Lögreglumál

Fréttamynd

Ökufantur á 210 kílómetra hraða ákærður

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka mótorhjóli á 210 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu. Hann er sakaður um að hafa stefnt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu

Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, segir það alls ekki úti­lokað að starfs­menn Hótels Borgar­ness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan at­kvæði voru geymd þar ó­inn­sigluð áður en þau voru endur­talin síðasta sunnu­dag. Hann full­yrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggis­mynda­vélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosninga­svindl hafi verið framið.

Innlent
Fréttamynd

Sauðá á Króknum svo til hætt að renna

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti.

Innlent
Fréttamynd

Lét öllum illum látum á slysa­deild

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ

Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka.

Innlent
Fréttamynd

Leikmaður Lemgo laus úr haldi

Leikmaður þýska úrvaldsdeildarliðsins Lemgo, sem handtekinn var hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisbrot, er laus úr haldi. Lögreglan segir rannsókn málsins ganga vel.

Innlent
Fréttamynd

Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns

Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar

Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

82 prósent 2.655 ákærðra karlar

Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru í fyrra voru 2.168 karlar, eða 82 prósent. Alls komu 9.132 mál til meðferðar hjá ákæruvaldinu en um er að ræða 5,1 prósent fækkun frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Happ­drætti há­skólans og Há­spennu til lög­reglu

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra.

Innlent
Fréttamynd

Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið

Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk 180 þúsund króna hraða­sekt

Lögreglan á Suðurnesjum sektaði um helgina ökumann um 180 þúsund krónur eftir að sá mældist á 121 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Innlent
Fréttamynd

Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni.

Innlent
Fréttamynd

Vísað út af bráðamóttöku

Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni sem reyndi að komast heim til sín. Maðurinn hafði farið húsvillt og var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn.

Innlent