Lögreglumál

Fréttamynd

Leit að Söndru Líf lokið í dag

Leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long stóð yfir til klukkan 17:30 í dag en þá var henni frestað til morguns. Gert er ráð fyrir að skipulag leitarinnar verði með sama hætti á morgun auk þess sem drónar verða nýttir til leitar ef veður leyfir.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leit til morguns

Leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hefur verið frestað til morguns. Leit hefur staðið yfir frá því klukkan þrjú í nótt án árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið

Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill þungi í leitinni að Söndru Líf

Mikill þungi hefur verið í leitinni að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu, sem hvarf á skírdag. Í heildina taka 170 manns þátt í leitinni frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Söndru Líf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir nú eftir 27 ára gamalli konu, Söndru Líf Þórarinsdóttur Long en ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður ökumaður hljóp undan lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í hverfi 104 á þriðja tímanum í nótt. Eftir að hafa stöðvað bílinn tók ökumaðurinn upp á því að flýja undan lögreglunni og hljóp af stað.

Innlent
Fréttamynd

Ber við minnisleysi

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í miðbæ Reykjavíkur

Banaslys varð í miðbæ Reykjavíkur snemma í gærmorgun er ungur maður, fæddur árið 1992, féll niður til jarðar af þriðju hæð í fjölbýlishúsi.

Innlent
Fréttamynd

Lamdi konuna sína úti á götu

Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi.

Innlent