Bandaríkin

Fréttamynd

Blake segist stöðugt verkjaður

Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trump réð „gervi-Obama“ sem hann út­húðaði og rak

Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

Gátan um frakka Ronalds Reagan á Bessastöðum

Þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan hittust fyrir leiðtogafundinn í höfða, náði Ragnar Axelsson ljósmyndari af þeim einstökum myndum. Vel fór á með forsetunum en frakki Reagan vakti bæði athygli ljósmyndarans sem og annarra sem voru þar viðstaddir.

Lífið
Fréttamynd

Mun ekki kenna við skólann þetta misserið

Bandaríska fræðakonan Jessica Krug, sem rataði í fréttirnar í vikunni eftir að hún játaði að hafa um árabil logið til um að vera svört, mun ekki kenna við George Washingon háskólann þetta misserið.

Erlent
Fréttamynd

Skutu Reinoehl til bana við hand­töku

Lögreglumenn í Washinton-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna skutu til bana mann sem var grunaður um að hafa drepið hægriöfgamanninn Aaron Danielson í óeirðunum í Portland í Oregon um síðustu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans

Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Efast um að bóluefni verði tilbúið í október

Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Biden mælist enn með töluvert forskot

Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik

Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni.

Erlent