Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Innlent 31.7.2022 14:22 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. Innlent 31.7.2022 07:18 Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Innlent 30.7.2022 22:00 Æ fleiri grunnir skjálftar geti bent til kvikuhlaups Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson segir æ fleiri grunna skjálfta við Fagradalsfjalla benda til þess að um kvikuhlaup geti verið að ræða. Slíkt hlaup geti lognast út af eða kvikan brotið sér leið upp á yfirborðið en það sé erfitt að meta slíkt núna af dýptartölum. Innlent 30.7.2022 19:35 Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. Innlent 30.7.2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. Innlent 30.7.2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. Innlent 30.7.2022 14:15 Skjálfti í Mýrdalsjökli Rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld varð skjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Stærð skjálftans hefur ekki verið staðfest. Innlent 30.7.2022 00:04 Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Innlent 27.7.2022 12:00 Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Innlent 27.7.2022 07:43 Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. Innlent 26.7.2022 12:42 Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. Erlent 24.7.2022 18:08 Skjálftar af stærðinni 4,4 og 4,9 mældust við Bárðabungu Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist í norðanverðri öskju Bárðabungu klukkan 13:32 í dag. Tæplega hálftíma síðar mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,9 af stærð. Innlent 24.7.2022 14:34 Skjálftar í Mýrdalsjökli Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni. Innlent 10.7.2022 17:43 Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun. Fréttir 4.7.2022 09:40 Jarðskjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,5 Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu klukkan 08:16 í morgun. Innlent 29.6.2022 11:01 Tveir skjálftar norðvestur af Gjögurtá Tveir skjálftar urðu um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Fyrri skjálftinn mældist 2,7 stig en sá seinni 3,2 stig. Innlent 28.6.2022 00:04 Tugir jarðvísindamanna mættir í Mývatnssveit að rannsaka Kröflu Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku. Innlent 27.6.2022 18:09 Jörð skalf í Bárðarbungu í morgun Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig reið yfir í Bárðarbungu í morgun. Innlent 27.6.2022 06:39 Stór skjálfti í Langjökli Klukkan 22:12 varð skjálfti af stærð 4,6 í Langjökli, um ellefu kílómetra norður af Hagajökli. Síðast varð skjálfti yfir 4 að stærð í vestanverðum Langjökli 10. desember 2015. Innlent 23.6.2022 22:42 Talibanar óska eftir aðstoð vegna jarðskjálftans mannskæða Talibanar, sem fara með völd í Afganistan, hafa óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins, vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir í morgun. Erlent 22.6.2022 22:05 Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. Erlent 22.6.2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. Erlent 22.6.2022 06:27 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. Innlent 17.6.2022 08:02 Draugurinn í briminu í Reynisfjöru Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók á dögunum þessa mögnuðu mynd af briminu í Reynisfjöru. Í mestu látunum, þegar brimið barði á ströndinni, birtist andlit í því miðju. Lífið 16.6.2022 14:14 Tæplega fjögurra stiga skjálfti við Grindavík Alls hafa mælst 36 skjálftar hér á landi síðan klukkan eitt í nótt, langflestir þeirra við Grindavík. Sá stærsti mældist 3,9 stig. Innlent 14.6.2022 06:17 Óvissustigi aflýst á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefu raflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Innlent 10.6.2022 12:11 Þriggja stiga skjálfti skammt frá Fagradalsfjalli Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en virkni síðustu daga hefur verið sveiflukennd. Innlent 8.6.2022 06:38 Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Erlent 5.6.2022 17:15 Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. Innlent 2.6.2022 14:42 « ‹ 68 69 70 71 72 73 74 75 76 … 132 ›
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Innlent 31.7.2022 14:22
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. Innlent 31.7.2022 07:18
Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Innlent 30.7.2022 22:00
Æ fleiri grunnir skjálftar geti bent til kvikuhlaups Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson segir æ fleiri grunna skjálfta við Fagradalsfjalla benda til þess að um kvikuhlaup geti verið að ræða. Slíkt hlaup geti lognast út af eða kvikan brotið sér leið upp á yfirborðið en það sé erfitt að meta slíkt núna af dýptartölum. Innlent 30.7.2022 19:35
Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. Innlent 30.7.2022 18:45
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. Innlent 30.7.2022 15:16
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. Innlent 30.7.2022 14:15
Skjálfti í Mýrdalsjökli Rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld varð skjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Stærð skjálftans hefur ekki verið staðfest. Innlent 30.7.2022 00:04
Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Innlent 27.7.2022 12:00
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Innlent 27.7.2022 07:43
Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. Innlent 26.7.2022 12:42
Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. Erlent 24.7.2022 18:08
Skjálftar af stærðinni 4,4 og 4,9 mældust við Bárðabungu Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist í norðanverðri öskju Bárðabungu klukkan 13:32 í dag. Tæplega hálftíma síðar mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,9 af stærð. Innlent 24.7.2022 14:34
Skjálftar í Mýrdalsjökli Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni. Innlent 10.7.2022 17:43
Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun. Fréttir 4.7.2022 09:40
Jarðskjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,5 Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu klukkan 08:16 í morgun. Innlent 29.6.2022 11:01
Tveir skjálftar norðvestur af Gjögurtá Tveir skjálftar urðu um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Fyrri skjálftinn mældist 2,7 stig en sá seinni 3,2 stig. Innlent 28.6.2022 00:04
Tugir jarðvísindamanna mættir í Mývatnssveit að rannsaka Kröflu Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku. Innlent 27.6.2022 18:09
Jörð skalf í Bárðarbungu í morgun Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig reið yfir í Bárðarbungu í morgun. Innlent 27.6.2022 06:39
Stór skjálfti í Langjökli Klukkan 22:12 varð skjálfti af stærð 4,6 í Langjökli, um ellefu kílómetra norður af Hagajökli. Síðast varð skjálfti yfir 4 að stærð í vestanverðum Langjökli 10. desember 2015. Innlent 23.6.2022 22:42
Talibanar óska eftir aðstoð vegna jarðskjálftans mannskæða Talibanar, sem fara með völd í Afganistan, hafa óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins, vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir í morgun. Erlent 22.6.2022 22:05
Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. Erlent 22.6.2022 10:07
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. Erlent 22.6.2022 06:27
Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. Innlent 17.6.2022 08:02
Draugurinn í briminu í Reynisfjöru Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók á dögunum þessa mögnuðu mynd af briminu í Reynisfjöru. Í mestu látunum, þegar brimið barði á ströndinni, birtist andlit í því miðju. Lífið 16.6.2022 14:14
Tæplega fjögurra stiga skjálfti við Grindavík Alls hafa mælst 36 skjálftar hér á landi síðan klukkan eitt í nótt, langflestir þeirra við Grindavík. Sá stærsti mældist 3,9 stig. Innlent 14.6.2022 06:17
Óvissustigi aflýst á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefu raflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Innlent 10.6.2022 12:11
Þriggja stiga skjálfti skammt frá Fagradalsfjalli Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en virkni síðustu daga hefur verið sveiflukennd. Innlent 8.6.2022 06:38
Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Erlent 5.6.2022 17:15
Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. Innlent 2.6.2022 14:42