Stj.mál Ekki í óþökk heimamanna Sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráðherraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar í gær. Innlent 13.10.2005 19:04 Sameining Samfylkingar og VG? Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fátt standa í vegi fyrir að Vinstri grænir og Samfylkingin geti sameinast í einn flokk. Ungir Vinstri grænir vilja hins vegar slíta R-lista samstarfinu og bjóða fram sér næsta vor. Innlent 13.10.2005 19:04 Fjölgað um helming í Samfylkingu Stuðningsmenn Ingibjargar söfnuðu rúmlega þrjú þúsund nýjum Samfylkingarmönnum og stuðningsmenn Össurar tvö þúsund. Tvö þúsund að auki komu í gegnum skrifstofu. Samfylkingarmönnum hefur fjölgað um rúman helming frá áramótum, úr þrettán þúsund í tuttugu. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:04 Afsögn Berlusconi? Ítalska stjórnin virðist vera að falla. Silvio Berlusconi forsætisráðherra fundar með Carlo Azeglio Ciampi forseta í dag og tilkynnir þar hvort hann telji stjórn sína enn hafa meirihluta á þingi eða hvort hann hyggist segja af sér. Erlent 13.10.2005 19:04 Varlega í skuldbindingar "Mér finnst afar varhugaverðar þær raddir sem heyrast að verðgildi Símans geti allt að fimmfaldast að útboði loknu," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Hann fagnar þeim áhuga sem almenningur í landinu hefur sýnt á að eignast fyrirtækið en segir að fara verði varlega í ályktanir um stóran hagnað þeirra sem þátt munu taka. Innlent 13.10.2005 19:04 Sorpustöðin ekki opnuð að nýju Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:04 Rannsókn á öllum einkavæðingum Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. Innlent 13.10.2005 19:04 Kaupendur Símans reki hann einnig Davíð Oddsson utanríkisráðherra er ánægður með þann áhuga sem almenningur sýnir á kaupum í Símanum. Hann vill sjá að þeir fjárfestar sem koma til með að kaupa Símann muni einnig reka fyrirtækið í framtíðinni, en selji það ekki í von um skjótfenginn gróða. Þá segir Davíð að nýja fjölmiðlaskýrslan sé bitlítil. Innlent 13.10.2005 19:04 7000 nýskráningar í Samfylkinguna Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. Innlent 13.10.2005 19:04 Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:04 Tilgangslaust að hitta Kínaforseta Forsætisráðherra Japans segir tilgangslaust að hitta forseta Kína ef það verði aðeins til þess að þeir skattyrðist. Bæði löndin krefjast þess að hitt biðjist afsökunar. Erlent 13.10.2005 19:04 Kosningarnar byggðar á trausti Tæplega tuttugu þúsund flokksmenn Samfylkingarinnar fá að um það bil viku liðinni senda heim til sín kjörseðla vegna formannskjörsins. Innlent 13.10.2005 19:04 Ítalska stjórnin heldur velli Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar. Hann hafði sagt að ef Flokkur kristilegra demókrata, sem sagði sig úr ríkisstjórninni fyrir skemmstu, kæmi ekki aftur þá myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga. Erlent 13.10.2005 19:04 Persson skóflar í sig osti Göran Persson, leiðtogi sænska Verkamannaflokksins, segist skófla í sig osti þegar hann er stressaður. Hann viðurkennir að borða mikinn ost þessa dagana því skoðanakannanir sýna að fylgi flokksins dalar stöðugt. Erlent 13.10.2005 19:04 Forskot Verkamannaflokksins eykst Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí. Erlent 13.10.2005 19:04 Bjartsýni á samstarf R-listans Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:04 Dregur úr styrk Evrópu Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu. Erlent 13.10.2005 19:04 Ósammála um sameiningu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að draumur sinn um sameiningu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé nær því að rætast nú en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir ástæðu fyrir því að flokkarnir séu í tvennu lagi. Innlent 13.10.2005 19:04 Rannsókn á sölu Búnaðarbankans Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vill að Alþingi láti fara fram opinbera rannsókn á sölu Búnaðarbankans á sínum tíma og skili þjóðinni skýrslu um málið. Innlent 13.10.2005 19:04 Vill leiða flokkinn áfram Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst áfram bjóða sig fram til formanns á komandi landsþingi flokksins sem haldið verður í október næstkomandi þrátt fyrir erfið veikindi sín undanfarin misseri. Innlent 13.10.2005 19:04 Gæti greitt fyrir Sundabraut Til greina kemur að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans í að fjármagna Sundabraut og önnur samgönguverkefni sem eru ekki í vegaáætlun. Þetta kom fram í svari Halldórs Ásgrímssonar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, samflokksmanns hans. Innlent 13.10.2005 19:04 Engin dagsetning ákveðin "Við gerðum ráð fyrir að hefja viðræður að nýju í þessum mánuði en engin dagsetning hefur verið ákveðin," segir Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, en tafir hafa orðið á viðræðum íslenska og bandarískra embættismanna um framtíð varnarsamnings landanna tveggja. Innlent 13.10.2005 19:04 Ofbjóða dylgjurnar "Mér er ómögulegt að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að senda út þátt á borð við þennan," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðtal við Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn. Innlent 13.10.2005 19:05 40 kvenráðherrar til Íslands Kvenkyns menntamálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. Innlent 13.10.2005 19:04 Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. Innlent 13.10.2005 19:04 Efla uppbyggingu háhraðanets Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. Innlent 13.10.2005 19:04 Um sjö þúsund nýir félagar Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í <em>Silfri Egils</em> skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. Innlent 13.10.2005 19:04 Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. Innlent 13.10.2005 19:04 Tími Ingibjargar ekki kominn Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum. Innlent 13.10.2005 19:04 Auka kvóta úr sameiginlegum stofni Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu. Innlent 13.10.2005 19:04 « ‹ 115 116 117 118 119 120 121 122 123 … 187 ›
Ekki í óþökk heimamanna Sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráðherraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar í gær. Innlent 13.10.2005 19:04
Sameining Samfylkingar og VG? Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fátt standa í vegi fyrir að Vinstri grænir og Samfylkingin geti sameinast í einn flokk. Ungir Vinstri grænir vilja hins vegar slíta R-lista samstarfinu og bjóða fram sér næsta vor. Innlent 13.10.2005 19:04
Fjölgað um helming í Samfylkingu Stuðningsmenn Ingibjargar söfnuðu rúmlega þrjú þúsund nýjum Samfylkingarmönnum og stuðningsmenn Össurar tvö þúsund. Tvö þúsund að auki komu í gegnum skrifstofu. Samfylkingarmönnum hefur fjölgað um rúman helming frá áramótum, úr þrettán þúsund í tuttugu. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:04
Afsögn Berlusconi? Ítalska stjórnin virðist vera að falla. Silvio Berlusconi forsætisráðherra fundar með Carlo Azeglio Ciampi forseta í dag og tilkynnir þar hvort hann telji stjórn sína enn hafa meirihluta á þingi eða hvort hann hyggist segja af sér. Erlent 13.10.2005 19:04
Varlega í skuldbindingar "Mér finnst afar varhugaverðar þær raddir sem heyrast að verðgildi Símans geti allt að fimmfaldast að útboði loknu," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Hann fagnar þeim áhuga sem almenningur í landinu hefur sýnt á að eignast fyrirtækið en segir að fara verði varlega í ályktanir um stóran hagnað þeirra sem þátt munu taka. Innlent 13.10.2005 19:04
Sorpustöðin ekki opnuð að nýju Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:04
Rannsókn á öllum einkavæðingum Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. Innlent 13.10.2005 19:04
Kaupendur Símans reki hann einnig Davíð Oddsson utanríkisráðherra er ánægður með þann áhuga sem almenningur sýnir á kaupum í Símanum. Hann vill sjá að þeir fjárfestar sem koma til með að kaupa Símann muni einnig reka fyrirtækið í framtíðinni, en selji það ekki í von um skjótfenginn gróða. Þá segir Davíð að nýja fjölmiðlaskýrslan sé bitlítil. Innlent 13.10.2005 19:04
