Helena hrökk í gang og stelpurnar tryggðu sér silfur á fimmtu leikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 12:06 Helena Sverrisdóttir var nálægt þrennunni í dag með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó eftir fimmtán stiga sigur á Lúxemborg í lokaleik liðsins á leikunum. Ísland vann leikinn 59-44 en þetta var óopinber úrslitaleikur um silfrið þar sem Malta hafði þegar tryggt sér gullverðlaunin með sínum þriðja sigri í röð í gær. Helena Sverrisdóttir minnti á sig og var með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var næststigahæst með 10 stig. Íslenska liðið hafði ekki spilað í hálft ár fyrir þessa leiki á Smáþjóðaleikunum og lykilmenn eins og Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir hafa allar ekkert verið með liðinu í meira en fimmtán mánuði. Það sást vel á mjög slökum fyrsta leik en liðið hefur síðan spilað betur með hverjum leik. Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék ekki í tapinu á móti Möltu í fyrsta leik vegna meiðsla og klikkaði síðan á öllum átta skotum sínum utan af velli í öðrum leiknum á móti Kýpur. Helena fann aftur á móti taktinn í dag þar sem hún hitti úr 5 af 9 skotum sínum og öllum sjö vítunum. Hún var að vinna sín fimmtu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag. Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel á mótinu en hún skoraði 10 stig í þessum leik sem var hennar fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Íslenska liðið komst í 9-0 í byrjun leiksins, var 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann, vann síðan annan leikhlutann 18-10 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 31-19. Íslenska liðið var síðan með gott tak á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 7 stoðsendingar, 7 fráköst Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10 stig Sara Rún Hinriksdóttir 6 stig, 6 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 10 fráköst Hildur Björg Kjartansdóttir 5 stig, 8 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 5 stig Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stigÍslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina: 1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1997 á Íslandi - gullverðlaun 2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull) 2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull) 2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2015 á Íslandi - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2017 í San Marínó - silfurverðlaun (Malta vann gull)Samantekt hjá íslenska kvennalandsliðinu: Gull - 1 - (1997) Silfur - 8 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013, 2015, 2017) Brons - 2 - (1991, 2003)Flest gullverðlaun: 7 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013, 2015) 3 - Malta (2003, 2009, 2017) 1 - Ísland (1997) Körfubolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó eftir fimmtán stiga sigur á Lúxemborg í lokaleik liðsins á leikunum. Ísland vann leikinn 59-44 en þetta var óopinber úrslitaleikur um silfrið þar sem Malta hafði þegar tryggt sér gullverðlaunin með sínum þriðja sigri í röð í gær. Helena Sverrisdóttir minnti á sig og var með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var næststigahæst með 10 stig. Íslenska liðið hafði ekki spilað í hálft ár fyrir þessa leiki á Smáþjóðaleikunum og lykilmenn eins og Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir hafa allar ekkert verið með liðinu í meira en fimmtán mánuði. Það sást vel á mjög slökum fyrsta leik en liðið hefur síðan spilað betur með hverjum leik. Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék ekki í tapinu á móti Möltu í fyrsta leik vegna meiðsla og klikkaði síðan á öllum átta skotum sínum utan af velli í öðrum leiknum á móti Kýpur. Helena fann aftur á móti taktinn í dag þar sem hún hitti úr 5 af 9 skotum sínum og öllum sjö vítunum. Hún var að vinna sín fimmtu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag. Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel á mótinu en hún skoraði 10 stig í þessum leik sem var hennar fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Íslenska liðið komst í 9-0 í byrjun leiksins, var 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann, vann síðan annan leikhlutann 18-10 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 31-19. Íslenska liðið var síðan með gott tak á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 7 stoðsendingar, 7 fráköst Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10 stig Sara Rún Hinriksdóttir 6 stig, 6 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 10 fráköst Hildur Björg Kjartansdóttir 5 stig, 8 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 5 stig Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stigÍslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina: 1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1997 á Íslandi - gullverðlaun 2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull) 2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull) 2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2015 á Íslandi - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2017 í San Marínó - silfurverðlaun (Malta vann gull)Samantekt hjá íslenska kvennalandsliðinu: Gull - 1 - (1997) Silfur - 8 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013, 2015, 2017) Brons - 2 - (1991, 2003)Flest gullverðlaun: 7 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013, 2015) 3 - Malta (2003, 2009, 2017) 1 - Ísland (1997)
Körfubolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira