Lögreglumál

Fréttamynd

„Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“

Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar.

Innlent
Fréttamynd

Var á botni laugarinnar í sjö mínútur

Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. 

Innlent
Fréttamynd

Efri hæðin alelda þegar að var komið

Fjölskylda slapp heil þegar eldur kom upp í tvílyftu einbýlishúsi í Lundareykjardal í Borgarfirði snemma í morgun. Efri hæð hússins var gott sem alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Telja brunann í Hrísey af mannavöldum

Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Enn mikill erill hjá lögreglu

Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni

Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun og þó þau hafi verið að ýmsum toga sneru flest þeirra að fólki undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Fannst í felum í runna við Ölfusá

Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum.

Innlent