Stj.mál Engir fundir verið boðaðir Engir formlegir fundir hafa verið boðaðir á meðal þingmanna framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um helgina til að ræða fjölmiðlafrumvarpið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að nú sé kröftum eytt í það að leita sátta og að menn ræði mikið saman í síma. Innlent 13.10.2005 14:25 Milljarðatugir í húfi Skilvirk starfsemi stofnana og útboð vissra þátta getur lækkað kostnað um fimmtán prósent og upp úr. Hérlendis gæti slíkt skilað allt að tuttugu milljörðum króna í sparnað segir formaður Verslunarráðs. Innlent 13.10.2005 14:25 Afsögn forsætisráðherra Palestínu Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, tilkynnti ríkisstjórn sinni í dag að hann hygðist láta af embætti. Hann greindi Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá ákvörðun sinni á fundi í morgun en Arafat neitaði að samþykkja hana. Erlent 13.10.2005 14:25 37% fylgjandi innrásinni í Írak Einungis 37 prósent Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að George Bush, forseti landsins, hafi breytt rétt þegar hann ákvað að ráðast inn í Írak. 51 prósent þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki átt að ráðast til atlögu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið <em>The New York Times</em> og sjónvarpsstöðin CBS birtu í dag. Erlent 13.10.2005 14:25 Stuðningur í Reykjavík norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu. Innlent 13.10.2005 14:25 Spá miklum hækkunum Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004. Innlent 13.10.2005 14:25 Forsætisráðherrann segir af sér Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér nú fyrir stundu og tilkynnti hann Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, ákvörðun sína. Arafat neitaði hins vegar að taka við afsögninni. Fundur stendur nú yfir á meðal ráðamanna þjóðarinnar. Erlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25 Enginn fundur fyrr en eftir helgi Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Innlent 13.10.2005 14:25 Öryggisráðið fundar um múrinn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Erlent 13.10.2005 14:25 Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25 Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Innlent 13.10.2005 14:25 Verkamannaflokkurinn fær á baukinn Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Erlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarandstaðan krefst fundar Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25 Siniscalco settur ráðherra Domenico Siniscalco mun verða settur efnahags- og viðskiptaráðherra Ítalíu í dag að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan ítölsku stjórnarinnar. Erlent 13.10.2005 14:25 Heimdallur vill skattalækkanir Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn til að lækka skatta nú á sumarþinginu. Í yfirlýsingu frá Heimdalli í dag segir að þingstörfin hafi verið róleg undanfarið og ekkert sé því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar. Innlent 13.10.2005 14:25 Óskhyggja eða breyttar forsendur? Talsverður munur er á fjárlögum og endanlegri niðurstöðu á rekstri ríkissjóðs. Stjórnarandstæðingar segja fjárlögin blekkingu eina en stjórnarliðar segja margt geta komið upp á sem breytir forsendum fjárlaganna. Innlent 13.10.2005 14:24 Stjórnarsamstarfið traust Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst. Innlent 13.10.2005 14:25 Sex milljarða halli Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunarvanda. Þingmaður Samfylkingar segir ríkisforstjóra stundum þurfa að velja á milli tveggja tegunda lögbrota vegna fjárskorts. Innlent 13.10.2005 14:25 Heldur að ríkisstjórnin falli ekki Utanríkisráðherra telur fjölmiðlamálið ekki þannig mál að það felli ríkisstjórnina. Hann segir sig og forsætisráðherra samstíga um að finna lausn. Forsætisráðherra segir allsherjarnefnd ekki lagðar línur. Hann fundaði með sjálfstæðismönnum nefndarinnar fyrr um daginn. Innlent 13.10.2005 14:25 Hefur helgina til að finna lausn Halldór Ásgrímsson gerði Davíð Oddssyni grein fyrir sjónarmiðum framsóknarmanna í fjölmiðlamálinu. Framsóknarmenn vilja að núverandi frumvarp verði dregið til baka. Leitað verður lausnar á málinu í næstu viku. Innlent 13.10.2005 14:25 Formennirnir sitja enn á fundi Formenn stjórnarflokkanna sitja enn á fundi í stjórnarráðinu og ræða breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins kom til Reykjavíkur eftir hádegið og gekk á fund Davíðs í stjórnarráðinu um þrjúleytið. Innlent 13.10.2005 14:25 Fagna ummælum ráðherra Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. Innlent 13.10.2005 14:24 Stjórnskipuleg valdníðsla Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri "stjórnskipuleg valdníðsla" og að hún hefði "bundið hendur forseta". Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:24 Ánægður með viðsnúning Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis, er ánægður með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi lýst afráttarlausri skoðun á upptöku skólagjalda í Háskóla Íslands en hún varar við upptöku skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi. Innlent 13.10.2005 14:24 Minni festa en víða erlendis Fjármálaráðherra hafnar því að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins sé jafn slæm og lesa má um í skýrslu Ríkisendurskoðunar en segir að þó megi bæta hana. Einar Már Sigurðarson segir fjárlagaferlið meingallað. Innlent 13.10.2005 14:24 Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. Innlent 13.10.2005 14:24 Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Innlent 13.10.2005 14:24 Ekki skólagjöld í grunnnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum. Innlent 13.10.2005 14:24 Heimilt að fella lögin úr gildi Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. Innlent 13.10.2005 14:24 « ‹ 176 177 178 179 180 181 182 183 184 … 187 ›
Engir fundir verið boðaðir Engir formlegir fundir hafa verið boðaðir á meðal þingmanna framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um helgina til að ræða fjölmiðlafrumvarpið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að nú sé kröftum eytt í það að leita sátta og að menn ræði mikið saman í síma. Innlent 13.10.2005 14:25
Milljarðatugir í húfi Skilvirk starfsemi stofnana og útboð vissra þátta getur lækkað kostnað um fimmtán prósent og upp úr. Hérlendis gæti slíkt skilað allt að tuttugu milljörðum króna í sparnað segir formaður Verslunarráðs. Innlent 13.10.2005 14:25
Afsögn forsætisráðherra Palestínu Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, tilkynnti ríkisstjórn sinni í dag að hann hygðist láta af embætti. Hann greindi Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá ákvörðun sinni á fundi í morgun en Arafat neitaði að samþykkja hana. Erlent 13.10.2005 14:25
37% fylgjandi innrásinni í Írak Einungis 37 prósent Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að George Bush, forseti landsins, hafi breytt rétt þegar hann ákvað að ráðast inn í Írak. 51 prósent þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki átt að ráðast til atlögu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið <em>The New York Times</em> og sjónvarpsstöðin CBS birtu í dag. Erlent 13.10.2005 14:25
Stuðningur í Reykjavík norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu. Innlent 13.10.2005 14:25
Spá miklum hækkunum Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004. Innlent 13.10.2005 14:25
Forsætisráðherrann segir af sér Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér nú fyrir stundu og tilkynnti hann Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, ákvörðun sína. Arafat neitaði hins vegar að taka við afsögninni. Fundur stendur nú yfir á meðal ráðamanna þjóðarinnar. Erlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25
Enginn fundur fyrr en eftir helgi Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Innlent 13.10.2005 14:25
Öryggisráðið fundar um múrinn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Erlent 13.10.2005 14:25
Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25
Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Innlent 13.10.2005 14:25
Verkamannaflokkurinn fær á baukinn Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Erlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarandstaðan krefst fundar Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25
Siniscalco settur ráðherra Domenico Siniscalco mun verða settur efnahags- og viðskiptaráðherra Ítalíu í dag að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan ítölsku stjórnarinnar. Erlent 13.10.2005 14:25
Heimdallur vill skattalækkanir Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn til að lækka skatta nú á sumarþinginu. Í yfirlýsingu frá Heimdalli í dag segir að þingstörfin hafi verið róleg undanfarið og ekkert sé því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar. Innlent 13.10.2005 14:25
Óskhyggja eða breyttar forsendur? Talsverður munur er á fjárlögum og endanlegri niðurstöðu á rekstri ríkissjóðs. Stjórnarandstæðingar segja fjárlögin blekkingu eina en stjórnarliðar segja margt geta komið upp á sem breytir forsendum fjárlaganna. Innlent 13.10.2005 14:24
Stjórnarsamstarfið traust Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst. Innlent 13.10.2005 14:25
Sex milljarða halli Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunarvanda. Þingmaður Samfylkingar segir ríkisforstjóra stundum þurfa að velja á milli tveggja tegunda lögbrota vegna fjárskorts. Innlent 13.10.2005 14:25
Heldur að ríkisstjórnin falli ekki Utanríkisráðherra telur fjölmiðlamálið ekki þannig mál að það felli ríkisstjórnina. Hann segir sig og forsætisráðherra samstíga um að finna lausn. Forsætisráðherra segir allsherjarnefnd ekki lagðar línur. Hann fundaði með sjálfstæðismönnum nefndarinnar fyrr um daginn. Innlent 13.10.2005 14:25
Hefur helgina til að finna lausn Halldór Ásgrímsson gerði Davíð Oddssyni grein fyrir sjónarmiðum framsóknarmanna í fjölmiðlamálinu. Framsóknarmenn vilja að núverandi frumvarp verði dregið til baka. Leitað verður lausnar á málinu í næstu viku. Innlent 13.10.2005 14:25
Formennirnir sitja enn á fundi Formenn stjórnarflokkanna sitja enn á fundi í stjórnarráðinu og ræða breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins kom til Reykjavíkur eftir hádegið og gekk á fund Davíðs í stjórnarráðinu um þrjúleytið. Innlent 13.10.2005 14:25
Fagna ummælum ráðherra Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. Innlent 13.10.2005 14:24
Stjórnskipuleg valdníðsla Lögspekingar sem komu á fund allsherjarnefndar í gær sögðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri "stjórnskipuleg valdníðsla" og að hún hefði "bundið hendur forseta". Aðrir töldu hana standast stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:24
Ánægður með viðsnúning Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis, er ánægður með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi lýst afráttarlausri skoðun á upptöku skólagjalda í Háskóla Íslands en hún varar við upptöku skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi. Innlent 13.10.2005 14:24
Minni festa en víða erlendis Fjármálaráðherra hafnar því að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins sé jafn slæm og lesa má um í skýrslu Ríkisendurskoðunar en segir að þó megi bæta hana. Einar Már Sigurðarson segir fjárlagaferlið meingallað. Innlent 13.10.2005 14:24
Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. Innlent 13.10.2005 14:24
Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Innlent 13.10.2005 14:24
Ekki skólagjöld í grunnnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum. Innlent 13.10.2005 14:24
Heimilt að fella lögin úr gildi Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. Innlent 13.10.2005 14:24