Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2017 21:45 Grindvíkingar fagna í leikslok. vísir/andri marinó Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik þegar liðið vann stórkostlegan sigur á KR, 79-66, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla. Grindvíkingar voru stórkostlegir í kvöld og hefur sjaldan sést eins mikil barátta frá einu liði í vetur. KR-liðið var í raun hræðilegt og þarf að laga allt í sínum leik fyrir oddaleikinn á sunnudaginn. Lewis Clinch Jr. skoraði 21 stig í kvöld, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Af hverju vann Grindavík? Barátta, barátta og aftur barátta. Þvílíkt og annað eins að fylgjast með þessari frammistöðu. Hjarta og sál sem vann þennan leik í dag. Spennustigið hjá KR var alls ekki rétt og þeir voru aldrei að fara vinna þennan leik. Það vantaði bara eitthvað stórkostalega mikið í deildar og bikarmeistarana.Bestu menn vallarins? Lewis Clich Jr. er að sýna það að hann er einn besti leikmaður landsins og er bara að fara á kostum fyrir þá gulu. Hann stjórnar leik liðsins svo ótrúlega vel að það er varla hægt að ímynda sér að liðið geti tapað þegar Clinch er í þessum ham. Ólafur Ólafsson átti fínan leik og það sama má segja um bróðir hans Þorleif Ólafsson. Ingvi Þór Guðmundsson skoraði mikilvægar körfur í kvöld og bara allt liðið var frábært.Hvað gekk illa? KR-ingar voru bara skelfilegir. Þeir skora 66 stig. Liðið hitti akkúrat ekki neitt og það þarf að fara fram allsherjar naflaskoðun hjá KR. Maður sér hæglega fyrir sér að Grindavík geti hreinlega orðið Íslandsmeistari eftir svona leik. KR-ingar eru í vandræðum, það er staðreynd.Grindavík-KR 79-66 (20-15, 22-18, 12-17, 25-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 21/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16, Dagur Kár Jónsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Ólafur Ólafsson 6/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hamid Dicko 0. KR: Philip Alawoya 19/11 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 14/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Kristófer Acox 5, Darri Hilmarsson 4/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 1, Arnór Hermannsson 0, Orri Hilmarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0. Jón: Þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dagJón Arnór og félagar hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum.vísir/anton„Það vantaði að nokkur skot myndu detta. Við vorum mikið að bakka með þá inn í teig og vorum ekki að setja niður skotin okkar,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Þetta lítur bara ekkert voðalega smurt út hjá okkur eins og staðan er. Þeir eru að loka vel á okkur og þegar skotin detta ekki þá er þetta svolítið stíft.“ Jón segir að augnablikið eigi eftir að koma fyrir KR á sunnudaginn, hann finnur það. „Við erum bara að fara í leik fimm og við verðum einbeittir þá. Við höldum bara áfram að keyra á þetta, reynum að brjóta þá niður og reynum að verða betri.“ Hann segir að KR-liðið hefði átt að fylgja eftir góðri byrjun á síðari hálfleiknum. „Þeir náðu að spila vel fram á síðustu sekúndu og við náðum ekki að standast það. Við mættum bara mjög góðu Grindavíkurliði og þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dag.“ Jón ætlar ekki að gefast upp og lofaði að mæta vel gíraður í næsta leik. „Oddaleikir eru einstakir og það vita allir. Þetta er frábært fyrir körfuboltann á Íslandi, þó svo að við ætluðum heldur betur að vinna hér í kvöld, þá vilja allir oddaleik.“ Finnur: Munum nýta heimavöllinn á sunnudaginnFinnur Freyr segir sínum mönnum til.vísir/andri marinó„Nýtingin okkar á vítalínunni og í tveggja stiga skotunum var ekki góð og þá skorum við bara 66 stig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að skapa okkur fín færi en boltinn vildi bara ekki niður. Að sama skapi gerði Grindavík vel og skapaði sér góð færi og skutu boltanum vel.“ Finnur hrósar Grindvíkingum fyrir góða frammistöðu. „Mér fannst spennustigið bara vera fínt hjá mönnum fyrir leikinn og við ætluðum að gera vel. En það var kannski of mikið stress, ég veit það ekki. Mér fannst við gera margt vel í kvöld, sérstaklega varnarlega.“ Hann er mjög sáttur við það að vera með heimaleikjaréttinn. „Nú er gott að fá svona oddaleik í DHL-höllinni og við ætlum okkur að nýta það til fullnustu á sunnudaginn. Það er frí daginn eftir og svona, menn verða í stuði." Jóhann: Ekki víst að svona tækifæri komi aftur næstu árin„Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki í að segja það en mér fannst þetta allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir ákveðinn þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, eftir magnaðan sigur liðsins á KR í kvöld. „Ég er rosalega hreykinn af mínu liði og hvernig við svöruðum er það gaf á bátinn. Við klárum þetta síðan með þvílíkum stæl. Leikmenn eins og Ingvi kom frábær inn í þetta og þetta var magnað.