Fréttir

Bregst við á­hyggjum af á­fengis­sölu og á­hyggjur brimbrettakappa

Forstjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suður­landi

Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi.

Innlent

Lög­reglan náði lausum grís

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa.

Innlent

Enginn kemst sjálf­krafa í könnunar­hóp Prósents

Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn.

Innlent

Halda á­fram á­rásum á Rafah

Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni.

Erlent

Þrjá­tíu og fimm kíló­metrar í kjör­stað

Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt.

Innlent

Hafnaði beiðni Baldwin um frá­vísun

Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni.

Erlent

„Við munum vinna þennan slag“

Færeyingar búa við eina ströngustu löggjöf er varðar þungunarrof í Evrópu. Dönsk lög frá árinu 1956 gilda þar enn þrátt fyrir að danskar konur hafi getað síðan 1973 undirgengst þungunarrof af eigin frumkvæði til allt að tólftu viku meðgöngu. Hervør Pálsdóttir, þingflokksformaður Þjóðveldisflokksins og meðstjórnandi í samtökunum Frítt Val, frjálst val, segir núverandi lög stuðla að óöryggi og að færeyskar konur muni vinna þennan slag.

Erlent

Bjark­ey kemur starfs­fólki mat­væla­ráðu­neytisins til varnar

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu.

Innlent

Mál­þing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli

Í dag fer fram málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli á milli klukkan 10 og 12 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Á málþinginu verður fjallað um ferlið allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Málþinginu er einnig í streymi hér að neðan.

Innlent

Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára

Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur.

Erlent

Spá gos­lokum á Sund­hnúks­gíga­röð í lok júlí

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur telja líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. Þetta kemur fram á bloggi Haraldar en þar fer hann yfir þróun kvikugangsins frá því í nóvember 2023 þegar fyrsta eldgosið hófst.

Innlent

„Það er svo ó­trú­lega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín”

„Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi.

Innlent

Lík­lega síðasta veðurviðvörunin í bili

Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. 

Veður

Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður

Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás.

Innlent

Svipað og frekar ró­leg haust­lægð

Hvassviðrinu á landinu vestanverðu í dag svipar til frekar rólegrar haustlægðar, að sögn veðurfræðings. Á sama tíma er útlit fyrir steikjandi hita og sólskin norðan heiða alla helgina.

Innlent

Veita við­tal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra

Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi.

Innlent

Rúta brann til kaldra kola við Sól­tún

Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus.

Innlent

Mikill harm­leikur en skýrir far­vegir

Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur.

Innlent