Bandaríkin

Fréttamynd

Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd

Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt.

Erlent
Fréttamynd

Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga

Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hörð viður­lög við að skemma styttur

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns.

Erlent
Fréttamynd

Steve Bing fannst látinn

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing er látinn, 55 ára að aldri. Bing var einnig þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir bresku fyrirsætunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst

Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu.

Erlent