Bókmenntir „Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“ Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni. Lífið 29.11.2022 15:07 Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. Menning 29.11.2022 13:36 Einar Kárason segir fjölmarga úr sínum röðum hafa brugðist listinni Einar Kárason rithöfundur segist ekki skilja í þeirri hugmyndafræði að vilja banna gömul listaverk, bækur og kvikmyndir. Menning 29.11.2022 11:01 „Hræðilega afbakaðir“ titlar ekkert samanborið við þá upprunalegu Svokallaður „Tinnafræðingur“ er allt annað en sáttur með að Tinnabækurnar hafi verið þýddar á ný þegar hafið var að endurútgefa þær fyrir tveimur árum. Hann segir það vera synd að yngstu kynslóðir Íslendinga fái ekki að njóta þeirra frábæru þýðinga sem til eru fyrir. Lífið 24.11.2022 21:26 Saga Harley-Davidson komin á prent „Það var í vinnubanni í covid að ég settist niður til að halda áfram með gagnaöflun fyrir annað bindi bókar minnar um sögu mótorhjóla á Íslandi. Ég ákvað að byrja á að taka saman hvaða efni ég hefði yfir ákveðnar tegundir og byrjaði á Harley-Davidson. Fljótlega varð mér þó ljóst að ég hefði svo mikið efni og líka myndir að það eitt og sér myndi duga mér í heila bók, og þannig fæddist nú þessi bók mín um Harley-Davidson á Íslandi,“ segir Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin. Samstarf 24.11.2022 12:51 Aðdáendum Tinnabóka brugðið við breytta bókartitla Aðdáendum myndasagnanna um Tinna var brugðið þegar þeir ráku augun í nafnbreytingu tveggja Tinnabóka í íslenskri þýðingu. Útgefandi boðar breytta tíma og vonar að harðir aðdáendur taki breytingunum ekki of illa. Menning 23.11.2022 23:01 Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum. Menning 21.11.2022 06:50 Umhirða húðarinnar og næring í nýrri bók Út er komin afar vegleg og falleg bók sem ber einfaldlega nafnið Húðbókin en eins og titillinn bendir til þá fjallar hún um húðina og flest sem henni viðkemur. Lífið samstarf 19.11.2022 10:12 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. Menning 19.11.2022 07:01 „Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. Lífið 16.11.2022 06:01 „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. Lífið 15.11.2022 06:00 Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. Menning 8.11.2022 13:31 Myndaveisla: „Mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd“ Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson var að gefa út sína fyrstu bók sem ber heitið Stóri bróðir. Hún er saga um hefnd, réttlæti, kærleika, missi, ofbeldi og gamlar syndir. Kápa bókarinnar er úr smiðju Ragnars Helga Ólafssonar. Lífið 6.11.2022 13:01 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. Atvinnulíf 5.11.2022 10:00 Forsætisráðherra hættir við þátttöku á glæpasagnahátíðinni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Innlent 4.11.2022 17:43 Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Innlent 4.11.2022 13:46 „Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Innlent 3.11.2022 16:31 Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Innlent 3.11.2022 13:42 „Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“ Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti. Menning 1.11.2022 10:57 Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. Bíó og sjónvarp 31.10.2022 15:30 Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun. Menning 29.10.2022 07:01 Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Lífið 27.10.2022 11:39 „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga. Makamál 26.10.2022 20:23 Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. Menning 26.10.2022 15:07 „Ég myndi aldrei láta það uppi“ Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Menning 25.10.2022 22:41 Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum. Lífið 25.10.2022 16:02 Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. Menning 22.10.2022 22:34 Leggja niður starfsemi bókabílsins Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins verði lögð niður. Bíllinn er orðin 22 ára gamall og myndi það kosta um hundrað milljónir króna að endurnýja hann. Innlent 20.10.2022 06:29 Æsilegir ástarfundir og spælt egg í plastpoka „Sextán manneskjur hafa náttúrulega sextán skoðanir, ekki alltaf þær sömu,“ segir Berglind Erna Tryggvadóttir í samtali við Vísi. Berglind er ein þeirra sextán kvenna sem gáfu saman út bókina Takk fyrir komuna. Lífið 18.10.2022 11:30 Reynir ekki að gera öllum til geðs Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina. Lífið 18.10.2022 08:31 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 33 ›
