Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 80-71 | Frábær lokaleikhluti Borgnesinga Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu í Borgarnesi skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 21 stig í kvöld. Vísir/Eyþór Skallagrímsmenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur þegar liðið vann níu stiga sigur á Keflavík, 80-71, í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Frábær fjórði leikhluti lagði grunninn að sigri Skallagríms en Borgnesingar unnu síðustu tíu mínútur leiksins með þrettán stiga mun, 29-16. Keflvíkingar voru með fjögurra stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 55-51,en það dugði ekki því heimamenn fóru á flug í lokin. Skallagrímsmenn, sem eru nýliðar í deildinni voru búnir að tapa fyrstu tveimur heimaleikjum sínum og höfðu aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Flenard Whitfield var með 24 stig, og 12 fráköst hjá Skallagrími og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 21 stigi. Amin Stevens var langatkvæðamestur hjá Keflavík með 32 stig og 14 fráköst. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann og gaf það strax til kynna í fyrsta leikhluta hvað væri framundan þar sem bæði lið skiptust reglulega á að vera í forystu. Varnarleikur heimamanna var nokkuð sannfærandi en þó gátu hinir bláu fundið glufur og nælt sér í stig. Annar leikhluti var afar spennandi. Heimamenn voru baráttuglaðir, fóru í öll fráköst og duglegir að sækja á körfuna. Sömuleiðis voru Keflvíkingar drjúgir í sínum varnarleik sem og sóknarleik og pössuðu vel upp á heimamenn. Staðan var jöfn í hálfleik, 31-31, og nokkuð ljóst að fjörugur seinni hálfleikur væri framundan. Í byrjun seinni hálfleiks misstu Skallagrímsmenn taktinn í sóknarleiknum og það nýttu Keflvíkingar sér vel og komust þeir mest í 9 stiga forystu. Gestirnir leiddu allan þriðja leikhluta og mestallan fjórða leikhluta en náðu samt sem áður aldrei að hrista heimamenn af sér. Taktinn fundu svo heimamenn á ný um miðbik fjórða leikhluta þegar Magnús Þór gunnarsson setti tvo þrista í röð niður. Eftir það fóru Skallagrímsmenn hægt og rólega fram úr gestunum og góð liðsheild í lokin hjálpuðu þeim að landa sigrinum.Af hverju vann Skallagímur? Skallagrímsmenn virðast hafa farið í mikla naflaskoðun og lagað sinn leik töluvert. Hvort þessi naflaskoðun eigi bara eftir að gilda um leik kvöldsins eða hvort hún gildi einnig um ókomna leiki verður að koma í ljós. En það var nokkuð áberandi að sóknarleikur heimamanna var mun skipulagðri heldur en í fyrri leikjum. Þeir voru þolinmóðir í sókn og spiluðu þétta vörn. Keflavík voru alls ekki slæmir í kvöld en þó hefði sumt mátt betur fara. Skotin voru ekki að falla hjá gestunum og vantaði svo sem herslumuninn að leikurinn hefði dottið þeim megin.Bestu menn vallarins? Sigtryggur Arnar, leikmaður Skallagríms, reyndist sínum mönnum vel. Hann var duglegur að sækja á körfuna og setti þrista niður þegar mest á þurfti. Þyngdarpunktur drengsins virðist ná alla leið í kjarna jarðar en þegar hann keyrir á körfuna þá þarf töluvert afl til að hagga við honum. Flenard var einnig drjúgur fyrir heimamenn. Hann bauð upp á sína reglulega háloftasýningu með svakalegt varið skot og glæsilega troðslu. Hann hélt ótrauður áfram að rífa niður fráköst fyrir sína menn og var með 13 talsins og skilaði líka inn 24 stigum. Hjá Keflavík dró Stevens vagninn fyrir gestina en hann var með 32 stig og 14 fráköst. Aðrir leikmenn voru bara ekki að skila inn nógu miklu og voru fjarri sínu besta.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem vakti athygli var að bæði lið voru með 18 sóknarfráköst. Þess má geta að af þessum 18 sóknarfráköstum komu 11 þeirra í öðrum leikhluta hjá Skallagrímsmönnum. Skallagrímsmenn hafa einnig hugsað betur um boltann í kvöld og haft meira sjálfstraust í sendingum. Þrátt fyrir að hafa verið með 18 tapaða bolta þá er það töluverð bæting frá síðustu leikjum. Bekkurinn hjá báðum liðum var ekki að skila mikið af stigum í kassann í þetta skiptið en af bekknum kom sitt hvor tveggja stiga karfan og ekki var það meira. Þriggja stiga skotnýting Keflvíkinga þarfnast stöðugleika en í kvöld var hún fyrir utan einungis 16% - þeir hittu bara úr fjórum af 26 skotum. Í leiknum þar á undan var nýtingin 26% og ef við förum enn meira aftur þá var hún 48% á móti Tindastóli. Það fer greinilega alveg eftir því hvernig liggur á mönnum hvort skotin detta eða ekki.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir heimamenn að nýta sér aukasóknina þegar þeir nældu sér í sóknarfrákast. Á einum tímapunkti tóku þeir um fimm sóknarfráköst í sömu sókninni en náðu ekki að setja boltann í gegnum netið. Það gekk illa hjá gestunum að setja skotin sín niður. Það var einungis Stevens sem að spilaði eins og hann gerir best. Aðrir leikmenn Keflavíks voru hreinlega bara ekki tilbúnir í þennan leik. Heimamenn geta vera glaðir með sinn fyrsta heimasigur í Fjósinu og það á móti sterku liði Keflavíkur.Finnur: Ánægður með varnarleikinn Finnur Jónsson var að vonum glaður með sína menn og fyrsta heimasigurinn. „Tilfinningin er æðisleg, bara virkilega góð. Ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn hjá strákunum, að sjálfsögðu. Við héldum þeim í 71 stigi. Það voru allir leikmenn að leggja sig fram og ég er hrottalega ánægður með það,” sagði Finnur Jóns þjálfari Skallagríms. Skallagrímsmenn nýta hverja æfingu og hvern leik til þess að bæta sig og eru í stanslausri naflaskoðun. „Hins vegar var skotnýtingin ekki góð hjá okkur í kvöld. Við erum samt sem áður alltaf að reyna að bæta okkur og ætlum að reyna að vera betri.” Eins og staðan er núna er Finnur nokkuð sáttur með sitt lið eftir sex leiki í Domino’s deildinni. Auðvitað er aðalatriðið að vinna leiki en það þarf líka að passa að vera ekki of frekur. „Maður vill nú alltaf vinna alla leiki en það er bara frekja. Við erum nýliðar og megum ekki vera of frekir en annars er ég bara nokkuð sáttur með liðið, allavega núna.”Sigtryggur Arnar: Þetta var bara fínn leikur Sigtryggur Arnar, leikstjórnandi Skallagríms, var glaður með sigurinn eftir leikinn og heilt yfir mjög ánægður með liðsheildina í kvöld hjá sínum mönnum. „Þetta var bara fínn leikur. Við spiluðum hörkuvörn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum hins vegar ekki að hitta nóg og vel. Við vorum að taka fullt af skotum og fullt af sóknarfráköstum til að klára skotin betur. Hefðum við klárað þessi skot betur þá hefðum við komið okkur í mun betri stöðu í hálfleik,” sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Arnar segist mikilvægt að fara í alla leiki með því hugarfari að ætla sér að vinna og að hafa trú á sér til þess að klára leiki, leikurinn í kvöld var engin undantekning. Undir lok leiks var Skallagrímur komin með nokkuð þægilega forystu en það er mikilvægt að slaka ekki á fyrr en leikurinn er búinn. „Það var mjög góð tilfining að sjá boltann fara í gegnum netið þarna rétt í endann. Við vorum komnir með forystuna en þurftum bara að stopp. Ef við stoppum þá vinnum við leikinn,” sagði Arnar kátur í lokin.Guðmundur: Vorum ekki klárir í þetta Guðmundur Jónsson leikmaður Keflavíkur var ekki glaður á að sjá eftir leikinn á móti Skallagrím. „Það gekk ekkert upp í kvöld, ég fann það í upphitun að við vorum ekki klárir í þetta, við byrjuðum ömurlega. Það vantaði alla baráttu í okkur og þeir hirtu alla lausa bolta og settu stóru skotin niður það var eiginlega allt sem klikkaði hjá okkur,” sagði Guðmundur þungur á brún. „Það var ekkert vanmat í gangi. Það bara hreinlega gengur engan veginn upp að vanmeta hvaða andstæðing sem er, hvort sem liðið er í neðsta sæti eða efsta sæti,“ sagði hann enn fremur. „Ég veit ekki alveg með vanmat. Þeir eru alltaf sterkir hérna heima, það er erfitt að spila hérna ég trúi bara ekki að við höfum vanmatið þá. Við vanmetum ekkert lið. Við þurfum bara alltaf að mæta tilbúnir. Við getum unnið hvern sem er en getum líka tapað á móti hverjum sem er. Þetta gekk bara ekki upp í dag.” Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Skallagrímsmenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur þegar liðið vann níu stiga sigur á Keflavík, 80-71, í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Frábær fjórði leikhluti lagði grunninn að sigri Skallagríms en Borgnesingar unnu síðustu tíu mínútur leiksins með þrettán stiga mun, 29-16. Keflvíkingar voru með fjögurra stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 55-51,en það dugði ekki því heimamenn fóru á flug í lokin. Skallagrímsmenn, sem eru nýliðar í deildinni voru búnir að tapa fyrstu tveimur heimaleikjum sínum og höfðu aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Flenard Whitfield var með 24 stig, og 12 fráköst hjá Skallagrími og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 21 stigi. Amin Stevens var langatkvæðamestur hjá Keflavík með 32 stig og 14 fráköst. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann og gaf það strax til kynna í fyrsta leikhluta hvað væri framundan þar sem bæði lið skiptust reglulega á að vera í forystu. Varnarleikur heimamanna var nokkuð sannfærandi en þó gátu hinir bláu fundið glufur og nælt sér í stig. Annar leikhluti var afar spennandi. Heimamenn voru baráttuglaðir, fóru í öll fráköst og duglegir að sækja á körfuna. Sömuleiðis voru Keflvíkingar drjúgir í sínum varnarleik sem og sóknarleik og pössuðu vel upp á heimamenn. Staðan var jöfn í hálfleik, 31-31, og nokkuð ljóst að fjörugur seinni hálfleikur væri framundan. Í byrjun seinni hálfleiks misstu Skallagrímsmenn taktinn í sóknarleiknum og það nýttu Keflvíkingar sér vel og komust þeir mest í 9 stiga forystu. Gestirnir leiddu allan þriðja leikhluta og mestallan fjórða leikhluta en náðu samt sem áður aldrei að hrista heimamenn af sér. Taktinn fundu svo heimamenn á ný um miðbik fjórða leikhluta þegar Magnús Þór gunnarsson setti tvo þrista í röð niður. Eftir það fóru Skallagrímsmenn hægt og rólega fram úr gestunum og góð liðsheild í lokin hjálpuðu þeim að landa sigrinum.Af hverju vann Skallagímur? Skallagrímsmenn virðast hafa farið í mikla naflaskoðun og lagað sinn leik töluvert. Hvort þessi naflaskoðun eigi bara eftir að gilda um leik kvöldsins eða hvort hún gildi einnig um ókomna leiki verður að koma í ljós. En það var nokkuð áberandi að sóknarleikur heimamanna var mun skipulagðri heldur en í fyrri leikjum. Þeir voru þolinmóðir í sókn og spiluðu þétta vörn. Keflavík voru alls ekki slæmir í kvöld en þó hefði sumt mátt betur fara. Skotin voru ekki að falla hjá gestunum og vantaði svo sem herslumuninn að leikurinn hefði dottið þeim megin.Bestu menn vallarins? Sigtryggur Arnar, leikmaður Skallagríms, reyndist sínum mönnum vel. Hann var duglegur að sækja á körfuna og setti þrista niður þegar mest á þurfti. Þyngdarpunktur drengsins virðist ná alla leið í kjarna jarðar en þegar hann keyrir á körfuna þá þarf töluvert afl til að hagga við honum. Flenard var einnig drjúgur fyrir heimamenn. Hann bauð upp á sína reglulega háloftasýningu með svakalegt varið skot og glæsilega troðslu. Hann hélt ótrauður áfram að rífa niður fráköst fyrir sína menn og var með 13 talsins og skilaði líka inn 24 stigum. Hjá Keflavík dró Stevens vagninn fyrir gestina en hann var með 32 stig og 14 fráköst. Aðrir leikmenn voru bara ekki að skila inn nógu miklu og voru fjarri sínu besta.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem vakti athygli var að bæði lið voru með 18 sóknarfráköst. Þess má geta að af þessum 18 sóknarfráköstum komu 11 þeirra í öðrum leikhluta hjá Skallagrímsmönnum. Skallagrímsmenn hafa einnig hugsað betur um boltann í kvöld og haft meira sjálfstraust í sendingum. Þrátt fyrir að hafa verið með 18 tapaða bolta þá er það töluverð bæting frá síðustu leikjum. Bekkurinn hjá báðum liðum var ekki að skila mikið af stigum í kassann í þetta skiptið en af bekknum kom sitt hvor tveggja stiga karfan og ekki var það meira. Þriggja stiga skotnýting Keflvíkinga þarfnast stöðugleika en í kvöld var hún fyrir utan einungis 16% - þeir hittu bara úr fjórum af 26 skotum. Í leiknum þar á undan var nýtingin 26% og ef við förum enn meira aftur þá var hún 48% á móti Tindastóli. Það fer greinilega alveg eftir því hvernig liggur á mönnum hvort skotin detta eða ekki.Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir heimamenn að nýta sér aukasóknina þegar þeir nældu sér í sóknarfrákast. Á einum tímapunkti tóku þeir um fimm sóknarfráköst í sömu sókninni en náðu ekki að setja boltann í gegnum netið. Það gekk illa hjá gestunum að setja skotin sín niður. Það var einungis Stevens sem að spilaði eins og hann gerir best. Aðrir leikmenn Keflavíks voru hreinlega bara ekki tilbúnir í þennan leik. Heimamenn geta vera glaðir með sinn fyrsta heimasigur í Fjósinu og það á móti sterku liði Keflavíkur.Finnur: Ánægður með varnarleikinn Finnur Jónsson var að vonum glaður með sína menn og fyrsta heimasigurinn. „Tilfinningin er æðisleg, bara virkilega góð. Ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn hjá strákunum, að sjálfsögðu. Við héldum þeim í 71 stigi. Það voru allir leikmenn að leggja sig fram og ég er hrottalega ánægður með það,” sagði Finnur Jóns þjálfari Skallagríms. Skallagrímsmenn nýta hverja æfingu og hvern leik til þess að bæta sig og eru í stanslausri naflaskoðun. „Hins vegar var skotnýtingin ekki góð hjá okkur í kvöld. Við erum samt sem áður alltaf að reyna að bæta okkur og ætlum að reyna að vera betri.” Eins og staðan er núna er Finnur nokkuð sáttur með sitt lið eftir sex leiki í Domino’s deildinni. Auðvitað er aðalatriðið að vinna leiki en það þarf líka að passa að vera ekki of frekur. „Maður vill nú alltaf vinna alla leiki en það er bara frekja. Við erum nýliðar og megum ekki vera of frekir en annars er ég bara nokkuð sáttur með liðið, allavega núna.”Sigtryggur Arnar: Þetta var bara fínn leikur Sigtryggur Arnar, leikstjórnandi Skallagríms, var glaður með sigurinn eftir leikinn og heilt yfir mjög ánægður með liðsheildina í kvöld hjá sínum mönnum. „Þetta var bara fínn leikur. Við spiluðum hörkuvörn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum hins vegar ekki að hitta nóg og vel. Við vorum að taka fullt af skotum og fullt af sóknarfráköstum til að klára skotin betur. Hefðum við klárað þessi skot betur þá hefðum við komið okkur í mun betri stöðu í hálfleik,” sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Arnar segist mikilvægt að fara í alla leiki með því hugarfari að ætla sér að vinna og að hafa trú á sér til þess að klára leiki, leikurinn í kvöld var engin undantekning. Undir lok leiks var Skallagrímur komin með nokkuð þægilega forystu en það er mikilvægt að slaka ekki á fyrr en leikurinn er búinn. „Það var mjög góð tilfining að sjá boltann fara í gegnum netið þarna rétt í endann. Við vorum komnir með forystuna en þurftum bara að stopp. Ef við stoppum þá vinnum við leikinn,” sagði Arnar kátur í lokin.Guðmundur: Vorum ekki klárir í þetta Guðmundur Jónsson leikmaður Keflavíkur var ekki glaður á að sjá eftir leikinn á móti Skallagrím. „Það gekk ekkert upp í kvöld, ég fann það í upphitun að við vorum ekki klárir í þetta, við byrjuðum ömurlega. Það vantaði alla baráttu í okkur og þeir hirtu alla lausa bolta og settu stóru skotin niður það var eiginlega allt sem klikkaði hjá okkur,” sagði Guðmundur þungur á brún. „Það var ekkert vanmat í gangi. Það bara hreinlega gengur engan veginn upp að vanmeta hvaða andstæðing sem er, hvort sem liðið er í neðsta sæti eða efsta sæti,“ sagði hann enn fremur. „Ég veit ekki alveg með vanmat. Þeir eru alltaf sterkir hérna heima, það er erfitt að spila hérna ég trúi bara ekki að við höfum vanmatið þá. Við vanmetum ekkert lið. Við þurfum bara alltaf að mæta tilbúnir. Við getum unnið hvern sem er en getum líka tapað á móti hverjum sem er. Þetta gekk bara ekki upp í dag.”
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira