Sport

Blóðug hlaupaferð hjá Guð­laugu Eddu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar og varð með því fyrsti íslenski þríþrautaríþróttamaðurinn sem nær því. Þarna má einnig sjá blóðugan fótinn hennar.
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar og varð með því fyrsti íslenski þríþrautaríþróttamaðurinn sem nær því. Þarna má einnig sjá blóðugan fótinn hennar. Getty/Anne-Christine Poujoulat/@eddahannesd

Það er kalt úti þessa dagana en það stoppar ekki Ólympíufarann Guðlaugu Eddu Hannesdóttur við æfingar. Hún spyr sjálfa sig samt af því hvort að það hafi verið þess virði í þetta skiptið.

Guðlaug Edda sýndi nefnilega myndband af hnénu sínu eftir hlaupaferð sína upp á Úlfarsfell í frostinu í gær.

„Flott útsýni en var það þess virði? Ég veit það ekki,“ spurði Guðlaug Edda og sýndi á sér hnéð. 

Hún hafði dottið á hnéð og skorið sig. Það sást smá blóð en raunverulega staðan á fæti hennar kom ekki í ljós fyrr en í næsta myndbroti.

Hún varaði fylgjendur sína meira segja við myndunum áður en hún skoðaði sárið betur.

„Þetta verður spennandi, sagði Guðlaug Edda og fór úr buxunum. Þar blasti við alblóðugt hné.

„Já, það er aldeilis. Jesús,“ sagði Guðlaug. Hún fullvissaði þá fylgjendur sína að það væri í lagi með sig.

„Reyndar mjög góður túr en smá illt í hnénu núna eftir að adrenalínið hvarf,“ sagði Guðlaug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×