Stj.mál

Fréttamynd

Fékk um 75 þúsund fyrir álit

Forsætisráðuneytið greiddi Eiríki Tómassyni, lagaprófessor við Háskóla Íslands, 74.700 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, fyrir lögfræðiálit sem hann vann fyrir ráðuneytið um lögmæti þess að styðja innrásina í Írak án samþykkis utanríkismálanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Ágúst verði varaformaður

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna hvetur Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, til að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundinum í maí. Aðspurður segist Ágúst Ólafur vera jákvæður og ánægður með stuðnig unga fólksins. Hann segist ætla að taka ákvörðun fljótlega en fyrst þurfi hann að hugsa málið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja endurskoða takmarkanir

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að strax sé komið í ljós að eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Til þess að pólitísk sátt náist um frumvarp um fjölmiðlalög verði allir flokkar að koma að smíði þess.</font /></b /><font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Vilja Ágúst Ólaf sem varaformann

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, hvetur þingmanninn Ágúst Ólaf Ágústsson til að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundinum í Maí. </font />

Innlent
Fréttamynd

Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg

Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Innlent
Fréttamynd

Styður hugmyndir um kaup Símans

Þingflokkur Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við hugmynd Agnesar Bragadóttur blaðamanns um að almenningur á Íslandi stofni félag kjölfestufjárfestis og geri í sameiningu tilboð í 45% eignahlut Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti meðal stjórnarliða

Tveir stjórnarliðar segjast ekki styðja samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Annar vegna þess að loforð séu svikin, hinn vegna þess að fjármunum til framkvæmda sé misskipt.

Innlent
Fréttamynd

Styðja ekki samgönguáætlun

Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarhópi gert erfitt fyrir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að ummæli Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, um að uppskera framtíðarhóps Samfylkingarinnar verði rýr séu ótímabær og ósmekkleg. Hún segir ummæli hans gera hópnum erfitt fyrir í aðdraganda landsfundar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki HR í Vatnsmýrina

Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík,sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún furðar sig á þeirri ákvörðun R-listans að bjóða Háskóla Reykjavíkur eitt dýrmætasta útivistarsvæði Reykjavíkurborgar, Vatnsmýrina, undir byggingu nýs húsnæðis HR.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um skýrslu en rifist um RÚV

Rætt var um fjölmiðla á Alþingi í gær þegar menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar og mælti fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið. Meiri sátt ríkti um skýrsluna en frumvarpið sem stjórnarandstaðan lýsti óánægju sinni með.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlamál rædd á þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í dag skýrslu fjölmiðlanefndarinnar á Alþingi og fara nú fram umræður um hana á þinginu. Ráðherra sagði mikilvægt að fram færi víðtæk og málefnaleg umræða um þær tillögur sem lagðar væru fram af fjölmiðlanefndinni og hvatti hún fjölmiðla til þess að axla ábyrgð með svipuðum hætti og stjórnmálamenn gerðu með því að ná þvertpólitískri sátt um málið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja annars konar stóriðju

Á nýafstöðnum aðalfundi Samfylkingarinnar í Eyjafirði þar sem ályktað var um atvinnumál og byggðaþróun vekur athygli að ekki er minnst á nýtt álver. Í ályktuninni segir að efla skuli stóriðju við Eyjafjörð í formi menntunar, ferðaþjónustu, heilbrigðismála og matvælaiðnaðar svo sem bláskeljaræktunar en ekki er minnst á álver.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti Norðmanna hlynntur ESB

Meirihluti Norðmanna er nú hlynntur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnum sem gerð var fyrir norska ríkissjónvarpið og dagblaðið <em>Aftenposten</em>. 58 prósent Norðmanna vilja ganga í ESB og hefur stuðningur við það ekki mælst meiri síðan í maí í fyrra. Norðmenn hafa sem kunngt er tvisvar hafnað inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst árið 1971 og svo aftur árið 1994.

Erlent
Fréttamynd

Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum

Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir stöðu Húsavíkur

<font face="Helv"> </font>"Þetta staðfestir einfaldlega það sem við teljum okkur vita um vilja íbúa hér á svæðinu til að fá hingað orkufrekan iðnað," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Hann vísar þar til könnunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um viðhorf íbúa á Norðurlandi til stóriðju.