“ Grindvíkingar fórnuðu sér í alla bolta og voru mjög oft skrefinu á undan. Eins og þeir vilji sigurinn meira en KR. „Okkur langar þetta mikið en hvort okkur langar meira en þeir veit ég ekkert um. Við erum að fara svolítið langt á því að njóta. Gefa okkur alla í þetta og hafa gaman af þessu. Auðvitað er meira á bak við en við förum samt langt á því,“ segir þjálfarinn kátur. „Liðsheildin er frábær. Það eru allir fyrir einn. Það eru þessar klisjur. Við erum að spila við fantagott KR-lið og við höfum fundið einhvern takt sem er að virka og við spilum vel á okkar styrkleikum. Mér finnst við á köflum gera vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um þá.“ Það er ekki bara það hjá strákunum hans Jóhanns því andlegi styrkurinn hjá liðinu er mikill. „Við höfum talað mikið um að halda okkur í stundinni og taka eina sókn í einu,“ segir Jóhann Þór en hann hefur alltaf lagt áherslu á að hans lið njóti þess að spila og það verður ekki skemmtilegra en að fá úrslitaleik um titilinn í Vesturbænum. „Við töluðum um fyrir leik hvað væri í húfi. Fara í stútfulla DHL-höll. Þetta er langstærsta sviðið og ég talaði um að það sé ekkert víst að svona tækifæri bjóðist aftur næstu árin. Þetta ætluðum við okkur og nú er komið að því. Við munum gefa þessu góðan séns.“ Þorleifur: Höldum alltaf áfram„Loksins vöknuðu stuðningsmennirnir og hjálpuðu okkur mjög mikið. Þetta var frábært,“ segir Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson en hann var ein af hetjum Grindavíkur í kvöld. „Við vorum yfir mest allan leikinn en þeir koma til baka í þriðja. Svo í fjórða þá duttu skotin okkar en ekki þeirra. Svo slítum við þá frá okkur. Það hefði alveg eins getað farið á hinn veginn. Að þeir hittu en ekki við.“ Þó svo Þorleifur hafi verið hógvær þá voru Grindvíkingarnir einfaldlega baráttuglaðari og áttu skilið að vinna. „Það er rétt fyrir utan þriðja leikhluta. Hinir voru frábærir. Við stigum upp er gaf á bátinn. Við höfum bætt okkur vel í að halda bara áfram,“ segir Þorleifur sem var í meðhöndlun rétt fyrir leik og alltaf er hann var á bekknum. Þó svo hann sé ekki heill heilsu spilar hann eins og kóngur. „Ég fékk aðeins í nárann og þurfti að ýta á það. Það er fljótt að gleymast í látunum.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik þegar liðið vann stórkostlegan sigur á KR, 79-66, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla. Grindvíkingar voru stórkostlegir í kvöld og hefur sjaldan sést eins mikil barátta frá einu liði í vetur. KR-liðið var í raun hræðilegt og þarf að laga allt í sínum leik fyrir oddaleikinn á sunnudaginn. Lewis Clinch Jr. skoraði 21 stig í kvöld, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Af hverju vann Grindavík? Barátta, barátta og aftur barátta. Þvílíkt og annað eins að fylgjast með þessari frammistöðu. Hjarta og sál sem vann þennan leik í dag. Spennustigið hjá KR var alls ekki rétt og þeir voru aldrei að fara vinna þennan leik. Það vantaði bara eitthvað stórkostalega mikið í deildar og bikarmeistarana.Bestu menn vallarins? Lewis Clich Jr. er að sýna það að hann er einn besti leikmaður landsins og er bara að fara á kostum fyrir þá gulu. Hann stjórnar leik liðsins svo ótrúlega vel að það er varla hægt að ímynda sér að liðið geti tapað þegar Clinch er í þessum ham. Ólafur Ólafsson átti fínan leik og það sama má segja um bróðir hans Þorleif Ólafsson. Ingvi Þór Guðmundsson skoraði mikilvægar körfur í kvöld og bara allt liðið var frábært.Hvað gekk illa? KR-ingar voru bara skelfilegir. Þeir skora 66 stig. Liðið hitti akkúrat ekki neitt og það þarf að fara fram allsherjar naflaskoðun hjá KR. Maður sér hæglega fyrir sér að Grindavík geti hreinlega orðið Íslandsmeistari eftir svona leik. KR-ingar eru í vandræðum, það er staðreynd.Grindavík-KR 79-66 (20-15, 22-18, 12-17, 25-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 21/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16, Dagur Kár Jónsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Ólafur Ólafsson 6/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hamid Dicko 0. KR: Philip Alawoya 19/11 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 14/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Kristófer Acox 5, Darri Hilmarsson 4/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 1, Arnór Hermannsson 0, Orri Hilmarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0. Jón: Þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dagJón Arnór og félagar hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum.vísir/anton„Það vantaði að nokkur skot myndu detta. Við vorum mikið að bakka með þá inn í teig og vorum ekki að setja niður skotin okkar,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Þetta lítur bara ekkert voðalega smurt út hjá okkur eins og staðan er. Þeir eru að loka vel á okkur og þegar skotin detta ekki þá er þetta svolítið stíft.