Stj.mál

Fréttamynd

Saka hvorar aðra um svik

Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vernda þarf kóral við Íslandsmið

Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Deildu um jafnræði kynja í styttum

Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tókust á um jafnræði kynjanna í styttum Reykjavíkur á fundi sínum í gær í kjölfar tillögu Kjartans Magnússonar sjálfstæðismanns um að reisa styttu af Tómasi Guðmundssyni borgarskáldi í miðbænum. R-lista menn bentu á að mun fleiri styttur væru af körlum en konum í borginni og lögðu ajálfstæðismenn þá til að styttum af konum yrði fjölgað ef það mætti þá verða til þess að koma Tómasi líka á stall.

Innlent
Fréttamynd

Reglugerð marki stefnubreytingu

Ný reglugerð félagsmálaráðherra um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs fer fyrir brjóstið á Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja sem segja hann marka stefnubreytingu.

Innlent
Fréttamynd

Sneru bökum saman í flugvallarmáli

R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn sneru bökum saman á borgarstjórnarfundi í gær og kolfelldu tillögu F - listafulltrúans Ólafs F. Magnússonar um að tryggja áframhald innanlands- og sjúkraflugs á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur að ekki komi til greina að flytja starfssemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Deila um val á fulltrúum á þing

Núverandi og fyrrverandi valdhafar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru komnir í hár saman vegna vals á fulltrúum á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þrjátíu og einn fyrrverandi trúnaðarmaður félagsins hefur undirritað yfirlýsingu þar sem stjórn Heimdallar er sökuð um valdníðslu og ólýðræðislegar tilraunir til að tryggja frambjóðendum sér þóknanlegum kjör í embætti formanns og varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn Kópavogsbæjar semja

Starfsmannafélag Kópavogs hefur undirritað nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga vegna starfsmanna Kópavogsbæjar. Þetta er í annað skiptið í ár sem starfsmannafélagið og launanefndin ná samkomulagi en fyrri samningur þeirra var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Vill að æðstu menn segi af sér

Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Embætti sé í höndum óhæfra manna

Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af vegna slælegrar frammistöðu í Baugsmálinu og málverkafölsunarmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Styður framboð til öryggisráðs

Stjórn Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður leggur áherslu á að Ísland standi við framboð sitt til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag. Er það mat stjórnar sambandsins að Ísland eigi fullt erindi í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna og hafnar hún málflutningi þess efnis að Ísland hafi ekki burði til að sitja í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ítrekaði framboð Íslands

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ítrekaði framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sem hann hélt á allsherjarþingi samtakanna í gærkvöldi. Hann tók þó vægar til orða en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði í síðustu viku og sagði aðeins að Ísland hefði áður lýst áhuga á að taka virkan þátt í starfi öryggisráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Æðstu menn fari frá vegna fúsks

Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af. Hann segir á heimasíðu sinni að í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði Baugsmálinu frá í heild sinni, þar sem ákærurnar hafi verið ótæk moðsuða, verði dómsmálaráðhera að taka í taumana því það sé á hans ábyrgð að stofnanir ráðuneytisins séu ekki í höndum fúskara.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllur fari ekki úr borginni

Verkalýðsfélag Húsavíkur varar í dag við þeirri umræðu að flytja innanlandsflugið. Reykjavík sé höfuðborg og hafi miklar skyldur gagnvart öllum Íslendingum, ekki bara höfuðborgarbúum. Þar séu flestar ríkisstofnanir staðsettar og hátæknisjúkrahús sem byggt hafi verið fyrir opinbert fé.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla stefnu í auðlindamálum

Náttúruvaktin hyggst efna til mótmælastöðu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag kl. 17.45, en þá koma þátttakendur á alþjóðlegri rafskautaráðstefnu til móttöku í Ráðhúsinu. Í tilkynningu frá Náttúruvaktinni kemur fram að enn sé verið að auglýsa Ísland sem ódýrt orkuver og málmbræðsluland.

Innlent
Fréttamynd

Steinbítur friðaður við hrygningar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni, þ.e. frá og með 24. september næstkomandi til loka marsmánaðar 2006. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að reglugerðin sé gefin út að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar og í samráði við Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Nóg komið af körlum

Tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að gerð verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi og henni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir hefja viðræður við ESB

Tyrkir hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið þriðja október næstkomandi. Þetta varð ljóst eftir að Tassos Papadopoulos, forseti Kýpur, lýsti því að ekkert hinna tuttugu og fimm aðildarríkja sambandsins legðist á móti aðildarviðræðum við Tyrki.

Erlent
Fréttamynd

Símapeningarnir í jarðgangagerð

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga, var hætt kominn á veginum um Óshlíð á laugardag. Hann segist vongóður um að ríkisstjórnin fallist á jarðgangagerð og vill að símapeningarnir verði notaðir til þess.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindanefndin rúin trausti

"Mun meiri vinnu er þörf," sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra um umbætur á skipulagi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á sextugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Davíð áréttaði að taka þyrfti á mannréttindamálum með meira afgerandi hætti en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Joschka Fischer hættir

Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Græningja, lýsti því yfir síðdegis að hann ætlaði sér að draga sig í hlé í framlínu þýskra stjórnmála. „Stórum hluta af lífi mínu síðustu tuttugu árin er nú að ljúka,“ sagði Fischer á blaðamannafundi.

Erlent
Fréttamynd

Sharon notaði ólöglegar aðferðir

Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons.

Erlent
Fréttamynd

Tveir vilja fyrsta sætið

Jóhannes Valdemarsson framkvæmdastjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram til 1. sætis í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi, sem fram fer laugardaginn 12. nóvember. Áður hefur Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi boðið sig fram í 1. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán hafa boðið sig fram

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að halda prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna 4. og 5. nóvember. Framboðsfrestur er ekki runninn út, en fimmtán hafa tilkynnt framboð í eitthvert tólf efstu sætanna.

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Vífill styður Vilhjálm

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sem gefur nú kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, segist styðja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem borgarstjóraefni flokksins. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tíu takast á um sex sæti

Framboðsfrestur forvals Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor rann út á föstudag, en forvalið verður 1. október. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram 28. og 30. september.

Innlent
Fréttamynd

Ringulreið í Þýskalandi

Tveir gera tilkall til kanslaraembættisins í Þýskalandi en hvorugur virðist geta myndað starfhæfa stjórn. Ringulreið er í landinu kjölfar þingkosninganna í gær sem skiluðu í raun engri ákveðinni niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Talar við leiðtoga allra flokka

Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín.

Innlent
Fréttamynd

Staðið verði við ákvörðunina

Samband ungra framsóknarmanna tók í gærkvöldi undir þá ályktun landsþings Landssambands framsóknarkvenna í gær að staðið verði við þá ákvörðun, sem Halldór Ásgrímsson greindi frá á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna fyrir helgi, að standa beri við fyrri ákvarðanir um framboð Íslendinga til setu í öryggisráðinu árin 2009-2010.

Innlent
Fréttamynd

Merkel segist hafa skýrt umboð

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur í dag minnt Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga sósíaldemókrata, á það að hún hafi skýrt umboð til að mynda stjórn. Schröder hefur í dag reynt að fá frjálslynda demókrata til liðs með sósíaldemókrötum og græningjum.

Erlent
Fréttamynd

Geir frekar fylgjandi framboðinu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert athugavert við ummæli fosætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um að Íslendingar væru í framboði til Öryggisráðsins. Yfirlýsingin hafi verið gefin í samráði við Geir H. Haarde, verðandi utanríkisráðherra, sem frekar hefði verið fylgjandi framboði en ekki.

Innlent