Bandaríkin

Fréttamynd

Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd

Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða.

Erlent
Fréttamynd

Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag.

Erlent
Fréttamynd

Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða

„Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí.

Innlent
Fréttamynd

Xi vill sanngjarnari heimsstjórn

Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því málefnum heimsins yrðu stýrt á sanngjarnari máta og að ríki heimsins legðu ekki tálma á önnur. Hann kallaði eftir aukinni ráðfærslu milli ríkja á alþjóðasviðinu og sagði að aðskilnaður og útskúfun á heimsmarkaði væri ekki jákvæð.

Erlent
Fréttamynd

„Notið skynsemina“

Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin

Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Leita manns sem skaut þrjú til bana

Lögregla í Texas leitar nú Stephen Nicholas Broderick, 41 árs gamals manns sem grunaður er um að hafa skotið þrjú til bana í borginni Austin í dag. Maðurinn, sem er fyrrverandi lögreglumaður, er talinn vopnaður og hættulegur.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur full­orðinna í Banda­ríkjunum fengið fyrri skammt

Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að helmingur allra yfir átján ára aldri í landinu hefðu nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni, eða tæplega 130 milljónir einstaklinga. 84 milljónir fullorðinna hafa verið bólusettar að fullu.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á þyrluflug á Mars á morgun

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum

Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið.

Innlent
Fréttamynd

Talibanar með pálmann í höndunum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík.

Erlent
Fréttamynd

Fresta á­kvörðun um endur­komu Trump á Face­book

Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar.

Erlent
Fréttamynd

NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn karl­maður á tví­tugs­aldri

Lögregla í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á mann sem talinn er hafa skotið átta manns til bana á starfsstöðvum FedEx. Maðurinn, sem framdi sjálfsvíg eftir árásina, hét Brandon Scott og var nítján ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Hollusta við Trump borgar sig

Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára.

Innlent