Stj.mál Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40 Orlofsréttur ekki umsemjanlegur Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. Innlent 13.10.2005 19:39 Gagnrýna byggðaáætlun "Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." Innlent 13.10.2005 19:39 Tékknesku forsetahjónin í heimsókn Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för. Innlent 13.10.2005 19:39 Funda aftur á morgun Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39 Viðræðum um R-lista haldið áfram Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39 Dýralæknar gagnrýna Guðna Dýralæknafélag Íslands gagnrýnir ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og mótmælir einnig ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að staðsetja stofnunina utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn stofnunarinnar þegar ákvörðunin var tekin. Innlent 13.10.2005 19:39 Reynt til þrautar að ná saman Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans Innlent 13.10.2005 19:39 Vill hækka fjármagnstekjuskatt "Mér finnst vel koma til greina að hækka skatta á fjármagnstekjur um nokkur prósentustig en það þarf að fara gætilega með hversu mikið skatturinn verður hækkaður því hækkanir mega ekki ýta undir að fjármagn fari úr landi, " segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39 Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. Innlent 13.10.2005 19:39 Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39 Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 19:39 Ósamstaða hafi skaðað R-listann Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti. Innlent 13.10.2005 19:40 Ásgeir í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:40 Árni hæstur - Ingibjörg lægst Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39 Flokkarnir ákveði framtíð R-lista Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:39 Fundur í dag hjá R - flokkunum Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:39 Ánægð með stuðning Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum. Innlent 13.10.2005 19:39 Sveitarfélögum fækkað um helming Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:39 Öryggissjónarmið ráði banni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Innlent 13.10.2005 19:39 Meðbyr í baráttu samkynhneigðra "Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða. Innlent 13.10.2005 19:39 R-listasamstarf hangir á bláþræði Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Innlent 13.10.2005 19:39 Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Innlent 13.10.2005 19:39 Hætta á auknum skattsvikum Samtök verslunar og þjónustu segja of mikla lækkun virðisaukaskatts geta stuðlað að skattsvikum. Pétur H. Blöndal segir að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki til að draga úr offituvandanum hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:39 Fá skrifleg loforð um stuðning Á fimmta tug ríkja hafa veitt íslenskum stjórnvöldum skrifleg loforð um stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008, en kjörið gildir fyrir setu í ráðinu árið 2009 og 2010. Flest eru þau í hópi ríkja sem Ísland hefur stofnað stjórnmálasamband við á undanförnum misserum. Innlent 13.10.2005 19:39 Framboðsmál enn í lausu lofti Stefnt er að því að viðræðunefnd flokkanna sem standa að R-listanum komi saman á morgun, en hún hefur ekki haldið fund síðan fyrir verslunarmannahelgi og má því segja að framboðsmál listans séu enn í lausu lofti. Innlent 13.10.2005 19:38 Getur brugðið til beggja vona Viðræðunefnd um R-lista kemur saman í dag en á fundi hennar kann framtíð Reykjavíkurlistans að ráðast. Innlent 13.10.2005 19:39 Kosið í 61 sveitarfélagi Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán. Innlent 13.10.2005 19:39 Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna taka misjafnlega í fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts um áramót. Magnús Þór Hafsteinsson er ánægður en Ögmundur Jónasson segir brýnast að hækka fjármagnstekjuskattinn. Ágúst Ólafur Ágústsson vill lækka skatt á mat um helming. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38 Lögmæti atkvæðagreiðslu athugað Lögmenn álversins í Straumsvík kanna lögmæti hugsanlegrar atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi álversins segir að hálfum milljarði hafi verið varið í undirbúning stækkunarinnar og það sé vægast sagt sérkennilegt ætli bæjaryfirvöld að breyta leikreglunum eftir á. Innlent 13.10.2005 19:38 « ‹ 82 83 84 85 86 87 88 89 90 … 187 ›
Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40
Orlofsréttur ekki umsemjanlegur Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. Innlent 13.10.2005 19:39
Gagnrýna byggðaáætlun "Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." Innlent 13.10.2005 19:39
Tékknesku forsetahjónin í heimsókn Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för. Innlent 13.10.2005 19:39
Funda aftur á morgun Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39
Viðræðum um R-lista haldið áfram Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39
Dýralæknar gagnrýna Guðna Dýralæknafélag Íslands gagnrýnir ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og mótmælir einnig ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að staðsetja stofnunina utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn stofnunarinnar þegar ákvörðunin var tekin. Innlent 13.10.2005 19:39
Reynt til þrautar að ná saman Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans Innlent 13.10.2005 19:39
Vill hækka fjármagnstekjuskatt "Mér finnst vel koma til greina að hækka skatta á fjármagnstekjur um nokkur prósentustig en það þarf að fara gætilega með hversu mikið skatturinn verður hækkaður því hækkanir mega ekki ýta undir að fjármagn fari úr landi, " segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39
Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. Innlent 13.10.2005 19:39
Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39
Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 19:39
Ósamstaða hafi skaðað R-listann Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti. Innlent 13.10.2005 19:40
Ásgeir í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:40
Árni hæstur - Ingibjörg lægst Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39
Flokkarnir ákveði framtíð R-lista Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:39
Fundur í dag hjá R - flokkunum Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:39
Ánægð með stuðning Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum. Innlent 13.10.2005 19:39
Sveitarfélögum fækkað um helming Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:39
Öryggissjónarmið ráði banni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Innlent 13.10.2005 19:39
Meðbyr í baráttu samkynhneigðra "Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða. Innlent 13.10.2005 19:39
R-listasamstarf hangir á bláþræði Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Innlent 13.10.2005 19:39
Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Innlent 13.10.2005 19:39
Hætta á auknum skattsvikum Samtök verslunar og þjónustu segja of mikla lækkun virðisaukaskatts geta stuðlað að skattsvikum. Pétur H. Blöndal segir að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki til að draga úr offituvandanum hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:39
Fá skrifleg loforð um stuðning Á fimmta tug ríkja hafa veitt íslenskum stjórnvöldum skrifleg loforð um stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008, en kjörið gildir fyrir setu í ráðinu árið 2009 og 2010. Flest eru þau í hópi ríkja sem Ísland hefur stofnað stjórnmálasamband við á undanförnum misserum. Innlent 13.10.2005 19:39
Framboðsmál enn í lausu lofti Stefnt er að því að viðræðunefnd flokkanna sem standa að R-listanum komi saman á morgun, en hún hefur ekki haldið fund síðan fyrir verslunarmannahelgi og má því segja að framboðsmál listans séu enn í lausu lofti. Innlent 13.10.2005 19:38
Getur brugðið til beggja vona Viðræðunefnd um R-lista kemur saman í dag en á fundi hennar kann framtíð Reykjavíkurlistans að ráðast. Innlent 13.10.2005 19:39
Kosið í 61 sveitarfélagi Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán. Innlent 13.10.2005 19:39
Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna taka misjafnlega í fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts um áramót. Magnús Þór Hafsteinsson er ánægður en Ögmundur Jónasson segir brýnast að hækka fjármagnstekjuskattinn. Ágúst Ólafur Ágústsson vill lækka skatt á mat um helming. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38
Lögmæti atkvæðagreiðslu athugað Lögmenn álversins í Straumsvík kanna lögmæti hugsanlegrar atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi álversins segir að hálfum milljarði hafi verið varið í undirbúning stækkunarinnar og það sé vægast sagt sérkennilegt ætli bæjaryfirvöld að breyta leikreglunum eftir á. Innlent 13.10.2005 19:38