Stj.mál

Fréttamynd

Lagasetning ekki til umræðu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að lagasetning hafi ekki verið til umræðu þegar kennaradeilan var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór benti á að það væri fundur hjá sáttasemjara í dag: "Við verðum að bíða og sjá hvað gerist þar og hvort deiluaðilar sjá ekki flöt á því að leysa þessa deilu."

Innlent
Fréttamynd

Leið vel í útsendingunni

Áratugur er í dag liðinn frá afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar úr embætti félagsmálaráðherra. Hann spáir Þórólfi Árnasyni bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði fyrir sjálfstæðismenn

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins valdi talsverðum vonbrigðum.

Innlent
Fréttamynd

Lagasetning ekki útilokuð

Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan elur á falsvonum

Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin stærsti flokkurinn

Vinstriflokkarnir tveir myndu bæta mikið við sig og ná meirihluta á alþingi ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var nú um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir á flugi

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar.

Innlent
Fréttamynd

Flestir vilja Kristin í nefndir

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur þeirri ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma á laugardag. Tæp átján prósent þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi þessari ákvörðun, en rúmlega 82 prósent andvíg.

Innlent
Fréttamynd

Afborganirnar léttast umtalsvert

Lækkun endurgreiðsluhlutfalls lána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um eitt prósentustig kemur sér vel fyrir skuldunauta sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn fagnar könnun

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn leysi ágreininginn

Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hvetur þingflokkinn til að leysa þann ágreining sem uppi hefur verið innan hans þannig að allir þingmenn flokksins hafi eðlilega aðstöðu til starfa. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á kjördæmisþinginu í Borgarnesi í dag með lófataki.

Innlent
Fréttamynd

VG stendur fast á sínu

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Vinstri-grænir krefjist þess að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, láti af embætti vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Félagsfundur Vinstr-grænna í Reykjavíkur fer fram á þriðjudagskvöld og þá er talið að flokkurinn taki formlega afstöðu í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sáttatónn í þingflokki Framsóknar

Framsóknarmenn á kjördæmisþingi í Norðvesturkjördæmi sem fór fram í Borgarnesi í gær hvöttu þingflokk framsóknarmanna til að leysa ágreining sem uppi hefur verið innan hans. Þingflokkur ákvað við upphaf þings í haust að kjósa Kristin H. Gunnarsson í engar þingnefndir fyrir hönd flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Biður fólk um traust

Þórólfur Árnason borgarstjóri berst fyrir pólitískri framtíð sinni vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Þórólfur bað um frest til að útskýra sína hlið á málinu. Maðurinn sem Guðmundur Hörður Guðmundsson og Árni Snævarr, blaðamenn Fréttablaðsins, hittu að máli er maður í baráttuhug.

Innlent
Fréttamynd

Verður ekki hrakinn úr flokknum

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Búist við átakafundi hjá Framsókn

Búist er við átakafundi á fyrsta degi kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem haldið er í Borgarnesi, þar sem fjöldi félaga hefur lýst andstöðu við þá meðferð sem Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður fékk hjá þingflokknum þegar honum var vikið úr öllum nefndum.

Innlent
Fréttamynd

Sagði af sér formennsku

Andrés Sigmundsson sagði af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og verkefnastjórn Menningarhúss í Vestmannaeyjum eftir að upp komst um viljayfirlýsingu sem hann undirritaði um að kaupa hús í bænum fyrir 154 milljónir fyrir tæpum mánuði síðan.

Innlent
Fréttamynd

Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá því í ávarpi sínu til kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi að sátt hefði náðst milli stjórnarflokkanna um að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána úr 4,75 prósentum af tekjum í 3,75 prósent. Þetta á við um ný lán og greiðslur af gömlum lánum eftir að frumvarp þessa efnis tekur gildi.

Innlent
Fréttamynd

Ný fjölmiðlanefnd skipuð

Menntamálaráðherra skipaði í dag nýja fjölmiðlanefnd. Eins og fyrri fjölmiðlanefnd er Karl Axelsson formaður nefndarinnar en aðrir í henni eru ...

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur neitaði að hætta

Þórólfur Árnason borgarstjóri neitaði að láta af störfum borgarstjóra á átakafundi með borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans í fyrrakvöld. Á fundinum var lögð fram tillaga um að Þórólfur hætti og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi yrði borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur í samráði um verð til almennings

Nafn Þórólfs Árnasonar kemur 127 sinnum fyrir í niðurstöðu Samkeppnisráðs vegna verðsamráðs olíufélaganna. Samkvæmt henni virðist hann hafa tekið virkan þátt í samráði um verðlagningu á bensíni og tilboð vegna útboða stærri viðskiptavina. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Dagur verði borgarstjóri

Innan Reykjavíkurlistans liggur fyrir tillaga um að Dagur B. Eggertsson taki við starfi borgarstjóra. Vera Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, í útlöndum er talin hafa tafið ákvarðanatöku flokkanna sem að listanum standa.

Innlent
Fréttamynd

Arftaka Þórólfs leitað

Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld hækki um 42 prósent

Gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur mun hækka um allt að 42 prósent samkvæmt tillögu sem leikskólaráð hefur samþykkt. Borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi sínum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Veðjað á Hillary sem næsta forseta

Breskir veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um hver verði kosinn forseti Bandaríkjanna eftir fjögur ár. Hvort tveggja Ladbrokes og William Hill telja mestar líkur á að Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York og fyrrum forsetafrú, standi uppi sem sigurvegari.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar juku meirihluta sinn

Repúblikanar tryggðu sér í fyrrinótt áframhaldandi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og bættu við sig þingsætum bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni.

Erlent
Fréttamynd

Lýðræðið á undanhaldi

Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi alþingismaður flutti Norðurlandaráðsþingi í gær niðurstöður starfshóps um lýðræði þar sem dregin er upp dökk mynd af stöðu stjórmálaflokka á Norðurlöndum. " </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir vegna stjórnkerfisbreytinga

Starfsfólki Aflvaka og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp störfum vegna breytinga á stjórnkerfi borgarinnar. Ellefu manns vinna hjá stofnununum en þær verða lagðar niður að hluta og færðar á skrifstofu borgarstjóra vegna stjórnkerfisbreytinganna. Uppsagnirnar taka gildi 1. febrúar á næsta ári.

Innlent