„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“ Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni. Lífið 29.11.2022 15:07
Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. Menning 29.11.2022 13:36
Einar Kárason segir fjölmarga úr sínum röðum hafa brugðist listinni Einar Kárason rithöfundur segist ekki skilja í þeirri hugmyndafræði að vilja banna gömul listaverk, bækur og kvikmyndir. Menning 29.11.2022 11:01
„Hræðilega afbakaðir“ titlar ekkert samanborið við þá upprunalegu Svokallaður „Tinnafræðingur“ er allt annað en sáttur með að Tinnabækurnar hafi verið þýddar á ný þegar hafið var að endurútgefa þær fyrir tveimur árum. Hann segir það vera synd að yngstu kynslóðir Íslendinga fái ekki að njóta þeirra frábæru þýðinga sem til eru fyrir. Lífið 24.11.2022 21:26
Saga Harley-Davidson komin á prent „Það var í vinnubanni í covid að ég settist niður til að halda áfram með gagnaöflun fyrir annað bindi bókar minnar um sögu mótorhjóla á Íslandi. Ég ákvað að byrja á að taka saman hvaða efni ég hefði yfir ákveðnar tegundir og byrjaði á Harley-Davidson. Fljótlega varð mér þó ljóst að ég hefði svo mikið efni og líka myndir að það eitt og sér myndi duga mér í heila bók, og þannig fæddist nú þessi bók mín um Harley-Davidson á Íslandi,“ segir Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin. Samstarf 24.11.2022 12:51
Aðdáendum Tinnabóka brugðið við breytta bókartitla Aðdáendum myndasagnanna um Tinna var brugðið þegar þeir ráku augun í nafnbreytingu tveggja Tinnabóka í íslenskri þýðingu. Útgefandi boðar breytta tíma og vonar að harðir aðdáendur taki breytingunum ekki of illa. Menning 23.11.2022 23:01
Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum. Menning 21.11.2022 06:50
Umhirða húðarinnar og næring í nýrri bók Út er komin afar vegleg og falleg bók sem ber einfaldlega nafnið Húðbókin en eins og titillinn bendir til þá fjallar hún um húðina og flest sem henni viðkemur. Lífið samstarf 19.11.2022 10:12
Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. Menning 19.11.2022 07:01
„Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. Lífið 16.11.2022 06:01
„Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. Lífið 15.11.2022 06:00
Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. Menning 8.11.2022 13:31
Myndaveisla: „Mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd“ Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson var að gefa út sína fyrstu bók sem ber heitið Stóri bróðir. Hún er saga um hefnd, réttlæti, kærleika, missi, ofbeldi og gamlar syndir. Kápa bókarinnar er úr smiðju Ragnars Helga Ólafssonar. Lífið 6.11.2022 13:01
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. Atvinnulíf 5.11.2022 10:00
Forsætisráðherra hættir við þátttöku á glæpasagnahátíðinni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Innlent 4.11.2022 17:43
Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Innlent 4.11.2022 13:46
„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Innlent 3.11.2022 16:31
Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Innlent 3.11.2022 13:42
„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“ Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti. Menning 1.11.2022 10:57
Tökum á Snertingu lokið í London Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur. Bíó og sjónvarp 31.10.2022 15:30
Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun. Menning 29.10.2022 07:01
Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Lífið 27.10.2022 11:39
„Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga. Makamál 26.10.2022 20:23
Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. Menning 26.10.2022 15:07
„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Menning 25.10.2022 22:41
Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum. Lífið 25.10.2022 16:02
Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs. Menning 22.10.2022 22:34
Leggja niður starfsemi bókabílsins Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins verði lögð niður. Bíllinn er orðin 22 ára gamall og myndi það kosta um hundrað milljónir króna að endurnýja hann. Innlent 20.10.2022 06:29
Æsilegir ástarfundir og spælt egg í plastpoka „Sextán manneskjur hafa náttúrulega sextán skoðanir, ekki alltaf þær sömu,“ segir Berglind Erna Tryggvadóttir í samtali við Vísi. Berglind er ein þeirra sextán kvenna sem gáfu saman út bókina Takk fyrir komuna. Lífið 18.10.2022 11:30
Reynir ekki að gera öllum til geðs Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina. Lífið 18.10.2022 08:31