Evrópa leiðir eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2019 20:15 Hin norska Suzann Pettersen í snúinni stöðu. vísir/getty Evrópa er með eins stigs forystu á Bandaríkin, 4,5-3,5, eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins. Leikið er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. Leiknar voru tvær umferðir í dag. Fyrir hádegi var fjórmenningur leikinn en eftir hádegi var leikið með betri bolta. Eftir fjórmenningin var Evrópa með eins stigs forystu, 2,5-1,5. Evrópa vann tvo leiki, Bandaríkin einn og einum lyktaði með jafntefli. Jessica og Nelly Korda frá Bandaríkjunum urðu fyrstu systurnar til að leika saman í Solheim-bikarnum. Þær unnu Caroline Masson og Jodi Ewart Shadoff, 6/4. Eftir hádegi unnu liðin sitt hvorn leikinn og tveir enduðu með jafntefli. Á morgun verður leikið með sama fyrirkomulagi, þ.e. fjórmenningur og betri bolti. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Solheim-bikarsins hefst klukkan 07:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópa er með eins stigs forystu á Bandaríkin, 4,5-3,5, eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins. Leikið er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. Leiknar voru tvær umferðir í dag. Fyrir hádegi var fjórmenningur leikinn en eftir hádegi var leikið með betri bolta. Eftir fjórmenningin var Evrópa með eins stigs forystu, 2,5-1,5. Evrópa vann tvo leiki, Bandaríkin einn og einum lyktaði með jafntefli. Jessica og Nelly Korda frá Bandaríkjunum urðu fyrstu systurnar til að leika saman í Solheim-bikarnum. Þær unnu Caroline Masson og Jodi Ewart Shadoff, 6/4. Eftir hádegi unnu liðin sitt hvorn leikinn og tveir enduðu með jafntefli. Á morgun verður leikið með sama fyrirkomulagi, þ.e. fjórmenningur og betri bolti. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Solheim-bikarsins hefst klukkan 07:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira