Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 80-76 | Meistararnir lágu í Ásgarði Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 16. október 2015 22:00 Justin Shouse í baráttu við Ægi Þór Steinarsson og Michael Craion í Ásgarði í kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan byrjar tímabilið í Domino's deild karla vel en Garðbæingar unnu sterkan sigur, 80-76, á Íslandsmeisturum KR í stórleik 1. umferðar í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Leikurinn var gríðarlega jafn en liðin skiptust alls 20 sinnum á forystunni í kvöld. Stjörnumenn reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum en þar munaði mikið um framlag Al'lonzo Coleman. Bandaríkjamaðurinn hafði hægt um sig í stigaskorun framan af leik en hrökk heldur betur í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 23 stigum sínum. Coleman kom Stjörnunni þremur stigum yfir, 77-74, með þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en Björn Kristjánsson minnkaði muninn í 77-76 eftir hraðaupphlaup og allt var á suðupunkti í Ásgarði. KR-ingar fengu svo möguleika til að komast yfir en þriggja stiga skot Pavels Ermolinskij geigaði. Boltinn barst til Magnúsar Bjarka Guðmundssonar sem var sendur á vítalínuna. Þessi tvítugi strákur setti fyrra vítaskotið niður en klikkaði á því seinna. Hann bætti hins vegar upp fyrir það með því að hirða sóknarfrákastið og koma boltanum í hendurnar á Justin Shouse. KR-ingar brutu á Justin sem setti bæði vítin niður og tryggði Stjörnunni sigurinn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi. Stjörnumenn byrjuðu leikinn reyndar mun betur en um miðjan 1. leikhluta var staðan 11-2, þeim í vil. Sóknarleikur KR var mjög stirðbusalegur framan af en smám saman komust gestirnir betur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan varamannanna, Snorra Hrafnkelssonar og Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar. Þeir félagar skoruðu fimm stig í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 15-14. En Sæmundur Valdimarsson átti síðasta orðið í fyrri hálfleik og Stjarnan fór því með þriggja stiga forystu, 17-14, inn í 2. leikhluta sem var gríðarlega jafn. Alls skiptust liðin sjö sinnum á forystunni í leikhlutanum og sex sinnum var staðan jöfn. Snorri jafnaði metin í 17-17 í upphafi 2. leikhluta og hann kom svo KR-ingum í fyrsta sinn yfir þegar hann blakaði boltanum ofan í eftir skot Ægis Þórs Steinarssonar sem hitti illa í kvöld (2/12). Ægir kom svo KR fjórum stigum yfir, 17-21, af vítalínunni en þá fóru Stjörnumenn í gang, skoruðu níu stig í röð og náðu fimm stiga forskoti, 26-21. KR svaraði með sex stigum í röð og endurheimti forystuna, 26-27. Svona gekk þetta út fyrri hálfleikinn en Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sá til þess að sínir menn leiddu í hálfleik þegar hann setti niður þrist um leið og hálfleiksflautan gall. Justin og Tómas Heiðar Tómasson voru stigahæstir hjá Stjörnunni í hálfleik, með 11 og 10 stig. Justin gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Stjörnumenn fengu hins vegar aðeins fjögur stig af bekknum gegn 11 hjá KR. Brynjar og Pavel Ermonlinskij skoruðu átta stig hvor fyrir Íslandsmeistarana í fyrri hálfleik en Pavel tók auk þess sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Michael Craion hafði hins vegar nokkuð hægt um sig í stigaskorun, líkt og Coleman hjá Stjörnunni. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik. Stjörnumenn gerðu sér erfitt fyrir með sex töpuðum boltum í 3. leikhluta en þrátt fyrir það héldu þeir KR-ingum í seilingarfjarlægð. Stjarnan leiddi með einu stigi fyrir lokaleikhlutann, 58-57, og Garðbæingar voru með frumkvæðið síðustu 10 mínúturnar. KR-ingar komust t.a.m. aðeins einu sinni yfir í 4. leikhluta. Lokakaflinn var svo æsispennandi eins og áður sagði en Stjörnumenn voru sterkari á svellinum undir lokin og fögnuðu góðum sigri á Íslandsmeisturunum. Coleman og Justin skoruðu 23 stig hvor fyrir Stjörnuna en Craion var stigahæstur hjá KR með 16 stig. Pavel var hins vegar besti maður KR-inga, með 15 stig, 13 fráköst, sjö stoðsendingar, þrjá stolna bolta og þrjú varin skot.Stjarnan-KR 80-76 (17-14, 21-25, 20-18, 22-19)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 23/9 fráköst, Justin Shouse 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 13, Tómas Þórður Hilmarsson 8/14 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 5/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 16/8 fráköst/5 stolnir, Pavel Ermolinskij 15/13 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 13, Darri Hilmarsson 8, Björn Kristjánsson 7, Ægir Þór Steinarsson 7/8 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 7/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3.Hrafn: Fannst fyrri hálfleikurinn ofboðslega fagur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki tilbúinn að taka undir þau orð blaðamanns Vísis að Garðbæingar hefðu fengið draumabyrjun á tímabilinu með fjögurra stiga sigri, 80-76, á Íslandsmeisturum KR í kvöld. "Draumabyrjun? Gerum bara deildinni greiða og hættum að tala um að þetta sé bara formsatriði fyrir KR sem eigi að vera ósnertanlegir," sagði Hrafn eftir leikinn í Ásgarði í kvöld. "Þá er ég ekki að segja að þeir séu ekki með besta liðið, því á pappírunum eru þeir með það. En það er fullt af liðum sem langar að taka þetta og hafa trú á þessu. "Þetta var ekki draumabyrjun en mjög góð byrjun á tímabilinu engu að síður." Stjarnan byrjaði leikinn vel og komst fljótlega í 11-2. KR-ingar voru þó fljótir að ná áttum og leikurinn var gríðarlega jafn það sem eftir var. "Mér fannst þetta vera ofboðslega fagur fyrri hálfleikur þótt það væri ekki mikið skorað," sagði Hrafn. "Mér fannst bæði lið spila hörkuvörn og það var frábært að horfa á (Michael) Craion og Zo (Al'lonzo Coleman) spila vörn á hvorn annan. Þeir eru greinilega að stúdera hvorn annan," bætti Hrafn við en Coleman fór heldur betur í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 23 stigum sínum. "Hann er ekki mesti íþróttamaðurinn en þetta er leikmaður sem ætlar sér að verða þjálfari þegar hann hættir að spila. Hann skilur leikinn mjög vel og vegur það sem hann vantar upp á í sprengikrafti með leikskilningi. "Hann kann á kerfið okkar og það er kannski ekki vandamál þótt hann sé ekki að skora löngum stundum," sagði Hrafn að lokum.Pavel: Það féllu engin tár í klefanum Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sagði að hefði lítið vantað upp á til að Íslandsmeistararnir hefðu klárað leikinn gegn Stjörnunni í kvöld. "Það var lítið sem vantaði upp á, mér fannst við vera brattari. Þeir settu niður erfið skot undir lokin á meðan við klikkuðum á okkar færum," sagði Pavel en Stjörnumenn höfðu á endanum betur, 80-76. "Við áttum að vera búnir að klára þetta miklu fyrr, þetta hefði ekki átt að vera svona jafnt undir lokin," sagði Pavel sem átti flottan leik í kvöld; skoraði 15 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal þremur boltum og varði þrjú skot. Pavel kvaðst ekki vera ánægður með frammistöðu KR-inga í kvöld og segir liðið eiga ennþá nokkuð langt í land. "Nei, við getum ekki verið ánægðir með frammistöðuna en við erum bara á sama stað og allir þótt þessi kjarni hafi verið lengi saman. Við þurfum smá tíma til að koma okkur aftur í gang eins og hin 11 liðin. "Við þekkjumst vel svo það ætti að vera auðvelt. Um leið og þessar einföldu körfur og flæðið og skilningur milli manna í vörn og sókn eykst þá kemur þetta. Ég hef litlar áhyggjur af þessu," sagði Pavel og bætti því að þetta tap myndi ekki hafa of mikil áhrif á KR-liðið. "Alls ekki, það voru engin tár sem féllu í klefanum eftir leikinn. Það er hræðilegt að tapa en tilfinningin í leiknum var ekki sú að við værum á einhverjum slæmum stað heldur bara ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Maður fann það í leiknum," sagði Pavel að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Stjarnan byrjar tímabilið í Domino's deild karla vel en Garðbæingar unnu sterkan sigur, 80-76, á Íslandsmeisturum KR í stórleik 1. umferðar í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Leikurinn var gríðarlega jafn en liðin skiptust alls 20 sinnum á forystunni í kvöld. Stjörnumenn reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum en þar munaði mikið um framlag Al'lonzo Coleman. Bandaríkjamaðurinn hafði hægt um sig í stigaskorun framan af leik en hrökk heldur betur í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 23 stigum sínum. Coleman kom Stjörnunni þremur stigum yfir, 77-74, með þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en Björn Kristjánsson minnkaði muninn í 77-76 eftir hraðaupphlaup og allt var á suðupunkti í Ásgarði. KR-ingar fengu svo möguleika til að komast yfir en þriggja stiga skot Pavels Ermolinskij geigaði. Boltinn barst til Magnúsar Bjarka Guðmundssonar sem var sendur á vítalínuna. Þessi tvítugi strákur setti fyrra vítaskotið niður en klikkaði á því seinna. Hann bætti hins vegar upp fyrir það með því að hirða sóknarfrákastið og koma boltanum í hendurnar á Justin Shouse. KR-ingar brutu á Justin sem setti bæði vítin niður og tryggði Stjörnunni sigurinn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi. Stjörnumenn byrjuðu leikinn reyndar mun betur en um miðjan 1. leikhluta var staðan 11-2, þeim í vil. Sóknarleikur KR var mjög stirðbusalegur framan af en smám saman komust gestirnir betur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan varamannanna, Snorra Hrafnkelssonar og Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar. Þeir félagar skoruðu fimm stig í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 15-14. En Sæmundur Valdimarsson átti síðasta orðið í fyrri hálfleik og Stjarnan fór því með þriggja stiga forystu, 17-14, inn í 2. leikhluta sem var gríðarlega jafn. Alls skiptust liðin sjö sinnum á forystunni í leikhlutanum og sex sinnum var staðan jöfn. Snorri jafnaði metin í 17-17 í upphafi 2. leikhluta og hann kom svo KR-ingum í fyrsta sinn yfir þegar hann blakaði boltanum ofan í eftir skot Ægis Þórs Steinarssonar sem hitti illa í kvöld (2/12). Ægir kom svo KR fjórum stigum yfir, 17-21, af vítalínunni en þá fóru Stjörnumenn í gang, skoruðu níu stig í röð og náðu fimm stiga forskoti, 26-21. KR svaraði með sex stigum í röð og endurheimti forystuna, 26-27. Svona gekk þetta út fyrri hálfleikinn en Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sá til þess að sínir menn leiddu í hálfleik þegar hann setti niður þrist um leið og hálfleiksflautan gall. Justin og Tómas Heiðar Tómasson voru stigahæstir hjá Stjörnunni í hálfleik, með 11 og 10 stig. Justin gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Stjörnumenn fengu hins vegar aðeins fjögur stig af bekknum gegn 11 hjá KR. Brynjar og Pavel Ermonlinskij skoruðu átta stig hvor fyrir Íslandsmeistarana í fyrri hálfleik en Pavel tók auk þess sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Michael Craion hafði hins vegar nokkuð hægt um sig í stigaskorun, líkt og Coleman hjá Stjörnunni. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik. Stjörnumenn gerðu sér erfitt fyrir með sex töpuðum boltum í 3. leikhluta en þrátt fyrir það héldu þeir KR-ingum í seilingarfjarlægð. Stjarnan leiddi með einu stigi fyrir lokaleikhlutann, 58-57, og Garðbæingar voru með frumkvæðið síðustu 10 mínúturnar. KR-ingar komust t.a.m. aðeins einu sinni yfir í 4. leikhluta. Lokakaflinn var svo æsispennandi eins og áður sagði en Stjörnumenn voru sterkari á svellinum undir lokin og fögnuðu góðum sigri á Íslandsmeisturunum. Coleman og Justin skoruðu 23 stig hvor fyrir Stjörnuna en Craion var stigahæstur hjá KR með 16 stig. Pavel var hins vegar besti maður KR-inga, með 15 stig, 13 fráköst, sjö stoðsendingar, þrjá stolna bolta og þrjú varin skot.Stjarnan-KR 80-76 (17-14, 21-25, 20-18, 22-19)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 23/9 fráköst, Justin Shouse 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 13, Tómas Þórður Hilmarsson 8/14 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 5/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 16/8 fráköst/5 stolnir, Pavel Ermolinskij 15/13 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 13, Darri Hilmarsson 8, Björn Kristjánsson 7, Ægir Þór Steinarsson 7/8 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 7/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3.Hrafn: Fannst fyrri hálfleikurinn ofboðslega fagur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki tilbúinn að taka undir þau orð blaðamanns Vísis að Garðbæingar hefðu fengið draumabyrjun á tímabilinu með fjögurra stiga sigri, 80-76, á Íslandsmeisturum KR í kvöld. "Draumabyrjun? Gerum bara deildinni greiða og hættum að tala um að þetta sé bara formsatriði fyrir KR sem eigi að vera ósnertanlegir," sagði Hrafn eftir leikinn í Ásgarði í kvöld. "Þá er ég ekki að segja að þeir séu ekki með besta liðið, því á pappírunum eru þeir með það. En það er fullt af liðum sem langar að taka þetta og hafa trú á þessu. "Þetta var ekki draumabyrjun en mjög góð byrjun á tímabilinu engu að síður." Stjarnan byrjaði leikinn vel og komst fljótlega í 11-2. KR-ingar voru þó fljótir að ná áttum og leikurinn var gríðarlega jafn það sem eftir var. "Mér fannst þetta vera ofboðslega fagur fyrri hálfleikur þótt það væri ekki mikið skorað," sagði Hrafn. "Mér fannst bæði lið spila hörkuvörn og það var frábært að horfa á (Michael) Craion og Zo (Al'lonzo Coleman) spila vörn á hvorn annan. Þeir eru greinilega að stúdera hvorn annan," bætti Hrafn við en Coleman fór heldur betur í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 23 stigum sínum. "Hann er ekki mesti íþróttamaðurinn en þetta er leikmaður sem ætlar sér að verða þjálfari þegar hann hættir að spila. Hann skilur leikinn mjög vel og vegur það sem hann vantar upp á í sprengikrafti með leikskilningi. "Hann kann á kerfið okkar og það er kannski ekki vandamál þótt hann sé ekki að skora löngum stundum," sagði Hrafn að lokum.Pavel: Það féllu engin tár í klefanum Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sagði að hefði lítið vantað upp á til að Íslandsmeistararnir hefðu klárað leikinn gegn Stjörnunni í kvöld. "Það var lítið sem vantaði upp á, mér fannst við vera brattari. Þeir settu niður erfið skot undir lokin á meðan við klikkuðum á okkar færum," sagði Pavel en Stjörnumenn höfðu á endanum betur, 80-76. "Við áttum að vera búnir að klára þetta miklu fyrr, þetta hefði ekki átt að vera svona jafnt undir lokin," sagði Pavel sem átti flottan leik í kvöld; skoraði 15 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal þremur boltum og varði þrjú skot. Pavel kvaðst ekki vera ánægður með frammistöðu KR-inga í kvöld og segir liðið eiga ennþá nokkuð langt í land. "Nei, við getum ekki verið ánægðir með frammistöðuna en við erum bara á sama stað og allir þótt þessi kjarni hafi verið lengi saman. Við þurfum smá tíma til að koma okkur aftur í gang eins og hin 11 liðin. "Við þekkjumst vel svo það ætti að vera auðvelt. Um leið og þessar einföldu körfur og flæðið og skilningur milli manna í vörn og sókn eykst þá kemur þetta. Ég hef litlar áhyggjur af þessu," sagði Pavel og bætti því að þetta tap myndi ekki hafa of mikil áhrif á KR-liðið. "Alls ekki, það voru engin tár sem féllu í klefanum eftir leikinn. Það er hræðilegt að tapa en tilfinningin í leiknum var ekki sú að við værum á einhverjum slæmum stað heldur bara ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Maður fann það í leiknum," sagði Pavel að endingu.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira