Orkumál

Fréttamynd

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni

Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Innlent
Fréttamynd

„Allir fá sitt rafmagn“ þrátt fyrir bilun

Starfsmenn HS Orku slökktu á annarri af þeim vélum sem tryggja raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar vegna bilunar sem kom upp í gær. Bilunin mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini HS Orku þó að það dragi úr framleiðslugetu fyrirtækisins. 

Innlent
Fréttamynd

Yfir­burðir í­halds­seminnar

Orkusetur hefur í gegnum tíðina unnið að innleiðingu á orkunýtnari lausnum hjá fyrirtækjum og almenningi. Breytingar fara ekki vel í alla og íhaldssemi getur verið ógnarkraftur sem oft á tíðum er erfitt að eiga við.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Innlent
Fréttamynd

Orkan úr óþefnum!

Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“

Skoðun
Fréttamynd

Vor að hörðum vetri loknum

Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009.

Skoðun
Fréttamynd

Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan

Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart.

Erlent
Fréttamynd

Frum­kvöðull í 100 ár

Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að vinna brautargengi. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld.

Skoðun
Fréttamynd

Landsnet kærir ákvörðun Voga

Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári

Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug.

Erlent
Fréttamynd

Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“

Innlent