Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-31 | Langþráður sigur Garðbæinga Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 12. desember 2016 21:30 Ólafur Gústafsson skýtur að marki Vals. vísir/stefan Eftir tvo mánuði án sigurs vann Stjarnan loksins leik þegar liðið sótti Val heim í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 26-31, Stjörnunni í vil. Um miðjan fyrri hálfleik benti ekkert til þess að Stjarnan myndi fá neitt út úr leiknum, enda 11-4 undir.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. En frammistaða Stjörnunnar í lok fyrri hálfleiks og öllum seinni hálfleiknum var frábær og liðið verðskuldaði bæði stigin. Fyrstu 16 mínútur leiksins spilaði Stjarnan hins vegar eins og botnlið. Vonleysið virtist skína úr augum leikmanna liðsins sem voru ráðalausir í sókn og sofandi í vörn. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, spiluðu öfluga framliggjandi vörn og röðuðu inn mörkum á hinum enda vallarins. Þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum kom Anton Rúnarsson Val sjö mörkum yfir, 11-4. Á þeim tímapunkti leit allt út fyrir auðveldan sigur heimamanna. En Valsmenn tóku fótinn af bensíngjöfinni og Stjarnan vann sig inn í leikinn. Sóknin snarbatnaði og með hverju markinu jókst sjálfstraustið. Ari Magnús Þorgeirsson dró vagninn í sókninni og skoraði fjögur mörk á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Stjarnan náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark og fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn fyrri hálfleiks. Það gekk þó ekki og Valur leiddi með einu marki í hálfleik, 14-13. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu forystunni, 14-16. Sóknarleikur Vals var steingeldur í seinni hálfleik gegn sterki Stjörnuvörn. Þá hrökk Sveinbjörn Pétursson í gang í markinu og það var flottur taktur í sóknarleiknum. Á meðan varði Hlynur Morthens varla skot í marki Vals. Þjálfarar liðsins virtust ekki hafa mikla trú á varamarkverðinum, Guðmundi Eyjólfi Kristjánssyni, sem fékk að reyna sig við tvö skot áður en hann var tekinn út af aftur. Stjarnan bætti jafnt og þétt við forystuna og átti svör við öllum varnarafbrigðum Vals. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 26-31, og kærkomin Stjörnusigur staðreynd. Ari Magnús og Hjálmtýr Alfreðsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna. Garðar B. Sigurjónsson skoraði fimm mörk og Starri Friðriksson fjögur úr jafn mörgum skotum. Sveinbjörn varði 16 skot í markinu (42%). Heiðar Þór Aðalsteinsson var markahæstur í liði Vals með fimm mörk en þau komu öll úr vítum. Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð gegn botnliðum deildarinnar með samtals 12 marka mun og þurfa að hugsa sinn gang fyrir leikinn gegn ÍBV á fimmtudaginn.Óskar Bjarni: Dómgæslan var skrítin Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var ekki sáttur í leikslok, hvorki með sína menn né dómara leiksins. „Við misstum allt saman; vörnina, sóknina og allan pakkann. Þeir fóru að njóta þess að spila og fögnuðu öllu. Svo fannst mér dómgæslan mjög skrítin. Þeir fengu gult spjald á bekkinn og þá snerist þetta algjörlega,“ sagði Óskar Bjarni. „Mér fannst þeir lélegir en það er erfitt að tala um það þegar við vorum svona lélegir sjálfir. Við vorum varla með varinn bolta í seinni hálfleik og það skipti engu hvaða vörn við spiluðum. Þetta var því miður áframhald af Fram-leiknum,“ sagði Óskar Bjarni og vísaði til leiksins í síðustu umferð sem Valur tapaði 30-23. En hefur þetta eitthvað með hugarfarið að gera, þessi tvö slæmu töp fyrir liðum í kjallara deildarinnar? „Það er alltaf hægt að segja það. Þú ert 11-4 yfir og tapar. Þetta er sitt lítt af hverju og auðvitað spilar hugarfarið stóran þátt í öllu,“ sagði Óskar Bjarni. „Við verðum bara að vinna úr þessu. Við lentum í slæmri byrjun og höfum nú tapað tveimur leikjum. Við þurfum að komast aftur á beinu brautina og sem betur fer er leikur aftur á fimmtudaginn.“Einar: Sýndum gríðarlegan karakter Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sá sína menn vinna langþráðan sigur á Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Garðbæinga frá 13. október. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega fyrir Stjörnuna sem var 11-4 undir eftir 16 mínútur. „Manni hefur oft liðið betur en mér fannst góður andi í liðinu. Svo sýndum við gríðarlegan karakter að koma okkur aftur inn í leikinn og sigla svo fram úr. Mér fannst þessi frammistaða endurspegla vinnuna í aðdraganda leiksins,“ sagði Einar. Stjarnan náði góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og hélt svo áfram á sömu braut í seinni hálfleiknum sem Garðbæingar unnu 18-12. „Menn voru staðráðnir í að halda áfram þar sem frá var horfið og spila nákvæmlega eins í vörn og sókn. Þetta skilaði okkur góðum úrslitum í dag,“ sagði Einar. Sveinbjörn Pétursson hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar í vetur og hann var frábær í seinni hálfleiknum í kvöld. Einar segist þó hafa séð Sveinbjörn spila betur en hann gerði í kvöld. „Þetta var bara ágætis leikur hjá Sveinbirni að mínu mati. Vörnin var frábær í seinni hálfleik sem og Sveinbjörn,“ sagði Einar. „En í ljósi þess hvernig þetta er búið að vera, þá stendur sóknarleikurinn upp úr. Ég tala nú ekki um á móti sennilega sterkasta varnarliði deildarinnar. Það er virkilega öflugt að skora 31 mark á Val.“ Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Eftir tvo mánuði án sigurs vann Stjarnan loksins leik þegar liðið sótti Val heim í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 26-31, Stjörnunni í vil. Um miðjan fyrri hálfleik benti ekkert til þess að Stjarnan myndi fá neitt út úr leiknum, enda 11-4 undir.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. En frammistaða Stjörnunnar í lok fyrri hálfleiks og öllum seinni hálfleiknum var frábær og liðið verðskuldaði bæði stigin. Fyrstu 16 mínútur leiksins spilaði Stjarnan hins vegar eins og botnlið. Vonleysið virtist skína úr augum leikmanna liðsins sem voru ráðalausir í sókn og sofandi í vörn. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, spiluðu öfluga framliggjandi vörn og röðuðu inn mörkum á hinum enda vallarins. Þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum kom Anton Rúnarsson Val sjö mörkum yfir, 11-4. Á þeim tímapunkti leit allt út fyrir auðveldan sigur heimamanna. En Valsmenn tóku fótinn af bensíngjöfinni og Stjarnan vann sig inn í leikinn. Sóknin snarbatnaði og með hverju markinu jókst sjálfstraustið. Ari Magnús Þorgeirsson dró vagninn í sókninni og skoraði fjögur mörk á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Stjarnan náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark og fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn fyrri hálfleiks. Það gekk þó ekki og Valur leiddi með einu marki í hálfleik, 14-13. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu forystunni, 14-16. Sóknarleikur Vals var steingeldur í seinni hálfleik gegn sterki Stjörnuvörn. Þá hrökk Sveinbjörn Pétursson í gang í markinu og það var flottur taktur í sóknarleiknum. Á meðan varði Hlynur Morthens varla skot í marki Vals. Þjálfarar liðsins virtust ekki hafa mikla trú á varamarkverðinum, Guðmundi Eyjólfi Kristjánssyni, sem fékk að reyna sig við tvö skot áður en hann var tekinn út af aftur. Stjarnan bætti jafnt og þétt við forystuna og átti svör við öllum varnarafbrigðum Vals. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 26-31, og kærkomin Stjörnusigur staðreynd. Ari Magnús og Hjálmtýr Alfreðsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna. Garðar B. Sigurjónsson skoraði fimm mörk og Starri Friðriksson fjögur úr jafn mörgum skotum. Sveinbjörn varði 16 skot í markinu (42%). Heiðar Þór Aðalsteinsson var markahæstur í liði Vals með fimm mörk en þau komu öll úr vítum. Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð gegn botnliðum deildarinnar með samtals 12 marka mun og þurfa að hugsa sinn gang fyrir leikinn gegn ÍBV á fimmtudaginn.Óskar Bjarni: Dómgæslan var skrítin Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var ekki sáttur í leikslok, hvorki með sína menn né dómara leiksins. „Við misstum allt saman; vörnina, sóknina og allan pakkann. Þeir fóru að njóta þess að spila og fögnuðu öllu. Svo fannst mér dómgæslan mjög skrítin. Þeir fengu gult spjald á bekkinn og þá snerist þetta algjörlega,“ sagði Óskar Bjarni. „Mér fannst þeir lélegir en það er erfitt að tala um það þegar við vorum svona lélegir sjálfir. Við vorum varla með varinn bolta í seinni hálfleik og það skipti engu hvaða vörn við spiluðum. Þetta var því miður áframhald af Fram-leiknum,“ sagði Óskar Bjarni og vísaði til leiksins í síðustu umferð sem Valur tapaði 30-23. En hefur þetta eitthvað með hugarfarið að gera, þessi tvö slæmu töp fyrir liðum í kjallara deildarinnar? „Það er alltaf hægt að segja það. Þú ert 11-4 yfir og tapar. Þetta er sitt lítt af hverju og auðvitað spilar hugarfarið stóran þátt í öllu,“ sagði Óskar Bjarni. „Við verðum bara að vinna úr þessu. Við lentum í slæmri byrjun og höfum nú tapað tveimur leikjum. Við þurfum að komast aftur á beinu brautina og sem betur fer er leikur aftur á fimmtudaginn.“Einar: Sýndum gríðarlegan karakter Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sá sína menn vinna langþráðan sigur á Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Garðbæinga frá 13. október. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega fyrir Stjörnuna sem var 11-4 undir eftir 16 mínútur. „Manni hefur oft liðið betur en mér fannst góður andi í liðinu. Svo sýndum við gríðarlegan karakter að koma okkur aftur inn í leikinn og sigla svo fram úr. Mér fannst þessi frammistaða endurspegla vinnuna í aðdraganda leiksins,“ sagði Einar. Stjarnan náði góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og hélt svo áfram á sömu braut í seinni hálfleiknum sem Garðbæingar unnu 18-12. „Menn voru staðráðnir í að halda áfram þar sem frá var horfið og spila nákvæmlega eins í vörn og sókn. Þetta skilaði okkur góðum úrslitum í dag,“ sagði Einar. Sveinbjörn Pétursson hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar í vetur og hann var frábær í seinni hálfleiknum í kvöld. Einar segist þó hafa séð Sveinbjörn spila betur en hann gerði í kvöld. „Þetta var bara ágætis leikur hjá Sveinbirni að mínu mati. Vörnin var frábær í seinni hálfleik sem og Sveinbjörn,“ sagði Einar. „En í ljósi þess hvernig þetta er búið að vera, þá stendur sóknarleikurinn upp úr. Ég tala nú ekki um á móti sennilega sterkasta varnarliði deildarinnar. Það er virkilega öflugt að skora 31 mark á Val.“
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira