Lögreglumál

Fréttamynd

Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur.

Lífið
Fréttamynd

Rauð­agerðis­málið til héraðs­sak­sóknara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur afhent embætti héraðssaksóknara gögn vegna rannsóknar Rauðagerðismálsins. Mun það falla í hlut embættisins að ákveða hvort ákærur verða gefnar út í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði fólki í miðbænum

Lögreglu barst tilkynning á áttunda tímanum í gærkvöldi um mann sem hafði verið að ógna fólki í miðbænum. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og enn að ógna fólki, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Mældu ökumann á 190 km/klst og veittu eftirför

Lögreglan á Suðurnesjum hóf eftirför í gær þegar bifreið mældist á 190 km/klst, þar sem henni var ekið í átt að Hafnarfirði. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart en í Hafnarfirði náði ökumaður að stinga lögreglu af um stund.

Innlent
Fréttamynd

Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun

Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir til vandræða í miðborginni

Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ekki síst vegna ökumanna sem grunur lék á að væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árs­há­tíð VA

Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað.

Innlent
Fréttamynd

Kom heim og fann konu klædda í fötin sín

Lögregla var kölluð á vettvang um kvöldmatarleytið í gær þegar kona kom að heimili sínu og fann aðra konu þar fyrir, sem reyndist vera búin að klæða sig í föt húsráðanda. 

Innlent
Fréttamynd

Gestir máttu ekki sitja fyrir utan veitinga­staðinn

Eftirlit var haft með veitingastöðum í Reykjavík í gærkvöldi af lögreglu og skrifaði lögregla eina skýrslu vegna brots á sóttvarnalögum. Fram kemur í dagbók lögreglu að á veitingastaðnum hafi gestir setið við borð fyrir utan veitingahúsið og hafi þeir neytt áfengis á staðnum sem veitingastaðurinn hafði ekki leyfi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli

Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara.

Innlent
Fréttamynd

Með mikla á­verka eftir hand­töku í Hafnar­firði

Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir

Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin.

Innlent
Fréttamynd

Barði fórnarlamb sitt í lærið með kylfu

Tilkynnt var um líkamsárás á Granda um klukkan átta í gærkvöldi þar sem árásarmaður hafði lamið fórnarlamb sitt með kylfu í lærið og flúið af vettvangi. Árásarþoli gat ekki stigið í fótinn og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árásarmaðurinn fannst um þremur tímum síðar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Innlent