Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:52 Tilnefningar Trump hafa vakið nokkurn ugg vestanhafs um næstu fjögur ár. Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira