Stj.mál Sameiginlegt framboð í Garðabæ Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Garðabæ hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Efnt verður til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sæti framboðslistans fyrir janúarlok og verður það bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. Innlent 23.10.2005 15:01 Dæmt til að borga starfsmanni laun Fyrirtækið Norðan heiða á Hvammstanga verður að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Starfsmanninum var sagt upp störfum vorið 2004 og skömmu eftir uppsögnina lét hann af störfum. Hann og yfirmann hans greindi á um hvort starfslokin væru að ósk starfsmannsins eða fyrirtækisins og höfðaði hann mál til að fá greidd laun í uppsagnarfresti. Innlent 23.10.2005 15:01 Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. Innlent 23.10.2005 15:01 Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Hafi ekki fengið syndakvittun Stjórnarandstæðingar segja af og frá að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi fengið syndakvittun, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis kanni ekki að eigin frumkvæði, hvort ráðherra hafi verið vanhæfur þegar kom að sölu Búnaðarbankans. Innlent 23.10.2005 15:01 Framboð verði með minni kostnaði Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð samstöðu um að standa við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinu þjóðanna en að það verði gert með minni tilkostnaði. Geir gekk á fund utanríkismálanefndar klukkan ellefu í morgun, til að tilkynna nefndinni um afstöðu sína í málinu en áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 23.10.2005 15:01 Opna tilboð í eignir og skuldir LL Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun í dag opna tilboð í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins í viðurvist allra bjóðenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Ákveðið var á Alþingi í vor að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda hans, en frá 20. júní síðastliðnum hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Vinsældir Villepin aukast Forsætisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, mælist nú í fyrsta sinn með meira persónulegt fylgi en innanríkisráðherra landsins, Nicolas Sarkozy, en talið er að þeir muni keppa um forsetaembættið í Frakklandi árið 2007. Innlent 23.10.2005 15:01 Látið verði af tortryggni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 15:00 Slagurinn um þriðja sætið Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar. Innlent 23.10.2005 15:00 Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. Innlent 23.10.2005 15:00 Dagur útilokar ekki framboð Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum. Innlent 23.10.2005 15:00 Fiskistofa flutt í Hafnarfjörð Eitt síðasta verk Árna Mathiesen, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Fiskistofa hefur verið staðsett í Höfn við Ingólfsstræti frá 1992 og þar starfa 94 starfsmennn auk 33 veiðieftirlitsmanna. Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði eru einnig starfrækt útibú á Ísafirði og Akureyri. Innlent 23.10.2005 15:00 Valgerður þingaði með Jónínu Ben. Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Valgerður segist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Innlent 23.10.2005 15:00 Mótmæla uppsögnum á Siglufirði Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Símans að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum í ályktun sem ráðið sendir frá sér í dag. Þar er bent á að á tímum geti Siglufjörður verið einangraður staður og gríðarlega mikilvægt sé að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál. Innlent 23.10.2005 15:00 Bregðist við fréttum Fréttablaðs Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. Innlent 23.10.2005 15:00 Krefur ráðuneytið um upplýsingar Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki einhugur um sameiningu Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:00 Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:00 Geir hættir í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. Innlent 23.10.2005 15:00 Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Sigríður Anna samstarfsráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Vill kosningabandalag á Ísafirði Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn. Innlent 23.10.2005 15:00 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00 Sigríður Dúna verður sendiherra Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku. Innlent 23.10.2005 15:00 Mótmælir aðkomu ríkis og borgar Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð. Innlent 23.10.2005 15:00 Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Innlent 23.10.2005 15:00 2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58 Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 187 ›
Sameiginlegt framboð í Garðabæ Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Garðabæ hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Efnt verður til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sæti framboðslistans fyrir janúarlok og verður það bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. Innlent 23.10.2005 15:01
Dæmt til að borga starfsmanni laun Fyrirtækið Norðan heiða á Hvammstanga verður að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Starfsmanninum var sagt upp störfum vorið 2004 og skömmu eftir uppsögnina lét hann af störfum. Hann og yfirmann hans greindi á um hvort starfslokin væru að ósk starfsmannsins eða fyrirtækisins og höfðaði hann mál til að fá greidd laun í uppsagnarfresti. Innlent 23.10.2005 15:01
Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. Innlent 23.10.2005 15:01
Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Hafi ekki fengið syndakvittun Stjórnarandstæðingar segja af og frá að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi fengið syndakvittun, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis kanni ekki að eigin frumkvæði, hvort ráðherra hafi verið vanhæfur þegar kom að sölu Búnaðarbankans. Innlent 23.10.2005 15:01
Framboð verði með minni kostnaði Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð samstöðu um að standa við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinu þjóðanna en að það verði gert með minni tilkostnaði. Geir gekk á fund utanríkismálanefndar klukkan ellefu í morgun, til að tilkynna nefndinni um afstöðu sína í málinu en áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 23.10.2005 15:01
Opna tilboð í eignir og skuldir LL Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun í dag opna tilboð í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins í viðurvist allra bjóðenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Ákveðið var á Alþingi í vor að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda hans, en frá 20. júní síðastliðnum hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Vinsældir Villepin aukast Forsætisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, mælist nú í fyrsta sinn með meira persónulegt fylgi en innanríkisráðherra landsins, Nicolas Sarkozy, en talið er að þeir muni keppa um forsetaembættið í Frakklandi árið 2007. Innlent 23.10.2005 15:01
Látið verði af tortryggni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 15:00
Slagurinn um þriðja sætið Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar. Innlent 23.10.2005 15:00
Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. Innlent 23.10.2005 15:00
Dagur útilokar ekki framboð Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum. Innlent 23.10.2005 15:00
Fiskistofa flutt í Hafnarfjörð Eitt síðasta verk Árna Mathiesen, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Fiskistofa hefur verið staðsett í Höfn við Ingólfsstræti frá 1992 og þar starfa 94 starfsmennn auk 33 veiðieftirlitsmanna. Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði eru einnig starfrækt útibú á Ísafirði og Akureyri. Innlent 23.10.2005 15:00
Valgerður þingaði með Jónínu Ben. Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Valgerður segist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Innlent 23.10.2005 15:00
Mótmæla uppsögnum á Siglufirði Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Símans að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum í ályktun sem ráðið sendir frá sér í dag. Þar er bent á að á tímum geti Siglufjörður verið einangraður staður og gríðarlega mikilvægt sé að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál. Innlent 23.10.2005 15:00
Bregðist við fréttum Fréttablaðs Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. Innlent 23.10.2005 15:00
Krefur ráðuneytið um upplýsingar Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki einhugur um sameiningu Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:00
Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:00
Geir hættir í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. Innlent 23.10.2005 15:00
Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Sigríður Anna samstarfsráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Vill kosningabandalag á Ísafirði Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn. Innlent 23.10.2005 15:00
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00
Sigríður Dúna verður sendiherra Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku. Innlent 23.10.2005 15:00
Mótmælir aðkomu ríkis og borgar Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð. Innlent 23.10.2005 15:00
Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Innlent 23.10.2005 15:00
2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58
Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59