Fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Innlent 13.11.2024 14:12 Margeir stefnir ríkinu Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Innlent 13.11.2024 14:09 Kjóstu rétt á Vísi Nú má nálgast kosningaprófið Kjóstu rétt á Vísi en fulltrúar allra flokka hafa svarað spurningum og gefst lesendum kostur á að máta sín svör við svör frambjóðenda. Innlent 13.11.2024 13:57 Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Hjálparsveitir skáta Aðaldal og Reykjadal voru ásamt Björgunarsvetinni Garðari á Húsavík kallaðar út í morgun þar sem þakplötur á hlöðu á bæ í Aðaldal voru farnar að fjúka af. Innlent 13.11.2024 13:23 Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Stjórnendur Mosfellsbæjar ætla að verja rúmum hundrað milljónum króna í forvarnarstarf hjá börnum og ungmennum. Barnaverndartilkynningum fjölgaði um fimmtíu prósent á fyrstu tíu mánðum þessa árs. Innlent 13.11.2024 13:16 Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Fagfólk í kvikmyndagerð skorar á Alþingi að bregðast við slæmri stöðu Kvikmyndasjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að sjóðurinn hafi verið skorinn mikið niður á undanförnum árum. Innlent 13.11.2024 13:15 Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. Innlent 13.11.2024 12:35 Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. Innlent 13.11.2024 12:09 Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Innlent 13.11.2024 12:06 Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. Erlent 13.11.2024 11:52 Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Í hádegifréttum fjöllum við um ástandið á Vestfjörðum en þar rofar nú til eftir miklar rigningar. Innlent 13.11.2024 11:35 Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Pallborðsins í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 13.11.2024 11:27 Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar. Innlent 13.11.2024 11:20 Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Innlent 13.11.2024 11:17 Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Erlent 13.11.2024 10:55 Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Sérsveit ríkislögreglustjóra verður við æfingar við Fannborg í hjarta Kópavogs í dag. Almenningur er sagður geta átt von á því að heyra hvelli og læti sem eigi sér eðlilegar skýringar. Innlent 13.11.2024 10:23 Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga. Innlent 13.11.2024 10:19 Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu. Innlent 13.11.2024 10:02 Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Innlent 13.11.2024 10:01 Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Erlent 13.11.2024 09:25 Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. Innlent 13.11.2024 09:05 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Innlent 13.11.2024 08:26 Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Líkur eru á að íbúar í færeysku höfuðborginni Þórshöfn fái nýjan bæjarstjóra innan skamms eftir að vinstriflokkurinn Þjóðveldi nærri tvöfaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í gær. Erlent 13.11.2024 07:48 Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Erlent 13.11.2024 07:46 Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi á norður- og austurhluta landsins og eru viðvaranir í gildi fram eftir degi á þeim svæðum. Það verður heldur hægari vindur suðvestan- og vestanlands. Veður 13.11.2024 07:07 Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Vegirnir í Ísafjarðardjúpi og vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði eru enn lokaðir vegna skriðuhættu og þá er Bíldudalsvegur í sundur og því lokaður frá flugvellinum og að gatnamótunum að Dynjandisheiði. Innlent 13.11.2024 07:06 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Erlent 13.11.2024 06:52 Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök. Innlent 13.11.2024 06:25 „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Innlent 12.11.2024 22:13 Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lögreglan á Vestfjörðum hafði í kvöld samband við íbúa í húsum ofarlega við Hjallaveg á Ísafirði og í einu húsi við Hnífsdalsveg. Íbúar húsanna eru beiðnir um að dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar snúa upp í hlíð Eyrarfjalls. Innlent 12.11.2024 21:56 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 334 ›
Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Innlent 13.11.2024 14:12
Margeir stefnir ríkinu Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Innlent 13.11.2024 14:09
Kjóstu rétt á Vísi Nú má nálgast kosningaprófið Kjóstu rétt á Vísi en fulltrúar allra flokka hafa svarað spurningum og gefst lesendum kostur á að máta sín svör við svör frambjóðenda. Innlent 13.11.2024 13:57
Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Hjálparsveitir skáta Aðaldal og Reykjadal voru ásamt Björgunarsvetinni Garðari á Húsavík kallaðar út í morgun þar sem þakplötur á hlöðu á bæ í Aðaldal voru farnar að fjúka af. Innlent 13.11.2024 13:23
Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Stjórnendur Mosfellsbæjar ætla að verja rúmum hundrað milljónum króna í forvarnarstarf hjá börnum og ungmennum. Barnaverndartilkynningum fjölgaði um fimmtíu prósent á fyrstu tíu mánðum þessa árs. Innlent 13.11.2024 13:16
Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Fagfólk í kvikmyndagerð skorar á Alþingi að bregðast við slæmri stöðu Kvikmyndasjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að sjóðurinn hafi verið skorinn mikið niður á undanförnum árum. Innlent 13.11.2024 13:15
Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. Innlent 13.11.2024 12:35
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. Innlent 13.11.2024 12:09
Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Innlent 13.11.2024 12:06
Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. Erlent 13.11.2024 11:52
Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Í hádegifréttum fjöllum við um ástandið á Vestfjörðum en þar rofar nú til eftir miklar rigningar. Innlent 13.11.2024 11:35
Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Pallborðsins í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 13.11.2024 11:27
Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar. Innlent 13.11.2024 11:20
Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Innlent 13.11.2024 11:17
Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Erlent 13.11.2024 10:55
Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Sérsveit ríkislögreglustjóra verður við æfingar við Fannborg í hjarta Kópavogs í dag. Almenningur er sagður geta átt von á því að heyra hvelli og læti sem eigi sér eðlilegar skýringar. Innlent 13.11.2024 10:23
Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga. Innlent 13.11.2024 10:19
Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu. Innlent 13.11.2024 10:02
Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Innlent 13.11.2024 10:01
Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Erlent 13.11.2024 09:25
Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. Innlent 13.11.2024 09:05
Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Innlent 13.11.2024 08:26
Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Líkur eru á að íbúar í færeysku höfuðborginni Þórshöfn fái nýjan bæjarstjóra innan skamms eftir að vinstriflokkurinn Þjóðveldi nærri tvöfaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í gær. Erlent 13.11.2024 07:48
Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Erlent 13.11.2024 07:46
Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi á norður- og austurhluta landsins og eru viðvaranir í gildi fram eftir degi á þeim svæðum. Það verður heldur hægari vindur suðvestan- og vestanlands. Veður 13.11.2024 07:07
Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Vegirnir í Ísafjarðardjúpi og vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði eru enn lokaðir vegna skriðuhættu og þá er Bíldudalsvegur í sundur og því lokaður frá flugvellinum og að gatnamótunum að Dynjandisheiði. Innlent 13.11.2024 07:06
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Erlent 13.11.2024 06:52
Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök. Innlent 13.11.2024 06:25
„Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Innlent 12.11.2024 22:13
Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lögreglan á Vestfjörðum hafði í kvöld samband við íbúa í húsum ofarlega við Hjallaveg á Ísafirði og í einu húsi við Hnífsdalsveg. Íbúar húsanna eru beiðnir um að dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar snúa upp í hlíð Eyrarfjalls. Innlent 12.11.2024 21:56