Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 86-80 | Keflvíkingar komnir með Stólana upp að vegg Guðmundur Steinarsson í TM-höllinni skrifar 19. mars 2017 22:30 Amin Stevens var með 35 stig og 16 fráköst. vísir/anton Keflavík lagði Tindastól 86-80 í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld á heimavelli. Keflavík er komið með 2-0 forystu í einvíginu og er einum sigri frá sæti í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld fór vel af stað, var hraður og töluvert skorað. Antonio Hester gaf tóninn með viðstöðulausri troðslu í upphafi leiks og fylgdi því eftir með 6 stigum til viðbótar. Hjá heimamönnum var það Amin Stevens sem dróg vagninn í stigaskorinu. Keflavík leiddi eftir 1. leikhluta 21-20. Í 2. leikhluta voru það heimamenn sem byrjuðu betur og náðu 15 stiga forystu. Þá tóku gestirnir leikhlé og fóru yfir málin. Það skilaði 10-0 áhlaupi gestanna frá Sauðárkróki. Staðan í hálfleik 45-38 fyrir heimamenn. Israel Martin þjálfari Tindastóls notaði mannskapinn sinn mikið í fyrri hálfleik, en allir leikmenn liðsins voru þá búnir að koma við sögu og spila góðan tíma. Á sama tíma voru heimamenn með hefðbundnara fyrirkomulag, spiluðu á sínu sterkustu mönnum og hvíldu þá þegar tími gafst til. Það hægðist töluvert á leiknum í seinni hálfleik. Um miðbik 3. leikhluta fóru hlutir að gerast, þriggja stiga skot fóru að detta niður hjá Stólunum á meðan hökti sóknarleikur Keflavíkinga. Geta heimamenn þakkað Amin Stevens fyrir að vera inn í leiknum á þessum tímapunkti. Í loka fjórðungnum voru það heimamenn sem byrjuðu betur en gestirnir úr Skagafirðinum aldrei langt undan. Þegar þarna var komið við sögu var búið að hægjast enn meira á leiknum og leikmenn farnir að gera fleiri mistök. Það fór svo að heimamenn í Keflavík fóru með sigur af hólmi í hörkuleik 86-80 og eru þar með komnir í 2-0 í einvíginu.Af hverju vann Keflavík? Heimamenn voru beittari í dag, það voru fleiri leikmenn klárir í slaginn en hjá Tindastól. Það er komin úrslitakeppni og þá þýðir ekkert að ætla byrja leikinn einhverjum mínútum eftir að hann er byrjaður. Svo verður að minnast á stuðninginn sem Keflavík fékk í kvöld. Fullt hús, sungið, trommað og klappað allan tímann, löngu fyrir leik og enn þegar undiritaður yfirgaf íþróttahúsið. Svona stuðningur skiptir sköpum í svona leikjum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var magnaður sem fyrr, 35 stig og 16 fráköst segir allt sem segja þarf. Hörður Axel átti einnig góðan leik stýrði sóknarleik liðsins vel ásamt að spila hörkuvörn. Reggie Dupree og Guðmundur skiluðu líka flottum leik.Tölfræði sem vakti athygli Skotnýting Tindastóls í leiknum var ekki góð, 25% í 3ja stiga og 55% fyrir innan þriggja stiga línuna. Svo má setja stórt spurningamerki við það hvernig Israel Martin dreifði leiktímanum á leikmenn liðsins. Að hann skuli ekki nota sitt besta lið lengur en hann gerir vekur upp spurningar, því ekki er álagið það mikið að menn geti ekki spilað eins mikið og þurfa þykir.Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa komast almennilega inn í leikinn. Gestirnir voru einhvern veginn alltaf skrefi á eftir, þó svo að það hafi ekki munað miklu á liðunum þá má segja að leikurinn hafi ekki náð að vera nægilega spennandi. Um leið og Stólarnir voru við það að ná heimamönnum þá náði Keflvíkingar 2 – 3 sóknum og auka þannig muninn aftur. Magnús Már Traustason var ekki líkur sjálfum sér í kvöld. Hann fór frá því að skora 33 stig í fyrsta leiknum í 0 stig í þessum leik og munar um minna. Keflavík verður að fá framlag frá honum í næsta leik ef Keflavík ætlar ná í annan sigur á Króknum.Keflavík-Tindastóll 