir sumarfrí Alþingis. Þetta varð ljóst í dag þegar stjórnarmeirihlutinn afgreiddi frumvarpið úr þingnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir sköttum á orkufyrirtæki

Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að fara að leggja tekju- og eignaskatt á orkufyrirtæki, eins og nú liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi, myndu leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi til almennings, að mati borgarráðs. Ráðið mótmælti þessum fyrirætlunum ríkisins einróma á fundi sínum í gær og benti meðal annars á að skipulagsbreytingar stjórnvalda á raforkumarkaði hafi nú þegar leitt til hækkunar á raforkuverði.

Innlent
Fréttamynd

Orkuskattur leiði til hækkana

Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að leggja tekju- og eignaskatt á orkufyrirtæki, eins og nú liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi, myndu leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi til almennings, að mati borgarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Fóru yfir skiptingu vegafjár

Áhugi þingmanna höfuðborgarsvæðisins á vegamálum virðist hafa vaknað. Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeirra á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, svo og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mættu allir á skrifstofu vegamálastjóra í dag til að fara yfir skiptingu vegafjár á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ákvörðun verði endurskoðuð

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir utanríkisráðherra, og hvetur til þess að hrundið verði þeirri ákvörðun að synja þeim sem særðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl um bætur frá Tryggingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Norðmönnum hótað málshöfðun

Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Keppast við að mæra frambjóðendur

Stuðningsfylkingum þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hlaupið kapp í kinn og seilast þær æ lengra í samlíkingum sinna frambjóðenda við göfuga menn og málefni.

Innlent
Fréttamynd

Veltir fyrir sér framboðskostnaði

Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæslumenn aldrei í fríi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra telur að íslensku friðargæsluliðarnir, sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrra, eigi rétt á bótum. <font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Vanskil minnka hjá Félagsbústöðum

Vanskil skjólstæðinga Félagsbústaða hafa minnkað um rúm tuttugu prósent frá árinu 1997. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur ástæðuna vera betri innheimtu og að skjólstæðingar sjái sér ekki annað stætt en að standa í skilum.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar aldrei í fríi

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn?

Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar.

Erlent
Fréttamynd

Má kjósa í formannskjörinu

Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Leyniskýrsla lak í Bretlandi

Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert.

Erlent
Fréttamynd

Rifist um lykilráðuneyti

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti.

Erlent
Fréttamynd

Segja spurningum ekki svarað

Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum nefndarmanna um einkavæðingu á Búnaðarbanka og Landsbanka á árunum 2002 til 2003. Því var fallist á að kalla framkvæmdanefnd um einkavæðingu, og fyrrum nefndarmenn hennar, á fund nefndarinnar að tíu dögum liðnum.

Innlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn með forystu

Verkamannaflokkurinn mælist með sjö til tíu prósentum meira fylgi en Íhaldsflokkurinn samkvæmt tveimur nýjum könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem segjast vissir um hvern þeir ætla að kjósa er munurinn hins vegar aðeins tvö prósent.

Erlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn samþykkt

Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Fjárhættuspil verði undanskilin

Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs leggur til að norrænu ríkin þrýsti á Evrópusambandið að undanþiggja fjárhættuspil þjónustutilskipun sinni. Tilgangurinn er að tryggja að löndin geti hér eftir sem hingað til sett lög um fjárhættuspil og happdrætti.

Erlent