Innlent
Fréttamynd

Hljóðmanir verði settar upp

Yfirvöld í Kópavogi segja aðstæður við Kópavogsbrúna áhyggjuefni, en bifreið valt þar um helgina og endaði inni í garði fjölbýlishúss við brúna. Kópavogsbær hefur ráðgert að setja upp hljóðmanir á svæðinu en málið strandar á Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Efling RÚV geri fjölmiðlalög óþörf

Sex þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu í desember þar sem segir að bregðast megi við þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi með því að efla Ríkisútvarpið. Með því að efla Ríkisútvarpið þurfi ekki að setja lög um einkafjölmiðla. Nú lýsir Samfylkingin stuðningi við tillögur um lagasetningu á fjölmiðla.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Segir ummæli ósmekkleg og ótímabær

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að ummæli Össurar Skarphéðinssonar formanns um að fátt nýtt komi frá framtíðarhópi flokksins séu ósmekkleg og ótímabær. Össur lét ummælin falla í Silfri Egils á Stöð 2 í gær þegar hann gagnrýndi vinnubrögð framtíðarhópsins, en Ingibjörg Sólrún fer fyrir hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisritskoðun ekki á dagskrá

Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun.

Innlent
Fréttamynd

Vill taka þátt í stjórnarsamstarfi

Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir vilja sínum til að starfa með nýrri ríkisstjórn landsins. Hann hafði áður sagst ætla að sitja í stjórnarandstöðu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í Írak í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli Kínverja breiðast hratt út

Mótmæli Kínverja gegn Japönum breiðast hratt út og þúsundir héldu áfram að mótmæla í dag víðsvegar í Kína. Aðsetur japanskra fyrirtækja eru grýtt og japanski fáninn brenndur. Japanar heimta afsökunarbeiðni.

Erlent
Fréttamynd

Össur sendir Ingibjörgu sneið

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir fátt nýtt koma frá framtíðarhópi flokksins en honum stýrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, keppinautur hans um formannssætið í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Neita afskiptum af Samfylkingunni

Forsvarsmenn Plússins.is segjast ekki hafa skipt sér af innanflokksmálum Samfylkingarinnar eins og stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar í formannskjöri flokksins hafa haldið fram.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Össurar mótmæla

Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar í formannskjöri Samfylkingarinnar mótmæla afskiptum fyrirtækisins Plúsinn.is af innanflokksmálum Samfylkingarinnar og benda á að fyrirtækið hafi sent frá sér áróður í formi skoðanakönnunar í þágu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Innlent
Fréttamynd

Vopnahléið kvatt?

Palestínskir skæruliðar hafa hafið árásir á landnemabyggðir gyðinga á Gaza eftir að ísraelskir hermenn drápu þrjá Palestínumenn við Rafah-flóttamannabúðirnar fyrr í dag. Útlit er því fyrir að vopnahléi Palestínumanna og Ísraela, sem komið var á í febrúar, sé lokið.

Erlent
Fréttamynd

Tveir Palestínumenn drepnir

Ísraelskir hermenn drápu tvo Palestínumenn við Rafah-flóttamannabúðirnar á Gaza í dag. Að sögn talsmanns Ísraelshers nálguðust mennirnir við þriðja mann varðstöð hersins við landamæri Ísraels og sinntu engu viðvörunarskotum hermanna.

Erlent
Fréttamynd

Enginn þarf að taka við styrkjum

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi landssambands kúabænda í dag að enginn væri neyddur til að taka við styrkjum frá ríkinu. Jafnframt sagði hann ekki vera bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins en miklar umræður hafa verið um nýja mjólkursamlagið, Mjólku ehf., sem hyggst framleiða osta án styrkja ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

6 milljarða niðurskurður

Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki söguleg sátt í fjölmiðlamáli

Því fer fjarri að söguleg sátt ríki um tillögur fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir í ályktun Frjálshyggjufélagsins. Þótt ýmis sósíalísk viðhorf hafi verið sætt með nýjum hugmyndum um skerðingu á tjáningarfrelsi frá fjölmiðlanefnd eru frelsisunnendur ekki sáttir, segja félagsmenn.

Innlent