7000 nýskráningar í Samfylkinguna Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. Innlent 13.10.2005 19:04
Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:04
Tilgangslaust að hitta Kínaforseta Forsætisráðherra Japans segir tilgangslaust að hitta forseta Kína ef það verði aðeins til þess að þeir skattyrðist. Bæði löndin krefjast þess að hitt biðjist afsökunar. Erlent 13.10.2005 19:04
Kosningarnar byggðar á trausti Tæplega tuttugu þúsund flokksmenn Samfylkingarinnar fá að um það bil viku liðinni senda heim til sín kjörseðla vegna formannskjörsins. Innlent 13.10.2005 19:04
Ítalska stjórnin heldur velli Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar. Hann hafði sagt að ef Flokkur kristilegra demókrata, sem sagði sig úr ríkisstjórninni fyrir skemmstu, kæmi ekki aftur þá myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga. Erlent 13.10.2005 19:04
Persson skóflar í sig osti Göran Persson, leiðtogi sænska Verkamannaflokksins, segist skófla í sig osti þegar hann er stressaður. Hann viðurkennir að borða mikinn ost þessa dagana því skoðanakannanir sýna að fylgi flokksins dalar stöðugt. Erlent 13.10.2005 19:04
Forskot Verkamannaflokksins eykst Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí. Erlent 13.10.2005 19:04
Bjartsýni á samstarf R-listans Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:04
Dregur úr styrk Evrópu Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu. Erlent 13.10.2005 19:04
Ósammála um sameiningu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að draumur sinn um sameiningu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé nær því að rætast nú en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir ástæðu fyrir því að flokkarnir séu í tvennu lagi. Innlent 13.10.2005 19:04
Rannsókn á sölu Búnaðarbankans Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vill að Alþingi láti fara fram opinbera rannsókn á sölu Búnaðarbankans á sínum tíma og skili þjóðinni skýrslu um málið. Innlent 13.10.2005 19:04
Vill leiða flokkinn áfram Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst áfram bjóða sig fram til formanns á komandi landsþingi flokksins sem haldið verður í október næstkomandi þrátt fyrir erfið veikindi sín undanfarin misseri. Innlent 13.10.2005 19:04
Gæti greitt fyrir Sundabraut Til greina kemur að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans í að fjármagna Sundabraut og önnur samgönguverkefni sem eru ekki í vegaáætlun. Þetta kom fram í svari Halldórs Ásgrímssonar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, samflokksmanns hans. Innlent 13.10.2005 19:04
Engin dagsetning ákveðin "Við gerðum ráð fyrir að hefja viðræður að nýju í þessum mánuði en engin dagsetning hefur verið ákveðin," segir Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, en tafir hafa orðið á viðræðum íslenska og bandarískra embættismanna um framtíð varnarsamnings landanna tveggja. Innlent 13.10.2005 19:04
Ofbjóða dylgjurnar "Mér er ómögulegt að skilja hvaða hvatir liggja að baki því að senda út þátt á borð við þennan," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðtal við Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn. Innlent 13.10.2005 19:05
40 kvenráðherrar til Íslands Kvenkyns menntamálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. Innlent 13.10.2005 19:04
Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. Innlent 13.10.2005 19:04
Efla uppbyggingu háhraðanets Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. Innlent 13.10.2005 19:04
Um sjö þúsund nýir félagar Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í <em>Silfri Egils</em> skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. Innlent 13.10.2005 19:04
Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. Innlent 13.10.2005 19:04
Tími Ingibjargar ekki kominn Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum. Innlent 13.10.2005 19:04
Auka kvóta úr sameiginlegum stofni Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu. Innlent 13.10.2005 19:04