Bandaríkin

Fréttamynd

Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum.

Erlent
Fréttamynd

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Los Angeles býður upp á fría skimun

Borg englanna, stærsta borg vesturstrandar Bandaríkjanna, Los Angeles verður brátt fyrsta stórborg Bandaríkjanna til þess að bjóða fríar skimanir vegna kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Fundu tugi líka í flutningabílum í New York

Lögreglan í New York fann í gær tugi rotnandi líka í flutningabílum fyrir utan útfararstofu í borginni í gær. Það var eftir að nágrannar hringdu í lögreglu og kvörtuðu undan miklum daun frá bílunum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríska hagkerfið dróst saman um 4,8%

Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin

Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið.

Erlent
Fréttamynd

Brad Pitt uppfyllti ósk hins bandaríska Þórólfs í SNL

Yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sem gegnir sambærilegu hlutverki í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir gerir hér á landi, er orðin að óvæntri stjörnu í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps

Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra.

Erlent