Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 18. mars 2016 22:00 Vance Hall var magnaður í leiknum. Vísir/ernir Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum þriðja leikhluta, en þeir spiluðu frábæran varnarleik. Gestirnir úr Þorlákshöfn spiluðu afar góðan varnarleik í allt kvöld, en þeir unnu þrátt fyrir að hafa einungis skorað sjö stig í öðrum leikhluta sem er sjaldséð tölfrði í körfuboltaleik. Lokatölur urðu 67-64 eftir að Haukarnir hefðu verið 41-32 yfir í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Ásvöllum og tók meðfylgjandi myndir. Þórsarar byrjuðu vel í fyrsta leikhluta og skoruðu meðal annars þrjú fyrstu stigin. Gestirnir voru komnir í 18-8, en Vance Hall hafði þá sett niður tvo þrista á skömmum tíma og allt lék í blóma. Sóknarleikur Hauka var vægast sagt slakur framan af fyrsta leikhluta, en þeir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Finnur Atli skoraði fimm stig undir lok leikhlutans og minnkaði muninn í 25-19, en þannig var staðan eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta snérist dæmið hins vegar algjörlega vel. Haukarnir mættu miklu grimmari til leiks og heimamenn breyttu stöðunni úr 23-27 í 38-27. Gestirnir skoruðu ekki í heilar sjö mínútur í leikhlutanum, en þeir skoruðu þegar 1:11 var búin af leikhlutanum og svo ekki fyrr en 1:23 var eftir. Sturluð tölfræði. Haukarnir gjörsamlega skelltu í lás og voru að endingu níu stigum yfir í hálfleik, 41-32, en þeir unnu annan leikhlutann 22-7 og þar af fimm stig á síðustu einni og hálfri mínútunni. Gestirnir náðu lítið að taka spretti til þess að ógna forskoti heimamanna almennilega í þriðja leikhlutanum. Vance og Baldur Þór tóku góða þrista í leikhlutanum, en of langt leið á milli góðra kafla hjá Þórsurum. Þeir náðu ekki að koma með spretti í kjölfarið og fylgja því eitthvað eftir, en Haukarnir héldu þeim alltaf hæfilega langt frá sér þrátt fyrir að þurfa venjast því að spila án Kára í þriðja leikhlutanum. Staðan eftir þriðja leikhluta, 53-48, og allt útlit fyrir spennandi fjórða leikhluta. Hægt og rólega fikruðu Þórsarar sig nær heimamönnum og Ragnar Örn Bragason minnkaði muninn í 54-53 þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Haukarnir héldu mjög naumri forystu, en mikil spenna og hiti var í húsinu enda mikið undir. Ragnar Nathanaelsson jafnaði metin í 57-57, en eftir það tóku Haukarnir aftur völdin. Áfram hélt spennan og gestirnir breyttu stöðunni úr 64-59 í 64-65 sér í vil og voru eini stigi yfir þegar um 40 sekúndur voru eftir. Vance Hall setti svo niður tvö víti og voru komnir þremur stigum yfir, 64-67, en það bil náðu Haukarnir ekki að brúa þrátt fyrir tvö þriggja stiga skot í síðustu sókninni. Lokatölur þriggja stiga sigur Þórs, 67-64. Það var ekki mikið skorað á Ásvöllum í kvöld, en það var einn maður í sérflokki og hann heitir Vance Hall. Þegar gestirnir voru í sem dýpstri holu þá byrjaði hann bara að grafa og grafa og náði að grafa þá upp. Hann endaði með 33 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar. Algjörlega frábær. Hjá heimamönnum var Brandon Mobley með 25 stig, en Haukarnir hittu einungis úr þremur þriggja stiga skotum í kvöld. Kári Jónsson spilaði ekki allan síðari hálfleikinn vegna meiðsla og er það skarð fyrir skyldi en hann lenti í samstuði við Ragnar Nathanaelsson í fyrri hálfleik. Emil Barja fékk svo sína fimmtu villu undir lokin og voru þessir tveir lykilmenn ekki með Haukunum síðustu mínúturnar. Þór hefur því stolið heimavallarréttinum ef svo mætti segja, en liðin mætast aftur í Þorlákshöfn á mánudag. Þar vilja bæði lið líklega spila betri sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var góður í kvöld. Það kæmi fáum á óvart ef rimma þessara liða færi í fimm leiki, svo jöfn eru liðin.Tölfræði leiks: Haukar-Þór Þ. 64-67 (19-25, 22-7, 12-16, 11-19)Haukar: Brandon Mobley 25/8 fráköst, Emil Barja 15/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 6/5 fráköst, Kári Jónsson 5, Kristinn Marinósson 2, Hjálmar Stefánsson 1/5 fráköst, Ívar Barja 0, Kristinn Jónasson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.Þór Þ.: Vance Michael Hall 33/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 10/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Grétar Ingi Erlendsson 2/12 fráköst, Magnús Breki Þórðason 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Vance Hall: Viljum ná í annan sigur og setja pressu á þá „Þetta var erfiður leikur, en vildum vinna hérna,” sagði maður leiksins, Vance Hall, við Vísi í leikslok, en hann fór á kostum í liði Þórs í kvöld. Hann skoraði 33 stig. „Þeir eru erfiðir viðureignar og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt hérna í kvöld,” en hvað gerðist í öðrum leikhlutanum þar sem Þór skoraði einungis sjö stig á tíu mínútum? „Mér fannst ég og við spila vel í fyrsta leikhlutanum, en þeir gerðu gerðu frábærlega á mig og restina af liðinu í öðrum leikhluta. Þeir voru öflugir varnarlega og tóku forystuna.” Eins og áður segir skoraði Hall 33 stig og var öðrum fremri í leiknum í kvöld, en hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Það er gott, en ég var meira ánægðari með varnarleikinn okkar í enda leiksins. Við hertum varnarleikinn og ég held að það hafi skilað sigrinum í lokin.” Liðin mætast aftur á mánudag og þar vill Vance komast í 2-0. „Það er það sem við vonumst eftir; að fara á heimavöllinn okkar og ná í annan sigur og setja pressu á þá, en það verður erfitt. Þeir eru með frábært lið og þetta mun ekki vera auðvelt,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Ívar: Höfum séð svartari daga „Sóknin okkar klikkar bara og við erum ekki að hitta neitt. Við fáum frí skot eftir frí skot og það er vandamálið í þessum leik hjá okkur,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, vonsvikinn í leikslok. „Við erum alveg með þriggja stiga skytturnar okkar, Hauk og Kristinn, alveg off og Hjálmar hittir ekkert heldur. Það er bara það sem er í gangi hjá okkur. Finnur var kannski líka of ragur, en við fórum að leita of mikið inn í teig.” „Brandon var búinn að vera góður í seinni hálfleik, en við hefðum átt að nýta betur veiku hliðina og hitta betur þar en viið vorum of ragir hérna í kvöld.” Haukarnir spiluðu glimrandi bolta í öðrum leikhluta og héldu gestunum í einungis sjö stigum allan leikhluta, en var Ívar ósáttur með að fara ekki með meira forskot en níu stig inn í hálfleikinn? „Já, ég hefði talið að við hefðum átt að fara með að minnsta kosti fimmtán stig, en það var bara sama sagan þar; við vorum að hitta illa. Þegar við hittum illa þá er þetta erfitt, en það var ágætt að vera með tíu stig þrátt fyrir að vera hitta illa.” „Í síðari hálfleik þá bara verðum við ragir og við hættum að hafa trú á skotunum okkar. Við tökum ekki fyrsta mómentið heldur erum við ragir og þess vegna erum við að brenna af. Vörnin var fín nær allan leikinn.” „Við vorum að spila hörku vörn á Vance þrátt fyrir að hann sé að skora mikið, en hann er bara hörkuleikmaður. Bæði Emil og Hjálmar voru að spila hörkuvörn á hann.” Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í síðari hálfleik og það var blóðugt fyrir heimamenn. „Þetta er bara eins og fyrri hin liðin að missa útlendingana sína. Auðvitað var það mjög slæmt fyrir okkur og svo missum við Emil af velli með fimm villur. Það var dýrt í lokin og það kostaði okkur kannski sigurinn að hann fær þessa fimmtu villu.” „Ég tel að þetta hafi ekki verið villa á hann, heldur frekar Brandon, þá var hann í þessari baráttu og hann bauð upp á þetta. Það voru mistökin.” „Ég hef ekki séð atvikið, þannig ég get ekki sagt neitt sjálfur um það, en mér er sagt að þeir sem hafi skoðað þetta í endursýningu hafi sagt að þetta hafi verið grófur ásetningur. Það er kannski erfitt fyrir mig að segja eitthvað hér án þess að hafa horft á þetta.” Haukarnir eru nú 1-0 undir og þurfa að sækja að sigurinn í Þorlákshöfn á mánudag ætli þeir sér ekki að vera komnir með bakið upp við vegg eftir fyrstu tvo leikina. „Við höfum séð svartari daga en þetta. Við erum ekki af baki dottnir. Sem betur fer er þetta ekki bikarleikur og við förum bjartir í Þorlákshöfn. Við vinnum bara þar. Við höfum gert það áður og við höfum unnið þar stóra og góðra sigra og við ætlum að gera það á mánudaginn,” sagði Ívar.Einar: Kalla eftir að Græni drekinn og fólk í Þorlákshöfn stútfylli húsið „Ég er virkilega ánægður með að vinna. Þetta var svona rússibanareið í körfuboltaleik,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, kampakátur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við frábærir í fyrsta leikhluta og þar var allt sem maður var að kalla eftir; vel stemmdir og flottur varnarleikur og skoruðum 25 stig, en svo skorum við tvö stig á fyrstu átta mínútunum í öðrum leikhluta.” „Við vorum þakklátir með að vera bara níu stigum undir í hálfleik miðað við að það var bara enginn sóknarleikur í heilar tíu mínútur. Varnarleikurinn í síðari hálfleik var hrikalega öflugur og við eigum, eins og Haukarnir, mikið inni sóknarlega.” „Vance var auðvitað bara ótrúlegur og hann dró okkur að landi þeim megin. Það verður bara að segjast alveg eins og er, en ég veit það að mínir menn, sem fengu fullt af góðum hlutum í dag, þeir koma til með að svara kallinu á komandi dögum á sóknarhelmingnum. Þeir gerðu svo vel varnarlega í dag að ég horfi framhjá því.” Ótrúleg þurrð greip um sig í öðrum leikhluta og þeim var gjörsamlega fyrirmunað að hitta, en þeir skoruðu ekki stig í rúmar sjö mínútur og tvö stig fyrstu átta mínúturnar í leikhlutanum. Hvað hugsaði Einar þá? „Ég var mjög pirraður og það var ekki það að við værum ekki að fá skot heldur vorum við ekki að setja neitt niður. Einhvernveginn töpuðum við trúnni á því sem við vorum að gera og fórum í það að kasta boltanum á Vance og vera staðir.” „Við vorum ekkert að fá af blokkinni, en við eigum það inni. Ragnar og Grétar gerðu að mörgu leyti vel í að opna fyrir Vance, en við eigum þá inni sóknarlega í dag. Þeir skora sitthvor hvor stigin. Styrkurinn í dag var að vinna á ekki betri sóknarleik en þetta, en þessi sería snýst um hvort spilar betri vörn.” Einar gaf lítið fyrir það að Þórsarar væru búnir að stela heimavellinum, en hann vill sjá fullan kofa á mánudag. „Þetta eru jöfn lið og alltaf hörkuleikir þegar þessi lið mætast. Ég kalla eftir því að Græni drekinn og fólk í Þorlákshöfn stútfylli húsið okkar og láti heimavöllinn standa undir nafni. Það er eitthvað sem okkur myndi þykja vænt um,” sagði Einar og bætti við að lokum: „Við þurfum klárlega að fylgja þessu eftir, en það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta yrði ekki eini leikurinn sem vinnst á útivelli. Við verðum bara að taka einn dag í einu, hlaða batteríin núna og mæta klárir í næsta leik.”Bein lýsing: Haukar - ÞórTweets by @Visirkarfa1 vísir/ernirÍvar messar yfir sínum mönnum.vísir/ernirEinar og lærisveinar hans gerðu góða ferð á Ásvelli.vísir/ernirHall var að vonum sáttur í leikslok.vísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum þriðja leikhluta, en þeir spiluðu frábæran varnarleik. Gestirnir úr Þorlákshöfn spiluðu afar góðan varnarleik í allt kvöld, en þeir unnu þrátt fyrir að hafa einungis skorað sjö stig í öðrum leikhluta sem er sjaldséð tölfrði í körfuboltaleik. Lokatölur urðu 67-64 eftir að Haukarnir hefðu verið 41-32 yfir í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Ásvöllum og tók meðfylgjandi myndir. Þórsarar byrjuðu vel í fyrsta leikhluta og skoruðu meðal annars þrjú fyrstu stigin. Gestirnir voru komnir í 18-8, en Vance Hall hafði þá sett niður tvo þrista á skömmum tíma og allt lék í blóma. Sóknarleikur Hauka var vægast sagt slakur framan af fyrsta leikhluta, en þeir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Finnur Atli skoraði fimm stig undir lok leikhlutans og minnkaði muninn í 25-19, en þannig var staðan eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta snérist dæmið hins vegar algjörlega vel. Haukarnir mættu miklu grimmari til leiks og heimamenn breyttu stöðunni úr 23-27 í 38-27. Gestirnir skoruðu ekki í heilar sjö mínútur í leikhlutanum, en þeir skoruðu þegar 1:11 var búin af leikhlutanum og svo ekki fyrr en 1:23 var eftir. Sturluð tölfræði. Haukarnir gjörsamlega skelltu í lás og voru að endingu níu stigum yfir í hálfleik, 41-32, en þeir unnu annan leikhlutann 22-7 og þar af fimm stig á síðustu einni og hálfri mínútunni. Gestirnir náðu lítið að taka spretti til þess að ógna forskoti heimamanna almennilega í þriðja leikhlutanum. Vance og Baldur Þór tóku góða þrista í leikhlutanum, en of langt leið á milli góðra kafla hjá Þórsurum. Þeir náðu ekki að koma með spretti í kjölfarið og fylgja því eitthvað eftir, en Haukarnir héldu þeim alltaf hæfilega langt frá sér þrátt fyrir að þurfa venjast því að spila án Kára í þriðja leikhlutanum. Staðan eftir þriðja leikhluta, 53-48, og allt útlit fyrir spennandi fjórða leikhluta. Hægt og rólega fikruðu Þórsarar sig nær heimamönnum og Ragnar Örn Bragason minnkaði muninn í 54-53 þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Haukarnir héldu mjög naumri forystu, en mikil spenna og hiti var í húsinu enda mikið undir. Ragnar Nathanaelsson jafnaði metin í 57-57, en eftir það tóku Haukarnir aftur völdin. Áfram hélt spennan og gestirnir breyttu stöðunni úr 64-59 í 64-65 sér í vil og voru eini stigi yfir þegar um 40 sekúndur voru eftir. Vance Hall setti svo niður tvö víti og voru komnir þremur stigum yfir, 64-67, en það bil náðu Haukarnir ekki að brúa þrátt fyrir tvö þriggja stiga skot í síðustu sókninni. Lokatölur þriggja stiga sigur Þórs, 67-64. Það var ekki mikið skorað á Ásvöllum í kvöld, en það var einn maður í sérflokki og hann heitir Vance Hall. Þegar gestirnir voru í sem dýpstri holu þá byrjaði hann bara að grafa og grafa og náði að grafa þá upp. Hann endaði með 33 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar. Algjörlega frábær. Hjá heimamönnum var Brandon Mobley með 25 stig, en Haukarnir hittu einungis úr þremur þriggja stiga skotum í kvöld. Kári Jónsson spilaði ekki allan síðari hálfleikinn vegna meiðsla og er það skarð fyrir skyldi en hann lenti í samstuði við Ragnar Nathanaelsson í fyrri hálfleik. Emil Barja fékk svo sína fimmtu villu undir lokin og voru þessir tveir lykilmenn ekki með Haukunum síðustu mínúturnar. Þór hefur því stolið heimavallarréttinum ef svo mætti segja, en liðin mætast aftur í Þorlákshöfn á mánudag. Þar vilja bæði lið líklega spila betri sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var góður í kvöld. Það kæmi fáum á óvart ef rimma þessara liða færi í fimm leiki, svo jöfn eru liðin.Tölfræði leiks: Haukar-Þór Þ. 64-67 (19-25, 22-7, 12-16, 11-19)Haukar: Brandon Mobley 25/8 fráköst, Emil Barja 15/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 6/5 fráköst, Kári Jónsson 5, Kristinn Marinósson 2, Hjálmar Stefánsson 1/5 fráköst, Ívar Barja 0, Kristinn Jónasson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.Þór Þ.: Vance Michael Hall 33/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 10/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Grétar Ingi Erlendsson 2/12 fráköst, Magnús Breki Þórðason 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Vance Hall: Viljum ná í annan sigur og setja pressu á þá „Þetta var erfiður leikur, en vildum vinna hérna,” sagði maður leiksins, Vance Hall, við Vísi í leikslok, en hann fór á kostum í liði Þórs í kvöld. Hann skoraði 33 stig. „Þeir eru erfiðir viðureignar og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt hérna í kvöld,” en hvað gerðist í öðrum leikhlutanum þar sem Þór skoraði einungis sjö stig á tíu mínútum? „Mér fannst ég og við spila vel í fyrsta leikhlutanum, en þeir gerðu gerðu frábærlega á mig og restina af liðinu í öðrum leikhluta. Þeir voru öflugir varnarlega og tóku forystuna.” Eins og áður segir skoraði Hall 33 stig og var öðrum fremri í leiknum í kvöld, en hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Það er gott, en ég var meira ánægðari með varnarleikinn okkar í enda leiksins. Við hertum varnarleikinn og ég held að það hafi skilað sigrinum í lokin.” Liðin mætast aftur á mánudag og þar vill Vance komast í 2-0. „Það er það sem við vonumst eftir; að fara á heimavöllinn okkar og ná í annan sigur og setja pressu á þá, en það verður erfitt. Þeir eru með frábært lið og þetta mun ekki vera auðvelt,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Ívar: Höfum séð svartari daga „Sóknin okkar klikkar bara og við erum ekki að hitta neitt. Við fáum frí skot eftir frí skot og það er vandamálið í þessum leik hjá okkur,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, vonsvikinn í leikslok. „Við erum alveg með þriggja stiga skytturnar okkar, Hauk og Kristinn, alveg off og Hjálmar hittir ekkert heldur. Það er bara það sem er í gangi hjá okkur. Finnur var kannski líka of ragur, en við fórum að leita of mikið inn í teig.” „Brandon var búinn að vera góður í seinni hálfleik, en við hefðum átt að nýta betur veiku hliðina og hitta betur þar en viið vorum of ragir hérna í kvöld.” Haukarnir spiluðu glimrandi bolta í öðrum leikhluta og héldu gestunum í einungis sjö stigum allan leikhluta, en var Ívar ósáttur með að fara ekki með meira forskot en níu stig inn í hálfleikinn? „Já, ég hefði talið að við hefðum átt að fara með að minnsta kosti fimmtán stig, en það var bara sama sagan þar; við vorum að hitta illa. Þegar við hittum illa þá er þetta erfitt, en það var ágætt að vera með tíu stig þrátt fyrir að vera hitta illa.” „Í síðari hálfleik þá bara verðum við ragir og við hættum að hafa trú á skotunum okkar. Við tökum ekki fyrsta mómentið heldur erum við ragir og þess vegna erum við að brenna af. Vörnin var fín nær allan leikinn.” „Við vorum að spila hörku vörn á Vance þrátt fyrir að hann sé að skora mikið, en hann er bara hörkuleikmaður. Bæði Emil og Hjálmar voru að spila hörkuvörn á hann.” Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í síðari hálfleik og það var blóðugt fyrir heimamenn. „Þetta er bara eins og fyrri hin liðin að missa útlendingana sína. Auðvitað var það mjög slæmt fyrir okkur og svo missum við Emil af velli með fimm villur. Það var dýrt í lokin og það kostaði okkur kannski sigurinn að hann fær þessa fimmtu villu.” „Ég tel að þetta hafi ekki verið villa á hann, heldur frekar Brandon, þá var hann í þessari baráttu og hann bauð upp á þetta. Það voru mistökin.” „Ég hef ekki séð atvikið, þannig ég get ekki sagt neitt sjálfur um það, en mér er sagt að þeir sem hafi skoðað þetta í endursýningu hafi sagt að þetta hafi verið grófur ásetningur. Það er kannski erfitt fyrir mig að segja eitthvað hér án þess að hafa horft á þetta.” Haukarnir eru nú 1-0 undir og þurfa að sækja að sigurinn í Þorlákshöfn á mánudag ætli þeir sér ekki að vera komnir með bakið upp við vegg eftir fyrstu tvo leikina. „Við höfum séð svartari daga en þetta. Við erum ekki af baki dottnir. Sem betur fer er þetta ekki bikarleikur og við förum bjartir í Þorlákshöfn. Við vinnum bara þar. Við höfum gert það áður og við höfum unnið þar stóra og góðra sigra og við ætlum að gera það á mánudaginn,” sagði Ívar.Einar: Kalla eftir að Græni drekinn og fólk í Þorlákshöfn stútfylli húsið „Ég er virkilega ánægður með að vinna. Þetta var svona rússibanareið í körfuboltaleik,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, kampakátur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við frábærir í fyrsta leikhluta og þar var allt sem maður var að kalla eftir; vel stemmdir og flottur varnarleikur og skoruðum 25 stig, en svo skorum við tvö stig á fyrstu átta mínútunum í öðrum leikhluta.” „Við vorum þakklátir með að vera bara níu stigum undir í hálfleik miðað við að það var bara enginn sóknarleikur í heilar tíu mínútur. Varnarleikurinn í síðari hálfleik var hrikalega öflugur og við eigum, eins og Haukarnir, mikið inni sóknarlega.” „Vance var auðvitað bara ótrúlegur og hann dró okkur að landi þeim megin. Það verður bara að segjast alveg eins og er, en ég veit það að mínir menn, sem fengu fullt af góðum hlutum í dag, þeir koma til með að svara kallinu á komandi dögum á sóknarhelmingnum. Þeir gerðu svo vel varnarlega í dag að ég horfi framhjá því.” Ótrúleg þurrð greip um sig í öðrum leikhluta og þeim var gjörsamlega fyrirmunað að hitta, en þeir skoruðu ekki stig í rúmar sjö mínútur og tvö stig fyrstu átta mínúturnar í leikhlutanum. Hvað hugsaði Einar þá? „Ég var mjög pirraður og það var ekki það að við værum ekki að fá skot heldur vorum við ekki að setja neitt niður. Einhvernveginn töpuðum við trúnni á því sem við vorum að gera og fórum í það að kasta boltanum á Vance og vera staðir.” „Við vorum ekkert að fá af blokkinni, en við eigum það inni. Ragnar og Grétar gerðu að mörgu leyti vel í að opna fyrir Vance, en við eigum þá inni sóknarlega í dag. Þeir skora sitthvor hvor stigin. Styrkurinn í dag var að vinna á ekki betri sóknarleik en þetta, en þessi sería snýst um hvort spilar betri vörn.” Einar gaf lítið fyrir það að Þórsarar væru búnir að stela heimavellinum, en hann vill sjá fullan kofa á mánudag. „Þetta eru jöfn lið og alltaf hörkuleikir þegar þessi lið mætast. Ég kalla eftir því að Græni drekinn og fólk í Þorlákshöfn stútfylli húsið okkar og láti heimavöllinn standa undir nafni. Það er eitthvað sem okkur myndi þykja vænt um,” sagði Einar og bætti við að lokum: „Við þurfum klárlega að fylgja þessu eftir, en það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta yrði ekki eini leikurinn sem vinnst á útivelli. Við verðum bara að taka einn dag í einu, hlaða batteríin núna og mæta klárir í næsta leik.”Bein lýsing: Haukar - ÞórTweets by @Visirkarfa1 vísir/ernirÍvar messar yfir sínum mönnum.vísir/ernirEinar og lærisveinar hans gerðu góða ferð á Ásvelli.vísir/ernirHall var að vonum sáttur í leikslok.vísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira