Stj.mál

Fréttamynd

Vill eitt af efstu sætunum

Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík næsta vor og sækist eftir einu af efstu sætunum. Sóley segist leggja áherslu á jafnréttismál, dagvistarmál, menntamál og íþrótta- og tómstundamál.

Innlent
Fréttamynd

Mubarak hlaut 88,6% atkvæða

Hosni Mubarak sigraði með yfirburðum í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í Egyptalandi. Mubarak hlaut 88,6% atkvæða og hefur því brátt sitt fimmta kjörtímabil sem forseti.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægt að koma á jafnvægi

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi. Þetta er meðal þess sem fram kom á flokksráðsfundi vinstri grænna dagana 9. til 10. september.

Innlent
Fréttamynd

Anna stefnir á fyrsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Afgerandi sigur Mubaraks

Hozni Mubarak, núverandi forseti Egyptalands, vann afgerandi sigur í kosningunum í Egyptalandi, fyrstu frjálsu forsetakosningunum í sögu landsins. 

Erlent
Fréttamynd

Fagna yfirlýsingu Þorgerðar

Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að hún ætli að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Davíð á rétt á tvöföldum launum

Eftirlaun Davíðs Oddssonar leggjast ofan á laun hans sem seðlabankastjóri. Fyrst í stað verða eftirlaunin 334 þúsund en hækka í 718 þúsund í lok ráðningartímabilsins. Laun seðlabankastjóra hækkuðu nýverið og eru nú tæplega 1,3 milljónir á mánuði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa leitt hugann mikið að varaformannsframboði í flokknum. Það sé enginn þrýstingur á hann og honum liggi ekkert á að ákveða hvort hann fari fram eða ekki. Það komi bara í ljós þegar þar að kemur.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð hræðist ekki Önnu

Anna Kristinsdóttir stefnir að fyrsta sætinu á lista framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. Alfreð Þorsteinsson, núverandi oddviti framsóknarmanna, segir Önnu þegar hafa reynt að sigra sig einu sinni og henni sé guðvelkomið að reyna það aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndasamkeppnin ótímabær

Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð spenna í Úkraínu

Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar.

Erlent
Fréttamynd

Ráðning Davíðs til skammar

Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Veltur á viðbrögðum Tymosjenkó

Pólitísk framtíð Viktors Júsjenkós, forseta Úkraínu, veltur á því hvort Júlía Tymosjenkó sem hann rak í gær, snúist gegn honum eður ei. Júsjenkó rak Tymosjenkó, sem var forsætisráðherra, að sögn til að koma á friði innan ríkisstjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan stjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Forskotið minnkar í Þýskalandi

Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Davíð stöðvaði breytingu laga

Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Anna vill leiða Framsókn

Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Um helmingur bankastjóra ráðherrar

Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hugsar um embætti varaformanns

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hafði strax eftir að Davíð Oddsson tilkynnti að hann hætti í pólitík samband við ýmsa stuðningsmenn, til að kanna hvort hann ætti stuðning í embætti varaformanns í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælti fyrirhuguðum vegaskatti

Á fundi borgarráðs í dag lagði Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-listans, fram svohljóðandi tillögu: "Borgarráð leggur áherslu á að ekki verði um gjaldtöku að ræða vegna umferðar um Sundabraut, en það fæli m.a. í sér sérstakan vegaskatt á þá Reykvíkinga sem búsettir eru á Kjalarnesi."

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar í varaformannslagnum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ákvað nú fyrir stundu að bjóða sig fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Tvö vilja varaformannsætið

Menntamálaráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri hafa lýst yfir að þau sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en ekki er loku fyrir skotið að fleiri gefi kost á sér. Hvorki kona né landsbyggðarmaður hafa gegnt embætti formanns eða varaformanns flokksins í 76 ára sögu hans.

Innlent
Fréttamynd

Þorleifur í prófkjör

Þorleifur Gunnlaugsson dúkalagningameistari hefur ákveðið að gefa kost á sér í forval vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninga á næsta ári. Hann segist stefna að þriðja til fjórða sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamningurinn ræddur

Annar fundur fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófst í Reykjavík í gær. Eftir því sem næst verður komist vilja Bandaríkjamenn draga úr umsvifum hersins hér á landi með tilliti til breyttra öryggishagsmuna á norðanverðu Atlantshafi.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn óháður stjórnmálum

Skipan Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra hefur vakið misjöfn viðbrögð. Sumir segja að Seðlabankastjóri þurfi að hafa sérstaka þekkingu á efnahagsmálum. Aðrir segja starfið list. Allir eru þó sammála um að Seðlabankinn þurfi að vera óháður stjórnmálunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Getum hugað að nýjum tækifærum

Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fagnar skilningi stjórnvalda á hlutverki nýsköpunar fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en næstu fjögur árin renna 2,5 milljarðar króna til sjóðsins af sölunandvirði Símans.

Innlent
Fréttamynd

Fagna breytingum á ráðherraliðinu

Landssamband Sjálfstæðiskvenna fagnar ákvörðun Davíðs Oddssonar fráfarandi formanns flokksins um breytingar á ráðherraliðinu. Ásta Möller, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, segir almenna ánægju með það innan flokksins hvernig til hefur tekist með val á ráðherrum.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa: "Frá vorinu 2002, er ég var kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurlistann, hef ég lagt mig fram um að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum borgarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Tvö í framboði til varaformanns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sækist ekki eftir embættinu og telur mikilvægt að flokksmenn ruggi ekki bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður í varaformannsslag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður á leik

Embætti umboðsmanns alþingis ákveður brátt hvernig brugðist verður við skriflegum ábendingum þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að taka þátt í sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins svonefnda.

Innlent