Stj.mál

Fréttamynd

Davíð hættir í stjórnmálum

Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoði álögur á eldsneyti

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að taka til endurskoðunar álögur ríkisins á eldsneyti í tilkynningu sem sambandið sendir frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Ísleifur lætur af störfum

Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður 70 ára í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur komið víða við

Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur klukkan 15.15

Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðuð til fundar í Valhöll klukkan tvö. Í kjölfarið, klukkan 15.15, hyggst Davíð Oddsson svo halda blaðamannafund og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann tilkynna þar að hann gefi ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bein útsending verður frá fundinum á <strong>Stöð 2</strong>, <strong>Bylgjunni</strong>, <strong>Talstöðinni</strong> og á <strong><a title="Blaðamannafundur Sjálfstæðisflokksins" href="http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=1002" target="_blank"><font color="#000080">VefTV Vísis</font></a></strong>. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð verður seðlabankastjóri

Davíð Odddsson tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í Valhöll að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þá tilkynnti hann einnig að hann hygðist láta af embætti utanríkisráðherra 27. september og taka við sem formaður bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni.

Innlent
Fréttamynd

Efast um áhuga sveitarfélaga

Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgafulltrúi Frjálslyndra, um að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að fela Reykjavíkurborg að leita eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um sameiningu sveitarfélaganna var ekki samþykkt í gær. Þess í stað var bókun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra samþykkt um að tillagan verði kynnt fyrir stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.  

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningu um álver

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fór fram í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Oddviti Vinstri - grænna segir framgöngu forsvarsmanna álversins á fundinum misbjóða bæjarbúum.

Innlent
Fréttamynd

18 milljarðar í hátæknisjúkrahús

Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvatapeningar handa börnum

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að úthluta hverju barni á aldrinum 6-16 ára hvatapeningum sem nota á til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Fyrir þetta ár verður upphæðin 10 þúsund krónur á barn, en 20 þúsund á árinu 2006.

Innlent
Fréttamynd

Vísað til Framkvæmdaráðs

Kjartan Magnússon kynnti í borgarstjórn í gær tillögu að því að taka upp gjaldfrí bílastæði með tímatakmörkunum, líkt og gert hefur verið á Akureyri. Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram breytingartillögu, sem var samþykkt, um að vísa hugmyndinni til Framkvæmdaráðs, sem myndi skoða slíkt kerfi í samráði við hagsmunaaðila. 

Innlent
Fréttamynd

Innri leið verður fyrir valinu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í borgarstjórn í gær að farin verði innri leið Sundabrautar fyrir þá átta milljarðar sem ríkið hefur ákveðið að veita til framkvæmdanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að úthlutað hefði verið til mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, ef Reykjavíkurlistinn hefði ekki hafnað slíkum hugmyndum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið brátt skuldlaust við útlönd

Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu 66,7 milljarða króna síðdegis í gær fyrir Landssíma Íslands. Þar af greiddi félagið rúma 32 milljarða króna í erlendri mynt og verður þeim hluta greiðslunnar varið strax til þess að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Nýr forseti hæstaréttar í BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag John Roberts sem forseta hæstaréttar Bandaríkjanna í stað Williams H. Rehnquists, sem lést síðastliðinn laugardag. Skýrði Bush frá tilefningunni í Hvíta húsinu áður en hann fór til hamfarasvæðanna í Mississippi og Louisiana og hvatti Bandaríkjaþing til að staðfesta tilnefninguna fljótt og vel en réttarhléi lýkur 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn tapar fylgi

Norski Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jens Stoltenberg, tapar örlitlu fylgi í nýrri skoðanakönnun norska dagblaðsins og ríkisútvarpsins NRK, en um þriðjungur Norðmanna segist ætla að kjósa flokkinn í þingkosningunum sem fram fara í Noregi 12. september næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Engin yfirlýsing frá Davíð

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokkinns, gaf engar yfirlýsingar um framtíð sína í stjórnmálum þegar hann ávarpaði fjölmennan fund Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Leggur fram sameiningartillögu

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, mun á fundi borgarstjórnar á morgun leggja fram tillögu um að Reykjavíkurborg verði falið að leita eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðisins um sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Harðar deilur í sjónvarpskappræðum

Hart var deilt þegar Angela Merkel, kanslaraefni Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hittust í 90 mínútna löngum sjónvarpskappræðum í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Davíð gefur engar yfirlýsingar

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst fyrir fund í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í kvöld ekki ætla að gefa neinar yfirlýsingar á fundinum um framboð til formanns á landsfundi flokksins í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja svör um öryggisráðið

Þetta mál er ekki búið að gera upp endanlega og því stendur umsóknin enn. Við vinnum enn í málinu," segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn fær stuðning

"Í fyrra var sjálfseignarfélagsformið málamiðlun milli stjórnarflokkanna en margir sjálfstæðismenn vildu þá hlutafélagsformið. Nú lítur út fyrir að Evrópusambandið hafi gengið í lið með Sjálfstæðisflokknum," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki lokið BA-prófi

Gísli Marteinn Baldursson, sem sækist eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, er ekki með BA próf í stjórnmálafræði, eins og hann heldur fram í bókinni Samtíðarmenn. Gísli Marteinn segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar vilja fjölskyldunefndar

Stefán Jón Hafstein, formaður menntasviðs Reykjavíkurborgar, fagnar því að fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar skuli vilja skoða hag barnafólks frá því að fæðingarorlof lýkur við níu mánaða aldur þar til börnin fái pláss á leikskóla við átján mánaða aldur.

Innlent
Fréttamynd

Vill greiðslur til að brúa bil

Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, vill láta greiða foreldrum barna á aldrinum níu til átján mánaða svo að þau geti til dæmis og ef þeir kjósa greitt öfum og ömmum laun fyrir að passa börnin.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn starfar fyrir RÚV

"Ég er að störfum fyrir Ríkisútvarpið í ýmsum sérverkefnum. Þar á meðal er ég að vinna að undirbúningi fyrir afmælishátíð Ríkissjónvarpsins vegna fjörutíu ára afmælis þess auk þess að ýmsum málum vegna sjónvarpdagskrár vetrarins og þar á meðal evróvisíón keppninnar," segir Gísli Marteinn Baldursson.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustumiðstöð opnuð í borginni

Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum.

Innlent
Fréttamynd

Þorbjörg sækist eftir 4. sæti

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti á lista sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þorbjörg er menntuð á sviði uppeldis- og menntunarfræða og lauk MA-prófi í námssálfræði frá háskólanum í Washington en hún starfar nú sem ráðgjafi menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndir móðgun við Álftnesinga

Guðmundur A. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, segir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra eigi að segja af sér, fyrir að móðga bæjarbúa með óskynsamlegu tali um að honum lítist betur á að flytja innanlandsflugið til Álftaness en á Löngusker.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra segi af sér vegna ummæla

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Álftaness, sagði í viðtali í Íslandi í bítið fyrr í morgun að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætti að segja af sér eftir ummæli sín í fréttum í gær. Þá sagði Sturla að sér litist betur á að hafa flugvöll á Álftanesi en á Lönguskerjum.

Innlent
Fréttamynd

Vill fé til að mæta umönnunarvanda

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að leggja fyrir borgarráð tillögur um sérstaka fjárheimild til að veita stjórnendum leikskóla og frístundaheimila olnbogarými til að greiða fyrir yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar sem nú háir leikskólastarfi í borginni.

Innlent