Stj.mál

Fréttamynd

Undirbúa aðildarviðræður en ...

„Framsóknarflokkurinn á þegar að hefja vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar.“ Á þessa leið hljóðar texti ályktunar Framsóknarflokksins um Evrópumál.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkasveitum verði útrýmt

Ariel Sharon vill að Palestínumenn útrými hryðjuverkasveitum í eitt skipti fyrir öll. Annars sér hann engan tilgang í viðræðum og segir Ísraelsmenn þá verða að grípa til aðgerða. Ahmed Queria, forsætisráðherra Palestínu, segir að ef Ísraelsmenn ákveði að slíta sambandi sínu við Palestínumenn sé það þeirra val.

Erlent
Fréttamynd

Kynjakvóti samþykktur

Framsóknarmenn samþykktu á flokksþinginu í gær ákvæði um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægra en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins, sem og við val á framboðslista.

Innlent
Fréttamynd

Átakamikið flokksþing

Hörð átök voru um stór mál á flokksþingi framsóknarmanna. Mestu deilurnar voru um Evrópumál. Evrópusinnar bökkuðu mikið frá upphaflegum drögum að ályktun en fengu grundvallaratriði í gegn. Formaðurinn segir umboð flokksins skýrt. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Afgreiðsla ályktana að hefjast

Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf.

Innlent
Fréttamynd

Vilja undirbúa aðildarviðræður

Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hörð átök um Evrópustefnuna

Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Powell: Of fáir hermenn í Írak

Fleiri hermenn hefði þurft til að taka á ástandinu að loknum stríðinu í Írak, segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann telur að Bandaríkjastjórn verði að leggja sig fram við að bæta samskiptin við Evrópuríki.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn fylgjast með flokksþingi

Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Harður ágreiningur á flokksþinginu

Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun.

Innlent
Fréttamynd

Powell talar um ráðherraárin

Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt.

Erlent
Fréttamynd

Formannskjör ekki útilokað

Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Öryrkjar heyri undir félagsmál

Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sþ leita morðingja Hariris

Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni.

Erlent
Fréttamynd

Klára skuldir vegna Tímans

Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vill fækka ráðuneytum

Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn fjármálaráðherra Frakklands

Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann fráfarandi viðurkennir að hafa gert rangt í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun en franskir fjölmiðlar fá um leið sneið frá honum.

Erlent
Fréttamynd

Kunni ekki við afskipti Bush

Vladímir Pútin Rússlandsforseti segist ánægður með fund sinn með George Bush Bandaríkjaforseta, þótt hann kunni ekki við afskiptin af þróun lýðræðis í Rússlandi. </font />

Erlent
Fréttamynd

Ekki aðildarviðræður við ESB

Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýju framsóknarfélögin fá aðild

Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki aðildarviðræður að ESB

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Nýstárleg nálgun við byggðamál

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina.

Innlent
Fréttamynd

Neysla einstæðra milljón umfram te

Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vill aðildarviðræður við ESB

Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hrifinn af ályktun um ESB

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er ekki hrifinn af tillögu um að flokksþing Framsóknarflokksins álykti að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um friðargæsluna

Alþingiskonur stjórnarandstöðunnar deildu hart á íslensku friðargæsluna í dag og sögðu hana skilgetið afkvæmi karla. Konum hefur fækkað í friðargæslunni enda verkefnaval hennar konum í óhag eins og ný skýrsla leiðir í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Ályktunardrög fara víða

Drög fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um að hefja beri aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili hafa farið víða. Erlendar fréttastofur hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og spurst fyrir um þessi sinnaskipti íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum.

Innlent
Fréttamynd

Færri tækifæri fyrir konur

Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Íbúðalánasjóð út af markaði

"Frelsinu fylgir ábyrgð og bankarnir verða að axla þá ábyrgð gagnvart markaðnum til langtíma," segir Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins, en hann hefur ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna, farið hvað hörðustu orðum um Samtök banka og sparisjóða og aðför þeira að Íbúðalánasjóði.

Innlent