Stj.mál

Fréttamynd

Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi

Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Styður hugmyndir um flutning flugs

Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ lýsir stuðningi við yfirlýsingu annarra stjórnmálaafla í sveitarfélaginu um að innanlandsflugið og skyld starfsemi verði flutt frá Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Það muni styrkja atvinnulíf og samgöngur í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Sættir sig við takmarkað rými

Foreldraráð í Korpuskóla hefur sætt sig við að nýi skólinn rúmi ekki öll börnin í hverfinu en þrír efstu árgangarnir þurfa að vera í þar til gerðum skúrum sem komið hefur verið fyrir við skólann. Foreldraráðið treystir á að formaður fræðsluráðs og skólastjórinn muni sjá til þess að betri skúrar verði fengnir í stað þeirra sem nú eru.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga ekki meiri í 40 mánuði

Verðbólga hefur ekki meiri í 40 mánuði að því er fram kemur í vef Alþýðusambands Íslands. Verðbólga mælist 4,8 prósent nú í september og er komin langt yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við þessar aðstæður ber bankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og leiðum til úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu eftir um mánuð

Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í sigur vinstriflokkanna

Norðmenn kusu til þings í dag og skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum milli ríkisstjórnar Kjells Magnes Bondeviks og vinstri flokkanna í stjórnarandstöðu. Samkvæmt útgönuspám virðist stjórnin fallin og það nokkuð afgerandi.

Erlent
Fréttamynd

Kjarasamningar séu í uppnámi

Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna í kosningum í Noregi

Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í dag. Stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og enginn treystir sér til að spá fyrir um úrslitin.

Erlent
Fréttamynd

Koma að hreinsistöð í Pétursborg

Norræni fjárfestingarbankinn og umhverfisfjármögnunarfyrirtækið NEFCO eru meðal stærstu þátttakenda í umhverfisverkefni í Pétursborg í Rússlandi. Þar er hreinsistöð fyrir hartnær eina milljón íbúa nú tilbúin til notkunar. Talið er að hreinsistöðin muni hafa mikil áhrif á vatnsgæði í Finnskaflóa sem og annars staðar í Eystrasaltinu.

Erlent
Fréttamynd

Guðný Hildur í 3. til 6. sæti

Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja til sjötta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgumörk Seðlabankans rofin

Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hafi tapað miklu á lánabreytingum

ASÍ segir hjón á verkamannalaunum með dæmigert íbúðarlán frá Byggingasjóði verkamanna hafa tapað eitt hundrað þúsund krónum frá breytingunum á lánamarkaðnum í fyrra. Segir ASÍ að greiðslubyrgði þeirra væri um fimm þúsund krónum minni á mánuði ef engar breytingar hefðu orðið á lánamarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Davíð skoðaði Heimssýningu í Japan

Davíð Oddsson utanríkisráðherra skoðaði í dag Heimssýninguna í Aichi í Japan. Hann fór meðal annars í norræna sýningarskálann og þann japanska. Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fund með Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans. Á miðvikudaginn tekur utanríkisráðherra þátt í viðskiptaráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki munu kynna starfsemi sína.

Innlent
Fréttamynd

Samskiptin verða áfram góð

"Ég tel að hvor sem niðurstaðan verður í þessum kosningum verði samskipti Íslendinga og Norðmanna áfram góð," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þegar leitað var álits hjá honum í gærkvöldi en þá var búið að telja um helming atkvæða. Flest benti þá til þess að stjórn Kjell Magne Bondevik myndi falla.

Innlent
Fréttamynd

Kjörsókn góð í Japan

Japanir gengu til þingkosninga í dag. Þar er nú komið kvöld og kjörsókn hefur verið góð. Búist er við að Junichiro Koizumi forsætisráðherra styrki sig í sessi en kannanir sýna litla fylgissveiflu flokkanna.