“ Jón segir að augnablikið eigi eftir að koma fyrir KR á sunnudaginn, hann finnur það. „Við erum bara að fara í leik fimm og við verðum einbeittir þá. Við höldum bara áfram að keyra á þetta, reynum að brjóta þá niður og reynum að verða betri.“ Hann segir að KR-liðið hefði átt að fylgja eftir góðri byrjun á síðari hálfleiknum. „Þeir náðu að spila vel fram á síðustu sekúndu og við náðum ekki að standast það. Við mættum bara mjög góðu Grindavíkurliði og þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dag.“ Jón ætlar ekki að gefast upp og lofaði að mæta vel gíraður í næsta leik. „Oddaleikir eru einstakir og það vita allir. Þetta er frábært fyrir körfuboltann á Íslandi, þó svo að við ætluðum heldur betur að vinna hér í kvöld, þá vilja allir oddaleik.“ Finnur: Munum nýta heimavöllinn á sunnudaginnFinnur Freyr segir sínum mönnum til.vísir/andri marinó„Nýtingin okkar á vítalínunni og í tveggja stiga skotunum var ekki góð og þá skorum við bara 66 stig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að skapa okkur fín færi en boltinn vildi bara ekki niður. Að sama skapi gerði Grindavík vel og skapaði sér góð færi og skutu boltanum vel.“ Finnur hrósar Grindvíkingum fyrir góða frammistöðu. „Mér fannst spennustigið bara vera fínt hjá mönnum fyrir leikinn og við ætluðum að gera vel. En það var kannski of mikið stress, ég veit það ekki. Mér fannst við gera margt vel í kvöld, sérstaklega varnarlega.“ Hann er mjög sáttur við það að vera með heimaleikjaréttinn. „Nú er gott að fá svona oddaleik í DHL-höllinni og við ætlum okkur að nýta það til fullnustu á sunnudaginn. Það er frí daginn eftir og svona, menn verða í stuði." Jóhann: Ekki víst að svona tækifæri komi aftur næstu árin„Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki í að segja það en mér fannst þetta allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir ákveðinn þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, eftir magnaðan sigur liðsins á KR í kvöld. „Ég er rosalega hreykinn af mínu liði og hvernig við svöruðum er það gaf á bátinn. Við klárum þetta síðan með þvílíkum stæl. Leikmenn eins og Ingvi kom frábær inn í þetta og þetta var magnað.“ Grindvíkingar fórnuðu sér í alla bolta og voru mjög oft skrefinu á undan. Eins og þeir vilji sigurinn meira en KR. „Okkur langar þetta mikið en hvort okkur langar meira en þeir veit ég ekkert um. Við erum að fara svolítið langt á því að njóta. Gefa okkur alla í þetta og hafa gaman af þessu. Auðvitað er meira á bak við en við förum samt langt á því,“ segir þjálfarinn kátur. „Liðsheildin er frábær. Það eru allir fyrir einn. Það eru þessar klisjur. Við erum að spila við fantagott KR-lið og við höfum fundið einhvern takt sem er að virka og við spilum vel á okkar styrkleikum. Mér finnst við á köflum gera vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um þá.“ Það er ekki bara það hjá strákunum hans Jóhanns því andlegi styrkurinn hjá liðinu er mikill. „Við höfum talað mikið um að halda okkur í stundinni og taka eina sókn í einu,“ segir Jóhann Þór en hann hefur alltaf lagt áherslu á að hans lið njóti þess að spila og það verður ekki skemmtilegra en að fá úrslitaleik um titilinn í Vesturbænum. „Við töluðum um fyrir leik hvað væri í húfi. Fara í stútfulla DHL-höll. Þetta er langstærsta sviðið og ég talaði um að það sé ekkert víst að svona tækifæri bjóðist aftur næstu árin. Þetta ætluðum við okkur og nú er komið að því. Við munum gefa þessu góðan séns.“ Þorleifur: Höldum alltaf áfram„Loksins vöknuðu stuðningsmennirnir og hjálpuðu okkur mjög mikið. Þetta var frábært,“ segir Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson en hann var ein af hetjum Grindavíkur í kvöld. „Við vorum yfir mest allan leikinn en þeir koma til baka í þriðja. Svo í fjórða þá duttu skotin okkar en ekki þeirra. Svo slítum við þá frá okkur. Það hefði alveg eins getað farið á hinn veginn. Að þeir hittu en ekki við.“ Þó svo Þorleifur hafi verið hógvær þá voru Grindvíkingarnir einfaldlega baráttuglaðari og áttu skilið að vinna. „Það er rétt fyrir utan þriðja leikhluta. Hinir voru frábærir. Við stigum upp er gaf á bátinn. Við höfum bætt okkur vel í að halda bara áfram,“ segir Þorleifur sem var í meðhöndlun rétt fyrir leik og alltaf er hann var á bekknum. Þó svo hann sé ekki heill heilsu spilar hann eins og kóngur. „Ég fékk aðeins í nárann og þurfti að ýta á það. Það er fljótt að gleymast í látunum.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira