Lögreglumál

Fréttamynd

Hjóli sjálfs Hjóla­hvíslarans stolið

Hjóli Bjart­mars Leós­­sonar var stolið í nótt. Sá hvim­­leiði og því miður nokkuð al­­gengi at­burður sem hjóla­­stuldur er væri varla frétt­­næmur nema vegna þess að Bjart­mar hefur í um tvö ár staðið í hálf­gerðu stríði við hjóla­­þjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann.

Innlent
Fréttamynd

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á stúlku á reiðhjóli

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild

Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Saurinn reyndist svo sannar­lega úr álft

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft.

Innlent
Fréttamynd

Átti von á að fá byssukúlu í bakið

Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að við gosstöðvarnar á Reykjanesi er fundinn heill á húfi. Hann fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Innlent
Fréttamynd

Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið

Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum

Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana.

Innlent
Fréttamynd

Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli

Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Ís­björninn sem reyndist lík­lega álft

Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða.

Innlent