Erlent
Fréttamynd

Gæti ráðist á örfáum atkvæðum

Úrslit í þingkosningunum í Noregi gætu oltið á örfáum atkvæðum, svo lítill er munurinn á fylgi vinstri flokkanna og bandalagi miðju- og hægriflokkanna samkvæmt skoðanakönnunum, daginn fyrir kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Koizumi mun láta af embætti

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði nú síðdegis að hann myndi láta af embætti þegar kjörtímabili ríkisstjórnar hans lýkur á næsta ári, þrátt fyrir að allt stefni í öruggan sigur flokks hans í kosningunum sem fram hafa farið í Japan í dag.

Erlent
Fréttamynd

Björn mun sitja út kjörtímabilið

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir allar vangaveltur um að hann ætli ekki að sitja út þetta kjörtímabil úr lausu lofti gripnar. Á pistli á heimasíðu sinni segir Björn að hann muni fyrir þingkosningarnar 2007 taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram að nýju eða snúi sér að öðru.

Innlent
Fréttamynd

Björn ekki á útleið

"Fyrir þingkosningarnar 2007 mun ég taka ákvörðun um, hvort ég býð mig fram að nýju, eða sný mér að öðru. Allar vangaveltur um, að ég ætli ekki að sitja út þetta kjörtímabil eru úr lausu lofti gripnar," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnað andrúmsloft á kjördag

Nokkur atkvæði geta ráðið úrslitum um það hvort mynduð verður hægri- eða vinstristjórn að loknum kosningum til norska Stórþingsins sem fram fara í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni ekki í varaformanninn

Bjarni Benediktsson þingmaður ætlar ekki að bjóða sig fram sem varaformann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. "Ég var aldrei þeirrar skoðunar að ég ætti að fara í þetta framboð," segir Bjarni, sem er formaður allsherjarnefndar Alþingis. 

Innlent
Fréttamynd

Líklega stórsigur Koizumis

Útgönguspár benda til þess að flokkur Koizumis, forsætisráðherra Japans, hafi unnið stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en á morgun en spár sýna að LPD, flokkur Koizumis, hafi unnið á bilinu 285-325 þingsæti af 480.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni og Árni styðja Þorgerði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana.

Innlent
Fréttamynd

Svartur blettur á ferli Powells

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist líða hryllilega yfir því að hafa fært fölsk rök fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Þetta kom fram í viðtali við hann hjá Barböru Walters á sjónvarpsstöðinni ABC í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

VG átelja ríkisstjórnina

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óumflýjanlegt og brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir háskalegt andvaraleysi. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar Vinstri - grænna sem lýkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tymosjenkó fer gegn Júsjenkó

Júlía Tymosjenkó, sem rekin var úr stóli forsætisráðherra Úkraínu í fyrradag, segist ætla að bjóða sig fram ásamt hópi annarra frambjóðenda í næstu kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári, og freista þess að steypa Viktori Júsjenkó af forsetastóli.

Erlent
Fréttamynd

Vaxandi yfirgangur framkvæmdavalds

Formaður Vinstri - grænna segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hvernig verja beri ágóðanum af símasölunni dæmi um vaxandi yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Þarna sé verið að ráðstafa gríðarlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar fram yfir næstu tvennar alþingiskosningar, án þess að málið sé rætt annars staðar en í stjórnarflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Spenna fyrir kosningarnar í Noregi

Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningar í Noregi sem fara fram á mánudaginn. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn Kjells Magne Bondeviks bæti við sig fylgi og nú virðist fylgi hennar og bandalags stjórnaranstöðuflokkanna nærri hnífjafnt.

Innlent
Fréttamynd

Árni gefur ekki kost á sér

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag segist Árni ætla að styðja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í varaformannskjörinu enda komi það sér best fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjörið fer of hratt af stað

Júlíus Vífill Ingvarsson hefur enn ekki tilkynnt um framboð sitt til prófkjörs sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus mjög fljótlega gera grein fyrir því hvaða sæti hann hyggðist taka.

Innlent