Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. Erlent 23.11.2024 23:12
Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. Erlent 23.11.2024 14:22
Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Innlent 22.11.2024 13:29
Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent 19.11.2024 10:01
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Skoðun 18. nóvember 2024 07:15
Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Íslenskur stjórnandi verklegra orkuframkvæmda á Grænlandi vonast til að Íslendingar hafi áhuga á taka þátt í þeim miklu virkjunarframkvæmdum sem framundan eru í landinu. Íslensk verktakafyrirtæki hafa til þessa reist fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlendinga. Viðskipti innlent 17. nóvember 2024 23:00
Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að mati 54,1% aðspurðra í könnun Maskínu. Þá telja 27,4% að stjórnvöld geri nóg og 18,5% að stjórnvöld geri of mikið. Innlent 16. nóvember 2024 14:28
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Erlent 15. nóvember 2024 06:55
Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. Innlent 13. nóvember 2024 21:30
Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Skoðun 13. nóvember 2024 10:15
Efnahagsmál eru loftslagsmál Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Skoðun 13. nóvember 2024 07:17
Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Skoðun 12. nóvember 2024 22:02
Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Formaður Landverndar segir það þversagnakennt hve lítið sé talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni, í ljósi þess að lofstlagsváin hafi aðeins orðið meiri á undanförnum árum. Innlent 10. nóvember 2024 20:17
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Erlent 10. nóvember 2024 07:37
Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Framkvæmdastjóri skipulags COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Aserbaídsjan í næstu viku, er sagður hafa reynt að nýta sér stöðu sína til að koma á samningi um kaup á jarðefnaeldsneyti. Erlent 8. nóvember 2024 08:06
Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Norræna ráðherranefndin stendur fyrir viðburði í Norræna húsinu milli klukkan 16:30 og 18 í dag þar sem grænu umskiptin verða til umfjöllunar. Yfirskriftin er „Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi?“ en hæg verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 7. nóvember 2024 16:02
Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. Innlent 5. nóvember 2024 17:43
Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Umhverfisþing verður haldið í þrettánda sinn í Kaldalóni í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Innlent 5. nóvember 2024 12:31
Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu Í hátt í fimmtíu manna sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu í Aserbaídsjan verður enginn kjörinn fulltrúi, hvorki ráðherra, þingmaður né sveitarstjórnarmaður. Ráðstefnunni lýkur átta dögum fyrir alþingiskosningar. Innlent 4. nóvember 2024 09:17
Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram í Baku í Aserbaídsjan dagana 11. til 22. nóvember. Skráðir þátttakendur frá Íslandi eru 44 að þessu sinni. Innlent 1. nóvember 2024 18:41
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. Erlent 1. nóvember 2024 08:22
Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. Innlent 31. október 2024 13:32
Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál Árleg ráðstefna almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra verður haldin í dag á milli klukkan 13:00 og 16:15, á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni, sem haldin er í þriðja sinn verður eins og áður fjallað vítt og breitt um almannavarnarmál á Íslandi. Sjá má ráðstefnuna í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 31. október 2024 12:32
Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Ungir umhverfissinnar bjóða á laugardaginn í matarveislu úr rusli og hrekkjavökuhátíð lífvera. Náttúruverndarfulltrúi hjá Ungum umhverfissinnum segir að samtökin vilji gera loftslagsmál heit aftur og draga úr efasemdum. Innlent 31. október 2024 07:03
Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. Erlent 31. október 2024 06:31