Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Fjölga sér­fræðingum hjá Veður­stofunni til um­fangs­meiri vöktunar

Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 

Innlent
Fréttamynd

Dag­skrá í­búa­fundar fyrir Grind­víkinga

Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun klukkan 17 í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum vegna jarðhræringa í og við Grindavík og mun íbúum gefast tækifæri til að bera fram spurningar á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“

Formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Djúp hola á æfingavelli Grinda­víkur

Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu

Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni.

Innlent
Fréttamynd

Allt niður í tveggja tíma fyrir­vari á eld­gosi

Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina.

Innlent
Fréttamynd

Upp­færa hættu­mat­skort í Grinda­vík

Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Leigutorg opnað fyrir Grind­víkinga

Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðnar sprungur mögu­lega varð­veittar

Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Náðist ekki að láta vita af Grind­víkingum í eitt skipti

Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis.

Innlent
Fréttamynd

Héra­stubbur bakari bauð upp á fimm­tán sortir fyrsta daginn

Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn

Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það.

Innlent
Fréttamynd

Nýr kafli hafinn á Reykja­nesi

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga fer áfram minnkandi og flestir skjálftarnir undir einum að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu

25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.

Innlent