86-80 (22-21, 23-17, 19-22, 22-20)Keflavík: Amin Khalil Stevens 35/16 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Reggie Dupree 5/4 fráköst, Magnús Már Traustason 0/5 fráköst.Tindastóll: Antonio Hester 26/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17, Christopher Caird 10/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 9, Viðar Ágústsson 4, Finnbogi Bjarnason 4/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Rafn Viggósson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.Bein lýsing: Keflavík - Tindastóll Friðrik Ingi: Þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, var kátur eftir leikinn þegar blaðamaður Vísis hitti á hann. Keflvíkingar eru komnir með 2-0 forystu í einvíginu, aðspurður hvort þetta væri óskastaða sagði Friðrik Ingi: „Það þarf að vinna 3 leiki og við búnir að vinna 2 þannig að við erum komnir nær takmarkinu,“ sagði Friðrik Ingi og bætti við: „Mér fannst við pínu kærulausir eftir frábæran kafla í fyrri hálfleik þar sem við náum góðum tökum á leiknum, þá fannst mér við hleypa þeim óþarflega nálægt okkur. Það ekkert ólíklegt í svona leikjum að lið skiptist á að taka áhlaup og það þarf styrk til að klára svona leiki,“ bætti Friðrik Ingi við. Keflavík var skrefi á undan mest allan leikinn í kvöld og þegar litið er til baka þá var sigurinn kannski þægilegur. „Ég held að hann sé mun erfiðari og torsóttari en hann lítur út fyrir að vera. Við vorum með ákveðið forskot en þeir voru allann tímann nartandi í hælana og sérstaklega þegar leið á seinni hálfleikinn og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og halda fókus,“ sagði Friðik Ingi. Magnús Már Traustason, leikmaður Keflavíkur, átti frábæran leik fyrir norðan og skoraði þá 33 stig en hann skoraði ekki stig í kvöld. Þegar Friðrik Ingi var spurður út í hans frammistöðu í kvöld sagði hann: „Þetta er bara partur af þessu, við erum með þannig lið menn stíga upp í ákveðnum leikjum og svo aðrir næst. Hann [Magnús Már] fann sig bara ekki í dag. Þeir pössuðu hann mjög vel og þá opnaðist fyrir aðra.“ Stuðningurinn sem heimamenn fengu í kvöld minnti um margt á gömlu tímana. Hvernig fannst Friðrik Inga að hafa þessa stemmningu í kvöld? „Ég er mjög ánægður með stuðninginn og vona að einhverjir sjái sér fært að mæta norður í næsta leik, það voru bara tveir mættir síðast. En vonandi koma fleiri á miðvikudaginn“ sagði Friðrik Ingi að lokum.Pétur Rúnar: Það voru litlu hlutirnir sem fóru með þetta hjá okkur Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var daufur í bragði eftir leikinn í kvöld þegar Vísi náði tali af honum. Tindastóll ætlaði sér að vinna heimavöllinn til baka eftir tap fyrir norðan í fyrsta leik. „Já við komum inn í leikinn með það að markmiði að vinna leikinn og ná þannig heimavellinum aftur. En það gekk ekki, þeir byrjuðu betur en við og náðu áhlaupi þarna í 2. leikhluta og við náðum aldrei að komast nógu nálægt þeim eftir það vorum alltaf 5-10 stigum á eftir þeim,“ sagði Pétur Rúnar. Mínútunum var dreift vel á leikmenn Tindastóls í leiknum. Blaðamaður Vísis spurði Pétur Rúnar hvort það hafi mögulega haft áhrif á leikmenn liðsins að ekki hafi verið spilað á bestu mönnum liðsins eins mikið og hægt var. „Þjálfarinn talaði um það að það þyrfti að finna mínútur fyrir fleiri og það sást í hálfleik að þá voru 10 búnir að skora fyrir okkar á móti 5 hjá Keflavík,“ sagði Pétur Rúnar og bætti við: „Það voru litlir hlutir sem fóru með leikinn hjá okkur, hlutir eins og vítaskot og opinn skot í leiknum á meðan þeir eru að setja 3ja stiga skot í spjaldið og ofan í. Við erum með það breiðan hóp að það á ekki að skipta máli þótt við rúllum á hópnum,“ sagði Pétur Rúnar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Keflavík lagði Tindastól 86-80 í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld á heimavelli. Keflavík er komið með 2-0 forystu í einvíginu og er einum sigri frá sæti í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld fór vel af stað, var hraður og töluvert skorað. Antonio Hester gaf tóninn með viðstöðulausri troðslu í upphafi leiks og fylgdi því eftir með 6 stigum til viðbótar. Hjá heimamönnum var það Amin Stevens sem dróg vagninn í stigaskorinu. Keflavík leiddi eftir 1. leikhluta 21-20. Í 2. leikhluta voru það heimamenn sem byrjuðu betur og náðu 15 stiga forystu. Þá tóku gestirnir leikhlé og fóru yfir málin. Það skilaði 10-0 áhlaupi gestanna frá Sauðárkróki. Staðan í hálfleik 45-38 fyrir heimamenn. Israel Martin þjálfari Tindastóls notaði mannskapinn sinn mikið í fyrri hálfleik, en allir leikmenn liðsins voru þá búnir að koma við sögu og spila góðan tíma. Á sama tíma voru heimamenn með hefðbundnara fyrirkomulag, spiluðu á sínu sterkustu mönnum og hvíldu þá þegar tími gafst til. Það hægðist töluvert á leiknum í seinni hálfleik. Um miðbik 3. leikhluta fóru hlutir að gerast, þriggja stiga skot fóru að detta niður hjá Stólunum á meðan hökti sóknarleikur Keflavíkinga. Geta heimamenn þakkað Amin Stevens fyrir að vera inn í leiknum á þessum tímapunkti. Í loka fjórðungnum voru það heimamenn sem byrjuðu betur en gestirnir úr Skagafirðinum aldrei langt undan. Þegar þarna var komið við sögu var búið að hægjast enn meira á leiknum og leikmenn farnir að gera fleiri mistök. Það fór svo að heimamenn í Keflavík fóru með sigur af hólmi í hörkuleik 86-80 og eru þar með komnir í 2-0 í einvíginu.Af hverju vann Keflavík? Heimamenn voru beittari í dag, það voru fleiri leikmenn klárir í slaginn en hjá Tindastól. Það er komin úrslitakeppni og þá þýðir ekkert að ætla byrja leikinn einhverjum mínútum eftir að hann er byrjaður. Svo verður að minnast á stuðninginn sem Keflavík fékk í kvöld. Fullt hús, sungið, trommað og klappað allan tímann, löngu fyrir leik og enn þegar undiritaður yfirgaf íþróttahúsið. Svona stuðningur skiptir sköpum í svona leikjum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var magnaður sem fyrr, 35 stig og 16 fráköst segir allt sem segja þarf. Hörður Axel átti einnig góðan leik stýrði sóknarleik liðsins vel ásamt að spila hörkuvörn. Reggie Dupree og Guðmundur skiluðu líka flottum leik.Tölfræði sem vakti athygli Skotnýting Tindastóls í leiknum var ekki góð, 25% í 3ja stiga og 55% fyrir innan þriggja stiga línuna. Svo má setja stórt spurningamerki við það hvernig Israel Martin dreifði leiktímanum á leikmenn liðsins. Að hann skuli ekki nota sitt besta lið lengur en hann gerir vekur upp spurningar, því ekki er álagið það mikið að menn geti ekki spilað eins mikið og þurfa þykir.Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa komast almennilega inn í leikinn. Gestirnir voru einhvern veginn alltaf skrefi á eftir, þó svo að það hafi ekki munað miklu á liðunum þá má segja að leikurinn hafi ekki náð að vera nægilega spennandi. Um leið og Stólarnir voru við það að ná heimamönnum þá náði Keflvíkingar 2 – 3 sóknum og auka þannig muninn aftur. Magnús Már Traustason var ekki líkur sjálfum sér í kvöld. Hann fór frá því að skora 33 stig í fyrsta leiknum í 0 stig í þessum leik og munar um minna. Keflavík verður að fá framlag frá honum í næsta leik ef Keflavík ætlar ná í annan sigur á Króknum.Keflavík-Tindastóll 86-80 (22-21, 23-17, 19-22, 22-20)Keflavík: Amin Khalil Stevens 35/16 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Reggie Dupree 5/4 fráköst, Magnús Már Traustason 0/5 fráköst.Tindastóll: Antonio Hester 26/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17, Christopher Caird 10/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 9, Viðar Ágústsson 4, Finnbogi Bjarnason 4/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Rafn Viggósson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.Bein lýsing: Keflavík - Tindastóll Friðrik Ingi: Þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, var kátur eftir leikinn þegar blaðamaður Vísis hitti á hann. Keflvíkingar eru komnir með 2-0 forystu í einvíginu, aðspurður hvort þetta væri óskastaða sagði Friðrik Ingi: „Það þarf að vinna 3 leiki og við búnir að vinna 2 þannig að við erum komnir nær takmarkinu,“ sagði Friðrik Ingi og bætti við: „Mér fannst við pínu kærulausir eftir frábæran kafla í fyrri hálfleik þar sem við náum góðum tökum á leiknum, þá fannst mér við hleypa þeim óþarflega nálægt okkur. Það ekkert ólíklegt í svona leikjum að lið skiptist á að taka áhlaup og það þarf styrk til að klára svona leiki,“ bætti Friðrik Ingi við. Keflavík var skrefi á undan mest allan leikinn í kvöld og þegar litið er til baka þá var sigurinn kannski þægilegur. „Ég held að hann sé mun erfiðari og torsóttari en hann lítur út fyrir að vera. Við vorum með ákveðið forskot en þeir voru allann tímann nartandi í hælana og sérstaklega þegar leið á seinni hálfleikinn og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og halda fókus,“ sagði Friðik Ingi. Magnús Már Traustason, leikmaður Keflavíkur, átti frábæran leik fyrir norðan og skoraði þá 33 stig en hann skoraði ekki stig í kvöld. Þegar Friðrik Ingi var spurður út í hans frammistöðu í kvöld sagði hann: „Þetta er bara partur af þessu, við erum með þannig lið menn stíga upp í ákveðnum leikjum og svo aðrir næst. Hann [Magnús Már] fann sig bara ekki í dag. Þeir pössuðu hann mjög vel og þá opnaðist fyrir aðra.“ Stuðningurinn sem heimamenn fengu í kvöld minnti um margt á gömlu tímana. Hvernig fannst Friðrik Inga að hafa þessa stemmningu í kvöld? „Ég er mjög ánægður með stuðninginn og vona að einhverjir sjái sér fært að mæta norður í næsta leik, það voru bara tveir mættir síðast. En vonandi koma fleiri á miðvikudaginn“ sagði Friðrik Ingi að lokum.Pétur Rúnar: Það voru litlu hlutirnir sem fóru með þetta hjá okkur Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var daufur í bragði eftir leikinn í kvöld þegar Vísi náði tali af honum. Tindastóll ætlaði sér að vinna heimavöllinn til baka eftir tap fyrir norðan í fyrsta leik. „Já við komum inn í leikinn með það að markmiði að vinna leikinn og ná þannig heimavellinum aftur. En það gekk ekki, þeir byrjuðu betur en við og náðu áhlaupi þarna í 2. leikhluta og við náðum aldrei að komast nógu nálægt þeim eftir það vorum alltaf 5-10 stigum á eftir þeim,“ sagði Pétur Rúnar. Mínútunum var dreift vel á leikmenn Tindastóls í leiknum. Blaðamaður Vísis spurði Pétur Rúnar hvort það hafi mögulega haft áhrif á leikmenn liðsins að ekki hafi verið spilað á bestu mönnum liðsins eins mikið og hægt var. „Þjálfarinn talaði um það að það þyrfti að finna mínútur fyrir fleiri og það sást í hálfleik að þá voru 10 búnir að skora fyrir okkar á móti 5 hjá Keflavík,“ sagði Pétur Rúnar og bætti við: „Það voru litlir hlutir sem fóru með leikinn hjá okkur, hlutir eins og vítaskot og opinn skot í leiknum á meðan þeir eru að setja 3ja stiga skot í spjaldið og ofan í. Við erum með það breiðan hóp að það á ekki að skipta máli þótt við rúllum á hópnum,“ sagði Pétur Rúnar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira